Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 12
INNLENT
Á öld flugstöðva og seðlabanka
Kennt í fatahengjum, svefnherbergjum og
bílskúrum í Menntaskólanum í Reykjavík
Sinnuleysi stjórnvalda algjört.
Ekki farið að kröfum rektors.
Enn kennt í vistarverum, sem
dœmdar voru óhcefar af Vinnu-
eftirliti 1986.
Fatahengjum hefur verið breytt í kennslu-
stofur. Kennt er í gömlum svefnherbergjum.
þiljuð hafa verið af útskot á göngum og
breytt í skólastofur. Salerni hefur verið sett
upp í horni skólastofu og þiljað af með spóna-
plötum. Á kennarastofunni eru færri stólar
en kennarar. Einu vinnuherbergi, sem er tíu
fermetrar að stærð, verða þrettán kcnnarar
að deila með sér.
Samkvæmt skýrslu Vinnueftirlits ríkisins
um húsnæði Menntaskólans í Reykjavík frá
árinu 1986, er allt kennsluhúsnæði skólans,
33 stofur, í óviðunandi ásigkomulagi. Af öllu
húsnæði skólans, 68 vistarverum, er engin í
lagi, og 7 óhæfar með öllu. Endurbætur síð-
an skýrslan var gerð hafa ekki verið veruleg-
ar, og nýtt er enn sumt af því húsnæði, sem
1986 var dæmt óhæft.
Menntaskólinn í Reykjavík er í algjöru
fjársvelti. Ráðamenn gera lítið sem ekkert til
að bæta aðstöðu kennara og nemenda. Þrátt
fyrir endurteknar kröfur rektors skólans,
Guðna Guðmundssonar, sem í sérhverri
skólaslitaræðu sinni hefur vakið athygli á
húsnæðisvandanum, eru úrbæturnar hverf-
andi. Þótt aðsóknin að skólanum hafi sjaldan
verið meiri en einmitt nú í haust, virðast
ráðamenn ekki telja það tilefni til að ráðast í
róttækar úrbætur. Á öld flugstöðva, seðla-
banka og japanskra álplatna vilja ráðamenn
þjóðarinnar ekki sjá af fjármunum til brýn-
ustu úrbóta í menntasetrinu gamla við Lækj-
argötu.
Menntaskólinn í Reykjavík, sem þá hét
Lærði skólinn, var fluttur til Reykjavíkur frá
Bessastöðum árið 1846. Sama ár var skóla-
húsið við Lækjargötu tekið í notkun.
Þegar Lærði skólinn í Reykjavík tók til
starfa voru nemendur við skólann 60. Nú eru
þeir næstum 900. Þó er gamla skólahúsið frá
árinu 1846 enn aðalkennsluhúsnæði skólans.
Einungis eitt annað sérhæft kennsluhús,
„Casanova“, sem tekið var í notkun 1960
hefur síðan bæst við húsakost skólans. Hins
vegar er kennt í tveimur gömlum íbúðarhús-
um í nágrenni skólans, „Þrúðvangi" og
„Villa Nova“, og auk þess í timburhúsi and-
spænis gamla skólahúsinu, sem eitt sinn var
fjós og gengur þess vegna í daglegu tali undir
nafninu „Fjósið".
Mismunandi skoðanir ráða-
manna — aðgerðaleysi stjórn-
valda
Oft hefur staðið til, að gera bragarbót á
aðstöðu Menntaskólans í Reykjavík en lítið
orðið af aðgerðum. Á árunum 1946—56 voru
tveir menntamálaráðherrar þeirrar skoðun-
ar að skólanum skyldi reist veglegt hús ann-
ars staðar í bænum: Það voru sósíalistinn
Brynjólfur Bjarnason, menntamálaráðherra
1944—49 og sjálfstæðismaðurinn Björn Ól-
afsson, 1950—53. Framsóknarmaðurinn Ey-
steinn Jónsson, menntamálaráðherra 1947—
49, og sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benedikts-
son 1953—56 voru því andvígir, að skólinn
yrði fluttur. Líkt og kemur fram í bók Heimis
Þorleifssonar, „Saga Reykjavíkurskóla IV“,
má víst telja, að hin ólíka afstaða ráða-
manna, hafi valdið því, að alls ekkert var
gert til úrbóta í húsnæðismálum skólans, en
ófremdarástandið látið vara áfram.
Eftir að fyrri hugmyndum um nýbyggingu
hafði verið stungið undir stól leið og beið og
ekkert gerðist fram til ársins 1962. Þá var
aðstreymi nemenda til skólans orðið slíkt, að
nánast ríkti neyðarástand í húsnæðismálum.
Unnar voru nú teikningar að tveimur hús-
um: Kennsluhúsi með ýmsum sérkennslu-
búnaði annars vegar og hins vegar íþrótta- og
samkomuhúsi. Gert var ráð fyrir tengibygg-
ingu eða gangi á milli húsanna.
Svo fór, að einungis annað þessara húsa
var reist: Kennsluhúsið „Casanova", sem
aðallega var hugsað fyrir verklega kennslu í
raungreinum, kvikmyndasýningar og fyrir-
lestra. Sú íþrótta- og samkomuaðstaða, sem
fyrir var í skólanum og hýst í húsum frá síð-
ustu öld, var hins vegar talin nógu góð fyrir
skólann, og peningar þeir, sem fara áttu í
það nýhýsi settir í nýjan menntaskóla við
Hamrahlíð.
Kröfuganga 1972
Síðan „Casanova" var reist hefur ekki
verið ráðist í neina nýbyggingu fyrir Mennta-
skólann í Reykjavík. Hins vegar hafa íbúðar-
hús í nágrenninu verið gerð að kennsluhús-
um og ýmsar kytrur í húsum skólans gerðar
að kennslustofum. Mótmæli nemenda og
kennara skólans vegna húsnæðisskortsins
hafa ávallt verið árangurslaus.
Mesta mótmælaaðgerð kennara og nem-
enda vegna húsnæðismála skólans var gerð
fimmtánda febrúar 1972. Þá var allt starf í
skólanum lagt niður og haldið í kröfugöngu
upp á Arnarhól. Voru göngumenn um 1200.
Af Arnarhóli voru síðan sendir fulltrúar
kennara og nemenda inn í Arnarhvol á fund
Magnúsar Torfa Ólafssonar menntamálráð-
herra. Síðar sama dag komu Magnús og
Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra í
heimsókn í Menntaskólann og voru þeim
sýnd húsakynni hans af rektor, formanni
kennarafélagsins og fulltrúa nemenda.
Fjölmiðlar skýrðu rækilega frá heimsókn-
12