Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 43
MENNING Erla B. Skúladóttir. „Læknar þarna töldu veikindi mín eðlileg og vildu bara útskrifa sem móðursjúka..." mig í allt heil tvö ár að ná mér, en hefði átt að taka sex vikur. Og eftir stendur, að aðgerðin hafði eyðilagt rifjafestingar í bringunni og hryggnum, og það mun aldrei batna . . . Sársaukinn fer hins vegar eftir veðrinu. Þegar pendúllinn á loftvoginni lækkar, byrj- ar hann í brjóstholinu. Það er hlutur, sem ég hef lært að sætta mig við.“ París — Reykjavík — Akureyri. „Eftir veikindi mín varð ég að gera upp við mig hvort ég ætlaði aftur út til að klára skól- ann og styrkinn, eða yrði hér heima. Ég ákvað svo eftir alltsaman að fara út haustið 1983, og var fram á haust 1984. Síðan var ég farin að hugsa um að vera áfram í Frakk- landi, og vinna í götuleikhúsi, þegar hringt var til mín frá íslandi og mér boðið hlutverk í Beiskum tárum Petru von Kant eftir Fass- binder hjá Alþýðuleikhúsinu. Leikið var á Kjarvalsstöðum og sýningin gekk mjög vel. Þetta var eina hlutverk minn þann vetur. Um vorið var haft samband við mig frá Leikfélagi Akureyrar og mér boðið að vera lausráðin þarveturinn 1985—86. Á Akureyri lék ég í þremur verkefnum: Jólaævintýri Dickens, Silfurtúnglinu og síðan lék ég aðal- hlutverk í söngleiknum Blóðbræður eftir Breta, að nafni Willy Russell, sem skrifaði líka „Educating Rita“. Óvenjulegur sönleik- ur: ekki bara hopp og hí og tralala, heldur dramatískur og sorglegur. Það er þannig í þessum söngleik, að þegar persónurnar brestur orð, fara þær að syngja. Eftir þetta kom ég aftur til Reykjavíkur og fór að æfa í barnaleikriti í Alþýðuleikhúsinu, sem heitir Kötturinn sem fer sínar eigin leið- ir, og Ólafur Haukur Símonarson gerði eftir sögu Kiplings. Við áttum þá sem endranær ekki í nein hús að venda og leigðum þess vegna Bæjarbíó í Hafnarfirði. Það var frekar erfitt að draga fólk til Hafnarfjarðar í leik- hús, en samt sem áður sýndum við verkið tuttugu sinnum eða svo. Um svipað leyti lék ég í Tilbury í sjónvarpinu. Svo fór ég að vinna hjá útvarpinu. Ég var atvinnulaus þegar þetta var og vantaði aura. Fékk síðan yndislegasta tíma sólarhringsins til að vinna á: frá klukkan sex til níu á morgn- ana. Sólarhringurinn snerist við. Seinna fór ég að vinna með Brodda Broddasyni í þætt- inum Hringiðunni, sem var fréttamagasín milli fjögur og sjö síðdegis. Það var sérstak- lega skemmtilegt verkefni.“ Að segja sögu með bakinu. „Ég kann vel við sýningar á litlum sviðum, þar sem áhorfendur sitja mjög nærri, eins og hjá Alþýðuleikhúsinu. Þar eru tengslin við áhorfendurna mikil. Hversýning verðureitt- hvað sérstakt. Maður getur leyft sér að leika miklu meira á fína skalann, fínu viðbrögðin. Sagt heila sögu með bakinu. Á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þarf að ýkja slíkt mikið, svo það skili sér. Nálægðin er þess vegna á annan hátt krefjandi, heldur en leikur á stóru sviði. En mér er illa við tilbreytingaleysi. Finnst því fylgja svo „klástrófópískt“ andrúmsloft. Ég hef sem betur fer verið heppin að fá tæki- færi til að spreyta mig á ólíkum verkefnum í lífinu og nú á síðustu árum í leikhúsinu. En það er svo skrítið með leikhúsvinnuna. Verkefnin virðast koma í bylgjum; þau eru annaðhvort í ökkla eða eyra.“ —eh Bersögli málarans Listmálarinn og rithöfundurinn Steingrímur S.th. Sigurðsson er að vinna að tveimur bókum um þessar mundir. Sú er sögn, að Steingrímur muni í annarri bókinni segja af létta um ákveðna þætti í eigin lífi. Ekki er vitað hvort það eru þættirnir þar sem búk- sorgir koma við sögu ellegar bakkus eða Borgaraflokkur. Hitt mun sannast sagna, að listamaðurinn er ekki lengur félagi í Borgarflokknum. Sumir hlakka til útkomu bókarinnar, aðrir kvíða... Steingrímur við „bláa engilinn", sem hann heldur við um þessar mundir. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.