Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 17
INNLENT Grandi á góðum kjörum Borgarstjórinn í Reykjavík seldi á dögunum nokkum fyrirtækjum, Hval, Venusi, Hamp- iðjunni og Sjóvá hlut borgarinnar í Granda á 500 milljónir króna. Salan hefur verið mjög umdeild og sömuleiðis söluaðferðin. Marg- víslegar samsæriskenningar hafa og heyrst um þessa verslun. Margir kostir Víða gætir mikillar ánægju með sölu Reykjavíkurhluta Granda. Menn segja sem svo að áhyggjunum af lélegri skuldastöðu fyrirtækisins sé létt af borgaryfirvöldum. Sal- an sé eðlilegt framhald af yfirtöku ísbjarnar- ins og stofnun Granda á sínum tíma. (Sjá Þjóðlíf 5.tbl.l988) Þá er bent á það að hluti rekstrarins, fryst- ingin, sé deyjandi þátturííslensku atvinnulífi og það sé eðlilegra að einkafyrirtæki standi fyrir nauðsynlegri nýsköpun í framhaldi af því. Nýir aðilar séu líklegir til að feta áfram vinnsluna — í samræmi við breyttar mark- aðsaðstæður erlendis. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru taldir enn fleiri ávinningar; t.d. að styrkja einkarekst- urinn og pólitískt tækifæri gefst til að sverja af sér stjórnarformann Granda, Ragnar Jú- líusson, sem fékk bflinn um árið. Annmarkar á aðferðinni Gagnrýnendur sölunnar eru hins vegar á þeirri skoðun að ófaglega hafi verið að söl- unni staðið af hálfu borgarstjórans. Ekki hafi verið auglýst að Reykjavíkurhluti Granda væri til sölu og leitað tilboða, heldur hafi þetta verið gert á„ kunningjaplaninu“. Enn fremur er gagnrýnt að Reykjavíkurborg skuli sleppa höndum af þessum undirstöðu- atvinnuvegi landsmanna og standa fyrir af- sali kvóta í fiskimiðunum. í fjölmiðlum hefur komið fram það mat útvegsmanna að verðið hafi verið alltof lágt. Þá hafa menn í huga skipin og kvótann, sem í sjálfu sér sé mesta fjárfestingin. Auk fiskvinnslu og útgerðar er verið að kaupa fiskimjölsverksmiðju og fleira ekki jafn sýnilegt; t.d. væntanlegar efnahagsráðstafanir stjórvalda. Ættarveldi og olíustríð Gagnrýnendur segja líka að enn á ný hafi ættarhringekjan í Sjálfstæðisflokknum farið á fleygiferð. Einhver stillti því þannig upp í blaðagrein, að fyrst hefði Reykjavíkurborg keypt Ölfusvatnslandið af Engeyjarættinni fyrir tugi milljóna og síðan hafi Engeyjarætt- Grandi skiptir um eigendur. in notað fjámagnið til að kaupa Granda af borginni. Hitt mun sönnu nær, að Sjóvá eigi ekki mikið fjármagn aflögu enda hefur firm- að ítrekað farið fram á hækkun iðgjalda síð- ustu mánuði. Á hinn bóginn telja heimilda- menn í undirheimum efnahagslífsins að Hvalur hf. standi efnahagslega sterkast að vígi þeirra fyrirtækja sem standa að tilboð- inu. Fyrirtækin sem standa að tilboðinu kross- ast margvíslega. Kristján Loftsson forstjóri Hvals er t.d. einnig stjórnarformaður Ven- usar og í stjórn Sjóvá. Árni Vilhjálmsson er í stjórn Venusar, Hvals og Hampiðjunnar. Esso—menn eiga í og eru í stjórn Hvals og stjórnarmenn í Shell koma sömuleiðis við sögu í þessum fyrirtækjum. Þess vegna hafa margir talið að Shell og Esso standi á bakvið tilboðið til að klekkja á Olís, BP, sem á 8% hlutafjár í Granda frá fornri tíð og hefur verið þar í farsælum viðskiptum. Kristján Loftsson sagði á dögunum í viðtali við Þjóð- viljann að ekki yrði gefin út nein tilskipun um að Grandi hætti viðskiptum við Olís í kjölfar eigendaskipta. Þannig að Olís ætti að geta andað rólega vegna málsins. Á aðalfundi Granda var samþykkt að auka hlutafé Granda um 150 milljónir. Ekk- ert hefur spurst af áhugaaðiljum um kaup á þeim hluta sem þó hafa staðið til boða í marga mánuði. -óg Lifrarkæfan er í uppáhaldi hjá mörgum, ungum sem öldnum, t.d. á brauði með paprikuhringj- um, steiktum sveppum og beikoni. ViS viljum vekja athygli á næringarglldi hennar. 1100 g af lifrarkæfunni er, auk annarra vítamína og steinefna, fullur dagskammtur af A og B2 vítaminum og hálfuraf Járni. Tómatar og agúrkur fara vel með kindakæfunni. Hana má skera í bita og nota í pinnamat. Öndvegis álegg Saxbauti er úrvals nautabuff í lauksósu. í heildós eru sjö buff úr 615 g af nautahakki og fjögur í hálfdós úr 350 g af hakki. Matreiðslan getur ekki verið ein- faldari. Hitið við vægan hita í potti eða pönnu. Þeir sem vilja auka laukbragðið geta fyrst brúnað saxaðan lauk í viðbót. Saxbauti má kallast veislumatur, heima og að heiman, með kart- öflum, spæleggi og hrásalati. Veisia í farangrinum Dósastærðir Heildós: 860 g (7 stk.) Hálfdós: 480 g (4 stk.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.