Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 48
MENNING Upp er boðið ísaland Hugleiðingar í framhaldi af lestri bókar Dr. Gísla Gunnarssonar Bók Dr. Gísla Gunnarssonar „Upp er boðið ísaland“ sem út kom seint á árinu 1987 fjallar um einokunarverslunina á Islandi á tímabil- inu 1602—1787 og áhrif hennar á þróun hag- kerfisins á sama thna. Um það er engum blöðum að fletta að verkefni Dr. Gísla er viðamikið og erfitt. í fyrsta lagi ber að nefna að um brautryðj- endastarf er að ræða. Þeir íslenskir sagn- fræðingar sem áður hafa fjallað um tímabilið hafa lagt áherslu á aðra þætti en hagþróun. I öðru lagi er langt seilst til baka í tíma. Tiltæk- ar talnalegar upplýsingar eru slitróttar og ósamstæðar, auk þess sem erfitt er að finna mælistiku að mæla atburði og afkomu fólks við. Það er ekki mitt verk að meta hversu vel Dr. Gísli kemst frá þessu verki. Það hefur Háskólinn í Lundi þegar gert með því að telja ritgerðina (eða réttara sagt enska út- gáfu hennar) hæfa til doktorsvarnar. Hér á eftir mun ég reyna að draga saman NÝTT HÓTEL við alþjóðaflugvöllinn Holtsgötu 47^19 Njarðvík l Símar 92-14444 - 92-15550 J niðurstöður mínar eftir lestur bókarinnar og samræðum við aðra hagfræðinga. Baksvið og breytt söguskoð- un Lykilatriði í söguskilningi Dr. Gísla er að mínu viti að einokunarverslunin hafi ekki aðeins verið hagkvæm dönskum kaupmönn- um og danskri krúnu, heldur hafi hún einnig styrkt og breikkað valdagrundvöll íslensku höfðingjastéttarinnar með 200 ára verð- stöðvun og frystingu verðhlutfalla í utanrík- isversluninni. Dr. Gísli dregur skýrt fram að lénskir at- vinnuhættir einkenndu íslenska hagkerfið á 17. og 18. öld. Þeim sem meðtók sinn barna- skólalærdóm fyrir aldarfjóðungi síðan eru þetta allt að því ný sannindi. Lénskerfi og aðall og þessháttar fyrirbæri áttu heima í mannkynssögunni, en ekki Islandssögunni. íslenskir höfðingjar voru að vísu til en þeirn bregður helst fyrir með grátstafina í kverk- unum vegna þess óréttar sem land og þjóð eru beitt af hálfu erlendrar drottnunarþjóð- ar. Yngri sagnfræðingar, þar á meðal Dr. Gísli, hafa nú kollvarpað þessari rnynd. Dr. Gísli telur að 95% bænda hafi í raun verið leiguliðar og að 1% fjölskyldna hafi átt eða ráðið mestöllu jarðnæði í landinu. Þessi skipting í landsdrottna og leiguliða verður Dr. Gísla mikilvæg til að skýra atvinnuþróun á tímabilinu. Hlutverk og rök einokunar- verslunarinnar Hlutverk einokunarverslunarinnar var margþætt eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Burðarstoðirnar virðast þó einkum þrjár: I fyrsta lagi veitir einokunin Danakon- ungi lykilstöðu og treystir valdagrundvöll krúnunnar, í öðru lagi gagnast hún íslenskri höfðingjastétt til varðveislu óbreyttrar tekju- og eignaskiptingar innanlands. í þriðja lagi féll einokunarverslunin vel að ríkjandi hag- fræðihugmynd síns tíma, kaupauðgistefn- unni (merkantílismanum). Skal nú nánar vikið að tveim síðast töldu atriðunum. Dr. Gísli sýnir fram á að einokunarversl- unin hafði hlutverki að gegna við að efla og styrkja valdastöðu og efnislega afkomu ís- lenskrar yfirstéttar. Dr. Gísli telur völd ís- lenskrar yfirstéttar byggjast á yfirráðum hennar yfir jarðnæðinu. Þetta jarðnæði var annað tveggja eign viðkomandi höfðingja eða hann hafði það í umboði konungs. Þess- ari yfirstétt stóð stuggur af öllu sem hnikaði mikilvægi landbúnaðarins í hagkerfinu. Eina alvöru samkeppnin kom frá sjávarútvegin- um. Öll áhersla var lögð á að hindra þéttbýl- ismyndun (sjá t.d. bls. 240). Þannig var t.d. útgerðarréttur tengdur búseturétti á ákveðnum jörðum. Skv. lýsingu Dr. Gísla styður einokunarverslunin viðleitni inn- lendra höfðingja til að efla landbúnað á kostnað sjávarútvegs með margvíslegum 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.