Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 49
MENNING
hætti. I fyrsta lagi kemureinokunarverslunin
í veg fyrir að erlendir fiskimenn komi sér upp
aðstöðu í landi er gæti orðið grundöllur þétt-
býlismyndunar. í öðru lagi voru verðhlutföll
í utanríkisversluninni fryst. Dr. Gísli sýnir
fram á að fiskafurðir hafi verið verðlagðar
lágt en sláturafurðir hátt. Þetta varð síst til
að hvetja til aukinnar útgerðar. í þriðja lagi
var kaupmönnum bönnuð veturseta. Par
með var kontið í veg fyrir að kaupmenn færu
að stunda útgerð í eigin nafni. I fjórða lagi
var íslenskum mönnum bönnuð utanríkis-
verslun. Dr. Gísli segir frá ályktun Alþingis
frá 1576 þar sem þeirri ákvörðun konungs að
leyfa Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi að
hafa skip í förum milli landa var mótmælt
(sjá bls. 78). Alþingi þess tíma vildi að slík
leyfi væru aðeins í höndum erlendra manna.
Ella var hinu rígbundna verðkerfi hætta
búin.
Skv. kaupauðgistefnunni átti ríkisvaldið
að vera öflugt og hafa víðtæk afskipti af efna-
hagslífinu. Auðæfi ríkisins voru talin ráðast
af gulleign eða eignum í öðrum alþjóðlega
gjaldgengum myntum. í Evrópu varð slíkra
auðæfa ekki aflað nema með viðskiptum við
nýlendur eða í almennum utanríkisviðskipt-
um að því tilskildu að útflutningur væri meiri
en innflutningur. Kaupauðgistefnan var því
eðlilegur bakhjarl miðstýrðrar utanríkis- og
nýlenduverslunar. Með vaxandi áhrifum
búauðgistefnu (fysiokrata) og annarra sem
leggja áherslu á framleiðslu frekar en verslun
sem uppsprettu þjóðarauðs flæðir undan
hugmyndafræði einokunarverslunarinnar.
Skv. lýsingu Dr. Gísla hafa nýjar hugmyndir
fyrr fengið byr meðal embættismanna rentu-
kammers en íslenskra. Alþekkt er að Skúli
Magnússon átti ákafari áheyrendur í Höfn
en í Vík.
Upphaf einokunarverslunar og viðhald í
200 ár má þakka samþáttun ríkjandi hug-
myndafræði, hagsmunum konungs og síðast
en ekki síst hagsmunum innlendrar valda-
stéttar.
Einokunin og íslensk atvinnu-
þróun
Dr. Gísli sýnir okkur að tilraunir til að þróa
útflutningsmarkaði voru ómarkvissar og til-
viljanakenndar auk þess sem innflutnings-
vörur voru í lágum gæðaflokki. Hagfræðing-
ar hafa leitt að því nokkur rök að sjálft fyrir-
komulagið eigi hér mikla sök. Væntanlega
hafa þeirrar tíðar menn gert sér grein fyrir
mörgum annmörkum einokunar. Sú skoðun
virðist hins vegar hafa verið ríkjandi að ann-
Þórólfur
Matthíasson
skrifar:
Höfundur umsagnarinnar Þórólfur Matt-
híasson er starfandi hagfræðingur hjá
Fjárlaga og hagsýslustofnun. Bók dr.
Gísla kom út um sl. áramótamót m.a. fyrir
tilstuðlan Verslunarráðs íslands.
að skipulag kynni að valda breytingum á sigl-
ingum til hafna landsins. íslenskir höfðingjar
virðast hafa verið sammála um að slíkar
breytingar væru óæskilegar. Einokunarfyrir-
komulaginu virðist hafa verið ætlað að
tryggja siglingar til allra hafna á landinu,
jafnt sláturhafna sem fiskihafna (sjá t.d. hug-
myndir Ólafs Stefánssonar um skipulag
verslunarinnar um 1770, bls. 237 o.á., þó
geta skoðanir hafa verið skiptar hvað þetta
varðar, sbr. umræðu hér á eftir). Sú skoðun
virðist hafa verið almenn að sláturhafnir
yrðu afskiptar væri fyrirkomulagi verslunar-
innar breytt.
Rök fastrar verðskrár
Höfuðávinningur fastrar verðskrár innan-
lands var að verðáhættu vegna utanríkis-
verslunarinnar var velt yfir á kaupmenn. í
því fólst aukið öryggi innlendra aðila gagnv-
art verðsveiflum á erlendum mörkuðum.
E.t.v. var einokunin að parti til tilraun til að
tryggja að íbúar einangraðrar eyju langt
norður í höfum yrðu ekki hlunnfarnir af
kaupmönnum. Önnur leið út úr þeim vanda
hefði verið að gefa verslun við landið algjör-
lega frjálsa og opna innlenda markaði fyrir
þýskum, enskum, hollenskum, spænskum
kaupmönnum jafnt sem dönskum og vonast
til að samkeppnin yrði nægjanlega mikil til
að útiloka kaupmannsokur. Sú leið var kon-
ungi eðlilega ekki þóknanleg bæði af fjár-
hagslegum ástæðum jafnt sem pólitískum og
hernaðarlegum. íslendingar virðast hins
vegar hafa gert sér grein fyrir þessum mögu-
leika, sbr. beiðni Alþingis árið 1592 til kon-
ungs um að heimila erlendum kaupmönnum
að sigla til landsins án verslunarleyfa. Annar
grundvallartilgangur verðskrárinnar virðist
hafa verið að tryggja íslendinga gagnvart
verðsveiflum á erlendum mörkuðum og
væntanlega að koma í veg fyrir að verðsveifl-
ur af erlendum toga yllu hungursneyð í land-
inu eða annarri óáran.
Það er rétt að undirstrika að sú lausn sem
konungur valdi, þ.e.a.s. að veita ákveðnum
hópi þegna sinna einkarétt á verslun við
landið við fastri verðskrá var því aðeins
framkvæmanleg við lítinn kostnað (án af-
skipta sjóhersins) að innlendir höfðingjar
(sýslumenn og aðrir valdamenn) styddu þá
ráðagerð, þ.e.a.s. hefðu af nokkurn hag.
Verðskráin eða réttara sagt innlend verð-
hlutföll landbúnaðarafurða annars vegar og
fiskafurða hins vegar virðast hafa verið aðal-
innihald slíks sáttmála konungs og höfð-
ingja, sbr. umræðuna hér á eftir.
Drómi fastra verðhlutfalla
Dr. Gísli leiðir að því sterk rök að frysting
verðhlutfalla milli landbúnaðar og sjávarút-
vegs og sú óbeina niðurgreiðsla landbúnað-
arafurða sem í því fólst ásamt almennri af-
stöðu innlendrar höfðingjastéttar til útgerð-
ar hafi tafið þróun þeirrar atvinnugreinar
verulega. Tölulegur samanburður á þróun
útflutnings Norðmanna og Norður—Amer-
íkuþjóða annars vegar og íslendinga hins
vegar er sláandi. Utflutningur Norðmanna
allt að tvöfaldast og útflutningur Norður—
Ameríkuþjóða margfaldast. Prófessor Þrá-
inn Eggertsson segir mér að niðurstöður
hagrannsókna vestanhafs bendi til að út-
flutningur Norður—Ameríkuþjóða á fiskaf-
urðum hafi verið ein af uppsprettum hag-
vaxtar og síðar iðnvæðingar þar. Hér er því
komið að lykilatriði þe^ar kemur að því að
gera upp atvinnusögu Islendinga. Dr. Gísli
sýnir einnig fram á að kerfi fastra verðhlut-
falla varð frekar til að auka á erfiðleika í
hallærum en draga úr þeim. Þar sem verð á
verslunarstað á íslandi endurspeglaði ekki
verð á erlendum mörkuðum voru kaupmenn
bundnir af að skipta vöru fyrir vöru. Og helst
dýrri vöru fyrir ódýra.
Peningaviðskipti voru kaupmönnum hins
vegar ekki hagstæð. Af því leiddi aftur að
hvorki var hægt að mynda afgang né halla á
vöruskiptareikningi landsins. í góðæri höfðu
landsmenn meira að selja en endranær. Því
var mætt með auknum innflutningi munað-
49