Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 53
Guðjón Magnússon: „Sé engin rök fyrir
því að tannlækningar séu utan trygginga-
kerfis fremur en lyf og önnur læknis-
hjálp.“
Enginn óháður aðili — enginn
ráðgjafi
Sú spurning hefur vaknað hvort eðlilegt
sé, að sömu einstaklingar segi til um nauðsyn
mjög kostnaðarsamra aðgerða eins og tann-
\ réttinga og síðan framkvæmi verkið. Hvort
þar sé ekki um hagsmunaárekstur að ræða.
Að sögn Magnúsar R. Gíslasonar yfirtann-
læknis í tannheilsudeild heilbrigðis— og
tryggingaráðuneytis, tíðkast það í Noregi, að
hið opinbera hafi ráðgefandi tannlækna á
sínum snærum, sem fólk geti leitað til.
„Sveitarfélögin sjálf hafa tannlækna í sinni
þjónustu, sem meta nauðsyn aðgerða á
þegnum viðkomandi sveitarfélags,“ sagði
Magnús í samtali við Þjóðlíf. Hér á landi
veitir hið opinbera enga slíka þjónustu. Eini
aðilinn, sem hugsanlega gæti veitt ráðgjöf er
tannlæknadeild Háskóla Islands. Prófessor í
tannréttingum við háskólann er hins vegar
Þórður Eydal Magnússon, sem sjálfur rekur
eina umsvifamestu tannréttingastofu á land-
inu. Sumir telja reyndar að margir aðrir geti
tekið að sér slíka ráðgjöf.
Ingimar Sigurðsson telur það óeðlilegt, að
prófessorar í tannlækningum og öðrum
greinum reki um leið stofu úti í bæ. Bendir
hann á þær reglur, sem gilda um lögfræðinga
í opinberri þjónustu. Þær reglur eru skýrar:
Lögfræðingum er bannað að stunda mál-
flutningsstörf á meðan þeir gegna slíkum
störfum, vegna hugsanlegra hagsmuna-
árekstra. Prófessorar við háskólann vísa hins
vegar til almennrar venju á Vesturlöndum og
til nauðsynjar þess að þeir viðhaldi faglegri
þjálfun og þekkingu. í því sambandi er vitn-
HEILBRIGÐISMÁL
Þorgrímur Jónsson: „Svo virðist sem
heilbrigðiskerfið haldi dauðahaldi í hið
hefðbundna, úrelta þjónustuform ...“
að til ályktunar háskólaráðs frá 1974 um að
nauðsynlegt sé við hönnun húsnæðis að sjá
fyrir vinnuaðstöðu, „húsnæði og tækjakosti
til kliniskra starfa þeirra föstu kennara, er
kliniskri kennslu stjórna, til þess að þeir
megi viðhalda þjálfun sinni og þróa hana á
eðlilegan hátt“. Því hefur verið haldið fram,
að ríkisvaldið hafi brugðist að þessu leyti, og
ekki séð prófessorum fyrir fullnægjandi
„kh'nískri“ aðstöðu innan veggja Háskólans.
Því verði þeir að reka eigin stofur úti í bæ.
Með öðrum orðum: Hér er komið að gömlu
ágreiningsefni um sérfræðivinnu prófessora
við háskóla.
íslendingar búa almennt við góða tann-
læknaþjónustu og ánægja landsmanna kem-
ur t.d. fram í skoðankönnun landlæknisem-
bættisins 1985, þar sem yfir 90% aðspurðra
lýstu tannlæknaþjónustu góða eða mjög
góða.
Samkvæmt lögum hefur landlæknisem-
bættið eftirlit með starfi og starfsaðstöðu
allra heilbrigðisstétta. Hefur fólk leitað til
embættisins vegna óánægju með störf og
gjaldtöku tannlækna? Hver hefur af hálfu
embættisins umsjón með störfum tann-
lækna?
Að sögn Guðjóns Magnússonar aðstoðar-
landlæknis er lítið um það að fólk leiti til
embættisins vegna ónánægju með störf og
gjaldtöku tannlækna. „Við höfum ekki farið
á stofur tannlækna og höfum engan tann-
lækni í starfi. Eftirlit okkar miðast við kvart-
anir, einkum vegna misheppnaðra aðgerða,
á sviði tannréttinga og annarra tannlækn-
inga. Slík mál höfum við leitt til lykta. Hins
vegar höfum við engan mann, sem menntað-
ur er í tannlækningum á okkar snærum og
það er mjög bagalegt. Ég tel skilyrðislaust að
slíkan mann ætti að fá til starfa, sem jafn-
framt gæti veitt ráðgjöf um þörf aðgerða og
annað.“
Endurgreiðslukerfið harðlega
gagnrýnt
Mikil gagnrýni hefur heyrst á endur-
greiðslukerfi íslenska ríksins vegna tannrétt-
inga. Sú staðreynd þykir ýmsum óskiljanleg,
að endurgreiðsluprósentan sé alltaf hin
sama, óháð því hver læknisfræðileg þýðing
aðgerðanna er. í sumum tilvikum er tann-
rétting bráðnauðsynleg, og er þá varanleg
tannheilsa sjúklingsins beinlínis í húfi. í öðr-
um tilvikum snýst málið hins vegar einvörð-
ungu um andlitsfegurð viðkomandi. En hér
er ekki um einfalt mál að ræða. Sálræni þátt-
urinn vegna tanna er ekki lítils virði og telja
margir af þeim ástæðum réttlætanlegt að
samfélagið taki þátt í kostnaði við tannrétt-
ingar af fegurðarástæðum. Það séu mann-
réttindi að líta vel út og samfélagið eigi að
halda mannréttindi í heiðri og taka þátt í
kostnaðinum.
En ýmsum þykir, sem skilyrðislaust ætti
að greina á milli nauðsynlegra aðgerða af
læknisfræðilegum orsökum annars vegar og
hins vegar hreinna fegrunaraðgerða. Sú er
líka raunin á Norðurlöndunum, til dæmis í
Svíþjóð og Noregi, að hlutdeild ríkisins í
greiðslum vegna tannréttinga er mjög mis-
munandi, og er þá læknisfræðilegt gildi að-
gerðanna eingöngu lagt til grundvallar. Get-
Það er eftirlit og
við viljum eftirlit
„Við viljum heilbrigt og gott eftirlit og
það á að vera tryggt samkvæmt samningi
Tryggingastofnunar ríkisins og Tann-
læknafélags íslands", sagði sérfræðingur í
tannréttingum í samtali við Þjóðlíf.
Sérfræðingurinn kvað eftirlit vera
tryggt í 5. og 6. grein samningsins, sem
gerður var 1987 milli Tryggingastofnunar
ríkisins fyrir hönd sjúkrasamlaga og
Tannlæknafélgs íslands. í 5. grein samn-
ingsins er kveðið á um að að Trygginga-
stofnun sé heimilt að krefja tannlækni um
afrit af sjúkraskrám, sem og öðrum
sjúkragögnum og að hann geri grein fyrir
gjaldtöku sinni og notkun gjaldsrkárinn-
ar. I 6. grein er kveðið á um það verkefni
samstarfsnefndarinnar að fylgjast með
beitingu gjaldskrárinnar og leysa deilu-
mál sem upp kunna að koma vegna fram-
kvæmdar hennar. „Þannig er opinbert
eftirlit tryggt og við tannlæknar viljum
slíkt eftirlit", sagði sérfræðingurinn.
53