Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 5
Kvikmyndir Grái fiðringurinn og stóri hrollurinn. Marteinn St. Þórsson skrifar um erótik í kvikmyndum á dögum alnæmis ....... 47 Golda Meir. Um nýútkomna bók um ísraelska stjórnmálaskörunginn Goldu Meir........................ 50 Angist mjúks manns., dr. Árni Sigurjónsson skrifar um bók Guðmundar Andra Thorssonar.................. 50 Hef öðlast meiri trú á lífið. Spjallað við Guðbjörgu Guðmundsdóttur ......... 52 HEILBRIGÐISMÁL Einsemdin er eitt stærsta vandamálið hjá gömlu fólki. Viðtal við Skúla G. Johnsen borgarlækni....................... 53 Eiturlyfjasjúklingar fá ókeypis sprautur .. 55 Náttúra .......................... 56 VIÐSKIPTI Atvinnutryggingasjóður. „Faglegur sjóður hefur orðið fyrir ófaglegri gagnrýni", segir Jóhann Antonsson viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Atvinnutryggingasjóði . 57 Einsdæmi í samskiptasögu aðila vinnumarkaðar. Skúli Thoroddsen lögfræðingur skrifar um málshöfðun Flugleiða á hendur Verslunar- mannafélagi Suðurnesja ........... 59 Smáfréttir ....................... 60 UMHVERFI Skoðar fugla á Suðurskautslandinu. Ingólfur V. Gíslason ræðir við Guðmund Guðmundsson líffræðing í sem er á leið í heimskautaleiðangur á Suðurskautið .. 61 Osonlagið í hættu................. 65 UPPELDI Barnaheimili eru menntasetur. Nauðsyn á þjóðarátaki í dagvistarmálum. Kristín Á. Olafsdóttir borgarfulltrúi skrifar um dagvistarmál ....................... 67 BILAR Gaddavírinn í Rússajeppa Hannibals Valdimarssonar. Ingibergur Elíasson segir frá sérstæðum kveikjuþræði og bílaviðgerðum leikmanna........... 75 YMISLEGT Krossgáta Barnalíf .. 78 72 Leiðari Viljum ekki bananalýðveldi Eftir að Ríkisendurskoðun varð sjálfstæð stofnun undir stjórn Alþingis hafa ýmsar athugasemdir hennar valdið óróa og umræðu. Ekki er vafamál að þaö var heillaspor að auka sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Opinber rekstur og framkvæmdir á vegum opinberra aðila geta veriö býsna þunglamalegar. Áður hefur verið bent á það í Þjóðlífi, að upplýsingar um efnahagslífið berast seint og illa til stofnana, þannig að ákvarðanir í efnahagsmálum byggjast oft ekki á nýjum og raunhæfum upplýsingum. Svipað er farið um framkvæmdir. Hvað eftir annað kemur í Ijós, að framkvæmdir á vegum hins opinbera fara fram úr öllum áætlunum og hafa reynst óhagkvæmar. í umfjöllun Þjóðlífs um Rikisendurskoðun og athugasemdir hennar kemur í Ijós að milljarðar króna fara í súginn vegna ónógs eftirlits, óhagkvæmni, óráösíu og vanskipulagningar. Sá grunur læðist að manni að þetta þjóðfélag leggi út í of mörg stórverkefni í einu, þannig að það eitt leiði til eyðslu og óhagkvæmni. Sú þjóð sem hýsir Þjóðarbókhlöðu, Þjóðleikhús, Þjóðskalasafn og Þjóðminjasafn í hálfköruðum eða skemmdum byggingum hefur á sama tíma veriö að byggja flugstöð og listasafn. Og ekki bætir úr skák að bygging flugstöövar fór 870 milljónir króna fram úr áætlun og Listasafnið einnig nokkur hundruð milljónir króna yfir áætlaðan kostnað. Alls konar óreiða hefur viðgengist átölulítið; það er farið yfir áætlanir í rekstri stofnana og við byggingum þeirra; Póstur og sími, Þjóðleikhúsið, Flugstöðin, Listasafnið. Að auki erum við með óhagkvæmar byggingar í smiðum í áraraðir eins og Sjúkrahúsið á ísafirði. í samræmi við þetta er bókhaldsumgengni hins opinbera. I Þjóðlífi kemur fram f viðtali við formann fjárveitinganefndar alþingis að veriö var að afgreiða ríkisreikning fyrir árið 1979, en slíkur seinagangur nær auðvitað ekki nokkurri átt. En þaö er ekki einasta aö Ríkisendurskoðun hafi bent á óreiðu og sukk við opinberar byggingar, framkvæmdir og rekstur, heldur hefur einnig verið vakin athygli á óeðlilegum feluleik í launamál- um. Ríkisendurskoðun upplýsir að nokkrir starfshópar eins og verkfræðingar og tæknifræðingar fá greidda „lestíma" í laun. Og vakin er athygli á að læknar sem eru í fullu starfi hjá ríkinu séu stundum í hlutastörfum annars staðar. Nefnd eru dæmi um launagreiðslur á allt að 1600 yfir- vinnustundum á ári fyrir einstakling. Og þannig mætti lengi telja. Oftar en ekki er erfitt að sjá að nokkur sé látinn sæta ábyrgð fyrir mistök sem verða við framkvæmdir eða rekstur á vegum ríkisins. Auðvitað eru ábendingar til Iftils ef ekkert breytist í framhaldi af alvarlegum athugasemdum og afhjúpunum eins og átt hafa sér staö að undanförnu. Með sjálfstæði Ríkisendurskoðunar hefur spor verið stigið í rétta átt, en betur má ef duga skal. Það er greinilega áhugi á heilbrigðari stjórnun og rekstri á vegum hins opinbera. „( grundvallaratriðum tel ég að eitt af því sem þurfi að bætast við íslenska stjórnkerfið, sé opin athugun á meiriháttar opinberum verkumog starfsemi. Þaðerí raunog veru aðeins á þann háttsem hægt erað tryggja það siðferðisiega, lýðræðislega og lagalega aðhald sem hór þarf að vera“, segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Alþingi hefur löngum verið furðu sinnulítið um eftirlit og aðhald við framkvæmdavaldið, sem starfar í umboði þess. Margoft hafa verið reifaðar hugmyndir um rannsóknarnefndir alþingis, en það hefur vikist undan því oftast nær að gera þær hugmyndir að veruleika. í framhaldi af athugasemdum veröur að grípa til markvissari aðgerða en hingað til hafa tíðkast. „Ef ekkert gerist þá er ísland ekkert annað en bananalýðveldi", segir Sighvatur Björgvinsson formaður fjárveiting- anefndar í Þjóðlífi. Við viljum ekki bananalýðveldi. Óskar Guðmundsson Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsútgáf- unnar: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson. Jóhann Antonsson, Pétur Reimars- son. Varamenn: Ámi Sigurjónsson, Brynjar Guðmundsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Blaðam.: Kristján Ari Arason. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Miinchen), Guðmundur Jónsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundí), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven),,Yngvi Kjartansson (Osló), Árni Snævarr (París). Innicndir fréttaritarar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörður), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Setn. og fl. María Sigurðardóttir. Ljósmyndir: Marisa Arason. Forsíða, hönnun: Erlingur Páll Ingvars- son. Ljósmynd á forsíðu: Guðmundur Ingólfsson. Auglýsingastjóri: Steinar Viktorsson. Auglýsingar: Hörður Pálmarsson. Skrifstofustjóri: Guðrún Björk Kristjánsdóttir. Áskriftarstjórnun m.m.: Þórir Gunnarsson. Tölvuumbrot, filmuvinna, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.