Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 44
MENNING Tröllin voru sminkuð og klædd í búninga í Reykjavík og síðan keyrð þannig á opnum vörubíl á tökustað. Sagt var að eitt sinn hafi drukkinn maður komið eftir veginum og rek- ið augun í tröllin á pallinum. Við það mun hafasnarrunniðafmanninum, — hannhefur haldið að hann væri kominn með hressilegt deleríum! Þegar Óskar Gíslason frumsýndi Síðasta bæinn í dalnum var Austurbæjarbíó nýtekið til starfa. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að biðröðin í miðasölunni náði út úr dyrum, meðfram húshliðinni, fyrir hornið og meðfram næsta vegg.“ Þú ferð aftur utan til náms í lok sjötta áratugarins? „Ég var tvo vetur í Vínarborg af því að mér fannst ég vera að lognast út af, langaði að komast í nýtt umhverfi og kynnast nýjum straumum. Þó að Tónlistarfélagið fengi ýmsa listamenn hingað til lands og marga ógleymanlega þá var það ekki nóg. Mér fannst mjög skemmtilegt að fara þótt það sé erfitt fyrir konu að slíta sig burt frá fjölskyldu en ég hafði afskaplega gott af þessu. Og Austurríkismenn eru auðvitað allt önnur þjóð en Þjóðverjar. Þeir eru eins og kampa- vín. Þjóðverjar eru agaðir en geta verið glað- ir og kátir fyrir því. Austurríkismenn eru líkari ítölum, keyra að minnsta kosti bíla á sama hátt, — eins og skrattinn sé í aftursæt- inu, en þessar tvær þjóðir þola samt ekki hvor aðra.“ Þjóðlög og þulur Þú varðst fyrst til að taka fyrir íslenskar þulur og hefur einnig fengist við þjóðlög. Hvenær vaknar áhugi þinn á þeini? „Ég man það nú ekki. Um tíma var stúlka hjá okkur sem kvað og kunni þulur. Ég sá um dagskrá fyrir börn og vann þá mikið upp úr Vísnabókinni. Ég fann að margt í þessu féll vel að því sem ég hafði lært. Þegar ég hef verið að leita að lögum hjá gömlum konum þá segja þær að þær syngi ekki lög heldur kveði aðeins í eins konar síbylju. í útsetning- um mínum hef ég reynt að halda einfaldleika þessara laga, forðast að gera nokkuð sem getur skert laglínuna eða tekið frá henni. Sum þululaganna hafa kannski ekki nema þrjá tóna eins og Upp í háa hamrinum, eða fjóra líkt og Táta, Táta. Ég hef ekki safnað þessu markvisst heldur hefur meira verið hringt í mig, til dæmis hafði ein föðursystir mín samband við mig og spurði hvort ég ætlaði að láta sig fara í gröfina með ákveðið lag! Ég hef tekið nokkuð upp úr íslenskum þjóðlögum sem Bjarni Þorsteinsson safnaði, einkum það sem hann hefur frá séra Sig- tryggi Guðlaugssyni á Núpi. Hann hefur geymt allt það sem er hreinræktað og hefur ekki orðið fyrir þýskum eða norrænum áhrif- um. Fyrr á öldum bannaði lútherska kirkjan vikivaka hér á landi, þessa gömlu þjóðdansa og kvæðin sem voru sungin með þeim. Þann- ig hvarf gleðin úr tónlistinni. Arngrímur málari kom að utan á síðari hluta 19. aldar og lék fyrir fólk norræn og þýsk lög fyrir norð- an. Fólk tók þessu fegins hendi og lærði lög- in. Þarna var mikið fjör. Um leið fórnaði það íslenskum lögum. Mig minnir að það hafi verið sumarið 1935 að ég heyrði á Siglufirði tvo fulla kalla fara með stemmur sem end- uðu á sérkennilegu flúri í lokin sem ekki er hægt að skrifa út þar sem það munar kannski bara kvarttóni. Um leið vissi ég að þetta var íslenskt. Grýlukvœði er dæmi um rammíslenskt þululag, — það hefur endurtekninguna. Skyndilega er hætt í miðri setningu og byrjað aftur á henni og þá lokið við hana.“ Jórunn raular fyrir mig: „Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð / hún er sig svo ófríð og illileg / hún er sig svo ófríð og illileg með.“ „Sum „þjóðlaganna" í safni Bjarna Þor- steinssonar eru ekkert annað en norræn eða þýsk lög sem hafa borist til landsins. Þau geta ekki verið íslensk af því að það er ekkert íslenskt við þau. Ég hef líka samið lög við gamlar þulur eins og Það á að gefa börmtm brauð. Popparar hafa gert dálítið af því að flytja þulur þannig að þetta starf mitt hefur haft einhver áhrif. En þeir bæta bumbuslætti inn í þær. Hann á að koma að innan, — það þarf ekkert að lemja.“ Hjálmar H. Ragnarsson sagði í afmælis- grein um þig í desembcr síðastliðnum að þú sért umfram allt „tónskáid hinnar syngjandi mclódíu, hvort sem henni er ætlað að hljóma úr mannsbarka eða að vera leikin á hljóð- færi.“ Jórunn er ekki alveg sammála þessu. Um sönglögin sín segir hún: „Þau byrja mjög smátt en hlaða svo utan á sig, eins og melód- ían fái ekki merkingu fyrr en eftir drjúga stund. Tökum bara Júnímorgun sem er við ljóð eftir Tómas Guðmundsson." Hún stend- ur upp og gengur að flyglinum og byrjar að spila og syngur með. Regndropar falla á píanóinu og þar fylgir tónlistin ljóðinu. Ljóð- inu lýkur síðan á: „Ó, engan ég þekki sem gæti gert þetta betur / en Guð að búa til svona fallega jörð.“ „Undirstraumurinn vex og breikkar og verður að mjög hljómmikilli laglínu sem endar svo í undirspilinu eins og sálmur. Annars er erfitt að skilgreina eigin verk, maður er ekki alltaf að velta þessu fyrir sér.“ Eftir dálitla umhugsun bætir hún við: „Það er frekar að sterk hrynjandi einkenni verk mín.“ Þú ert svolítið á annarri línu en Jón Leifs í úrvinnslu þinni á þjóðlögum. Hann hafnar hefðbundinni hljómfræði og semur mikið af stórum og miklum verkum. „Jón Leifs vinnur markvisst að því að þurrka út alla aukatóna úr þjóðlögunum. Hann hefur gert mjög fín tónverk og mörg þeirra liggja algjörlega ósnert, hafa aldrei verið flutt. Hann sagðist sjálfur ekki verða vinsæll fyrr en árið 2000. Mér finnst þeir fáu sem flytja hann ekki skilja hann; þeir skynja ekki þessar andstæður. Áhersla á að vera áhersla, eins og að höggva grjót, ekkert má draga úr. En hann gat líka gert óskaplega mjúk verk eins og Requiem um látna dóttur sína sem er guðdómlegt, Vorhvöt við ljóð Kambans og Máninn líður við Ijóð Jóhanns Jónssonar. Þar nær hann hrikalegum áhrif- um. Það þarf stóra hljómsveit til að flytja verk Jóns. Slíkt var ekki á færi íslendinga og er kannski ekki enn. Auk þess notar Jón ýmis hljóðfæri sem ekki voru til hér á landi þannig að þau þurfti að flytja inn og flytjendur með. Þeir sem helst hafa náð að túlka verk hans af einhverju innsæi eru hljómsveitarstjórarnir Jussi Jalas og Olaf Kielland." „Það er dans í öllu sem ég hef gert“ Þegar ég spyr Jórunni hverjir séu helstu áhrifavaldar hennar í tónlist er fátt um ein- hlít svör. Hún segist vera mjög hrifin af ung- versku tónskáldunum Bela Bartók og Zoltan Kodaly, einnig Gustav Mahler og enska tón- skáldinu Benjamín Britten: „Allt sem Britt- en gerir finnst mér vera satt og rétt, sérstak- lega í trúarlegum verkum." Hún segir einnig að Stravinskí sé sér hugstæður: „Hann er rosalegur í ballettunum, — eins og í Petr- úsku. Hann hefur svo margar stefnur. Hann semur allt öðruvísi í París en í Bandaríkjun- um. Þegar hann flyst vestur um haf fer að gæta djass-áhrifa hjá honum. Ég er líka hrifin af djassi og það er dans í öllu sem ég hef gert.“ Það útskýrir kannski að einhverju leyti danstilfinninguna í verkum Jórunnar að hún var á unga aldri í ballettnámi hjá Ástu Norðmann móðursystur sinni sem rak bal- lettskóla í Reykjavík. Hún náði meira að segja svo langt að vera boðið að ganga í ballettskóla Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn. „Af því varð hins vegar ekki því að mamma tók það ekki í mál.“ Af þessu má ljóst vera að Jórunn Viðar verður ekki auðveldlega flokkuð undir ein- hverja eina stefnu í tónlist. Jón Þórarinsson hefur sagt að stíll hennar sé sérkennilegur, frísklegur og oft mjög blæbrigðaríkur. Hún heldur því sjálf fram að hún verði ekki sett á bás með neinum sérstökum hópi tónskálda: „Og ekki kalla mig kventónskáld, — ég tala aldrei um karltónskáld.“ Jórunn starfar enn af fullum krafti í tón- listinni. Hún kennir í Söngskólanum en að auki eru tónleikar framundan með einsöngv- urum. Ekki er hún heldur hætt að semja: „Gyðjan heimsótti mig í dag“ segir hún við mig. — „ef þetta kallar ekki á lag!“ og sýnir mér ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Svo tekur náttúrlega tíma að sinna tíu barna- börnum. En þá hjálparað hún kemst fljótt og vel yfir, — tók bílpróf fyrir tveimur árum og keypti sér bifreið. Pétur Már Ólafsson 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.