Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 47
MENNING í lítilli íbúð í Prag bjó ástkona Tómasar. Erótík í kvikmyndum. Bíðið við. Ég er ekki að tala um hinar forboðnu x-myndir, djúp- bláar klámmyndir, heldur erótík, lausa við óeðli, sora, o.s.frv. Myndir sem taka á kynlífi sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. I mörgum listgreinum hefur mannslíkam- inn verið dýrkaður, Grikkir til forna dýrk- uðu mannslíkamann ekkert síður en hið and- lega og lögðu stund á líkamsrækt samhliða menntun sálartetursins. Sambönd karls og konu hafa verið mörgum yrkisefni, ást, tryggð, losti, erótík. Við erum jú ekkert ann- að en dýr, dýr með okkar frumhvatir og ein af þeim er kynhvötin sem margir hafa viljað bæla, eins og t.d. púrítanarnir í Bretlandi, sem hreinlega hötuðu mannslíkamann. Það hefur alltaf verið mikið pukur í kring- um kynlíf og kvnhegðan mannskepnunnar, sem hefur gert það að verkum að alls kyns óeðli hefur sprottið upp í kringum það, t.d. hefur klámmyndaiðnaðurinn þrifist á löngun mannsins til að upplifa,, fantasíur'1 sínar, óséður, án þess að þurfa að skammast sín fyrir að vera „séður“. Vændi þrífst vel og lifir góðu lífi í skugga eiturlyfjaneyslu og annarr- ar glæpastarfsemi, en í vændið sækja einkum karlmenn sem vilja „tilbreytingu“ frá hjóna- bandi eða viðskiptafélagar á ferðalagi. Það eru alltaf þessar öfgar til staðar, en milliveg- urinn, hvað með hann? Eins og margar listgreinar hefur kvik- myndin ekki farið varhluta af skoðunum og skoðanasveiflum á þessu máli. Eitt fyrsta áfallið fyrir siðprúða menn var þegar Jane Russell sýndi á sér afturendann (hún var í buxum) í Útlaganum (1943). Voru nokkur skot úr myndinni klippt út af kvikmyndaeft- irlitinu vestra, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, eða hvað? Við höfum séð margar ástarsenurnar á hvíta tjaldinu, allt frá klassískum senum sprottnum upp úr heimsbókmenntunum, t.d. Rómeó og Júlía til nútímauppasam- bands þeirra Elísabetar og Johns í Níu og hálfri viku (9 1/2 Weeks). Sumum finnst „toppurinn“ á erótískri kvikmyndagerð vera meistarastykki Bernardo Bertolucci Síðasti tangó í París (Last Tango in Paris), þar sem Marlon Brando og Maria Schneider gerðu, held ég, allt sem elskendum gæti dottið í hug. En mynd getur verið erótísk þótt fólk sé ekki beint að „gera það“ á fullu fyrir framan myndavélina, mikið af myndum frá 5., 6. og 7. áratugnum innihalda heilmikla erótík. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.