Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 47
MENNING
í lítilli íbúð í Prag bjó ástkona Tómasar.
Erótík í kvikmyndum. Bíðið við. Ég er ekki
að tala um hinar forboðnu x-myndir, djúp-
bláar klámmyndir, heldur erótík, lausa við
óeðli, sora, o.s.frv. Myndir sem taka á kynlífi
sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut.
I mörgum listgreinum hefur mannslíkam-
inn verið dýrkaður, Grikkir til forna dýrk-
uðu mannslíkamann ekkert síður en hið and-
lega og lögðu stund á líkamsrækt samhliða
menntun sálartetursins. Sambönd karls og
konu hafa verið mörgum yrkisefni, ást,
tryggð, losti, erótík. Við erum jú ekkert ann-
að en dýr, dýr með okkar frumhvatir og ein
af þeim er kynhvötin sem margir hafa viljað
bæla, eins og t.d. púrítanarnir í Bretlandi,
sem hreinlega hötuðu mannslíkamann.
Það hefur alltaf verið mikið pukur í kring-
um kynlíf og kvnhegðan mannskepnunnar,
sem hefur gert það að verkum að alls kyns
óeðli hefur sprottið upp í kringum það, t.d.
hefur klámmyndaiðnaðurinn þrifist á löngun
mannsins til að upplifa,, fantasíur'1 sínar,
óséður, án þess að þurfa að skammast sín
fyrir að vera „séður“. Vændi þrífst vel og lifir
góðu lífi í skugga eiturlyfjaneyslu og annarr-
ar glæpastarfsemi, en í vændið sækja einkum
karlmenn sem vilja „tilbreytingu“ frá hjóna-
bandi eða viðskiptafélagar á ferðalagi. Það
eru alltaf þessar öfgar til staðar, en milliveg-
urinn, hvað með hann?
Eins og margar listgreinar hefur kvik-
myndin ekki farið varhluta af skoðunum og
skoðanasveiflum á þessu máli. Eitt fyrsta
áfallið fyrir siðprúða menn var þegar Jane
Russell sýndi á sér afturendann (hún var í
buxum) í Útlaganum (1943). Voru nokkur
skot úr myndinni klippt út af kvikmyndaeft-
irlitinu vestra, síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar, eða hvað?
Við höfum séð margar ástarsenurnar á
hvíta tjaldinu, allt frá klassískum senum
sprottnum upp úr heimsbókmenntunum,
t.d. Rómeó og Júlía til nútímauppasam-
bands þeirra Elísabetar og Johns í Níu og
hálfri viku (9 1/2 Weeks). Sumum finnst
„toppurinn“ á erótískri kvikmyndagerð vera
meistarastykki Bernardo Bertolucci Síðasti
tangó í París (Last Tango in Paris), þar sem
Marlon Brando og Maria Schneider gerðu,
held ég, allt sem elskendum gæti dottið í hug.
En mynd getur verið erótísk þótt fólk sé ekki
beint að „gera það“ á fullu fyrir framan
myndavélina, mikið af myndum frá 5., 6. og
7. áratugnum innihalda heilmikla erótík.
47