Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 14
INNLENT ákveðnum vaxtafrádrætti. Pessi frádrátturer ákveðið hlutfall af þeim vöxtum sem við- komandi hefur greitt vegna lána sem tekin eru til öflunar á eigin húsnæði. Fólk þarf ekki að sækja sérstaklega um þennan vaxtafrá- drátt heldur er þar til gerður reitur í skatt- framtölum þar sem fólk færir vaxtakostnað- inn inn. Síðan munu skattstjóri og hans menn að meta það hvort umræddir vextir séu í raun vegna húsnæðiskaupa eða hvort þurfi að krefjast frekari gagna af framteljanda. Parna geta menn sem sagt fengið vaxtaafslátt sem að kemur reyndar ekki beint til útborg- unar heldur reiknast hann til lækkunar á álagningu. Hugsanlega á viðkomandi inni hjá skattinum ofgreiddan staðgreiðsluskatt, sem hann fengi þá endurgreiddan. Barnabætur ársfjórðungslega — Fyrsta greiðsla á barnabótum kemur nú í byrjun febrúar og síðan á þriggja mán- uða fresti. Þær greiðast eftir því hve mörg börn eru á framfærslu viðkomandi framtelj- anda, aldri þeirra og hjúskaparstöðu for- eldra. Þær eru greiddar óháð tekjum. Grunntalan fyrir hvert barn er 21.568 krónur á ári hjá hjónum. Síðan hækkar upphæðin um helming ef barn er yngra en 7 ára. Einnig hækkar upphæðin ef um einstætt foreldri er að ræða og er lægsta ársgreiðslan sem ein- stætt foreldri fær 64.705 kr. Hjón með 2 börn undir sjó ára aldri fá 24.264 kr. ársfjórðungs- lega, eða 12.132 á hvort foreldri. Barnabótaauki fylgir bótum — Barnabótaaukinn er greiddur um leið og barnabætur en er tekju— og eignatengd- ur. Á fyrri hluta ársins, fram að álagningunni í júlí, mun fólk fá samtlas greitt 60% af þeim barnabótauka sem það fékk greitt á árinu 1988. Reyndar verða ógreidd þinggjöld dreg- in frá áður. Við álagninguna verður barna- bótaaukinn leiðréttur á grundvelli tekna og eigna viðkomandi foreldris. Grunnupphæð- in í barnabótaaukanum er 51.224 kr. með hverju barni yfir árið, en það skerðist síðan með hækkandi tekjum. Hjá einstæðu for- eldri byrjar barnabótaaukinn að skerðast við árstekjur upp á 550.000 kr. Á fólk von á meiri glaðning frá skattstof- unni á árinu? — Auk þessa glaðninga frá skattstofunni er náttúrulega hugsanlegt að fólk fái ein- hverja endurgreiðslu á oftekinni stað- greiðslu. Þetta er hins vegar allt saman mjög flókið mál, því á ofgreidda skatta reiknast verðbætur. Við skulum bara vona að þetta gangi allt saman upp hjá okkur og að við getum greitt þetta í byrjun ágúst, þó svo að ég sé engan veginn bjartsýnn á að það gangi vel, sagði skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson að lokum í samtali við Þjóðlíf. Kristján Ari Áttu vannýttan persónufrádrátt? Kemur til greiðslu í byrjun ágúst Við álagningu opinberra gjalda í júlí næst komandi munu allir skattgreiðendur njóta fulls persónufrádráttar. Eftir að álagningu opinberra gjalda líkur í júlí næstkomandi mun umtalsverður fjöldi fólks sem ekki hefur nýtt sér að fullu per- sónufrádrátt sinn á árinu 1988 fá endur- greiðslu á ofgoldnum staðgreiðsluskatti. Persónufrádráttur heimavinnandi maka mun einnig nýtast við álagninguna. Endur- greiðslan mun líkast til eiga sér stað í byrjun ágúst með verðbótum. Að sögn Ester Sigurðardóttur upplýsinga- fulltrúa Ríkisskattstjóra munu þó ekki allir sem eiga inni vannýttan persónuafslátt fá slíkan glaðning frá skattinum, því margir skulda líka skattinum. Þjóðlíf tók Ester tali og forvitnaðist um hvernig að endurgreiðslu oftekins stað- greiðsluskatts væri háttað. — Við höfum rekist á það í gegnum skrif- borðsvinnuna hjá okkur að nokkur hópur, þó lítill sé, hefur borgað of lítinn skatt og það fólk kemur að sjálfsögðu ekki til með að fá endurgreitt. Það er hinsvegar nokkur hópur fólks, sem af ýmsum ástæðum hefur borgað fullan skatt án þess að nýta sér persónufrá- drátt, eins og t.d. farandverkafólk. íslcnskir mannvinir úr Flokki Mannsins fjöl- menntu til Flórens á Ítalíu í byrjun janúar og stofnuðu ásamt fulltrúum 46 landa alþjóða- samtök mannvina („húmanista"). Alls fóru 76 íslenskir mannvinir á stofnfundinn sem setinn var af 9.431 einstaklingum. í skýrslu undirbúningsnefndar að stofnun samtakanna segir af upprisu mannvina- flokka víðs vegar um heim; „Tilkoma þess- ara flokka var með nokkuð öðrurn hætti en yfirleitt gerist með stofnun nýrra flokka. Þeir spruttu ekki upp úr verkalýðssamtökum eða samtökum stúdenta. Þeir voru ekki heldur klofningar úr öðrum pólitískum flokkum eða mynduðust í kringum leiðtoga sem að komu úr öðrum pólitískum samtökum. Upphaf þessara flokka má miklu frekar rekja til menningarlegra stofnana sem höfðu aðal- Að sögn Ester er nokkuð um það að maki nýti sér persónufrádrátt hins aðilans að hluta eða öllu leyti. Hinsvegar nýtist persónuaf- sláttur makans viðkomandi ekki nema að 80% leyti í staðgreiðsukerfinu. „Við álagn- inguna í júlí mun þetta hins vegar verða leið- rétt og persónufrádrátturinn nýtast til fulls.“ Að sögn Ester mun álagningin fara fram á grundvelli þeirra skattframtala sem fólk skil- ar inn nú í byrjun febrúar. Laun hvers og eins skattframteljanda á árinu 1988 verða reiknuð saman og á þau lögð 35% skattur. Hver og einn er látinn njóta fulls persónuafsláttar og er hann dreginn frá þessum skatti. Ef við- komandi hefur greitt meiri skatt heldur en sem persónuafslættinum nemur, þá er það skattur sem að viðkomandi á að greiða. Hafi viðkomandi hins vegar greitt minni skatt heldur en persónuafslættinum nemur, þá fær maki að nýta þann hluta persónuafsláttarins sem eftir er. Eigi annaðhvort hjóna eftir ónýttan persónuafslátt þá munu þau fá end- urgreidda skatta að jafnhárri upphæð og ón- ýtta persónuafsláttinum nemur. Þannig nýt- ist persónuafslátturinn jafnt einstaklingum sem hjónum 100% við álagningu. Aðspurð sagði Ester að þó svo að launþeg- ar fengju ekki að nýta nema 80% af persónu- frádrætti í staðgreiðslukerfinu, þá yrði slíkt leiðrétt við álagninguna. „Ef fólk er skuld- laust við það opinbera þá er þetta greitt út með verðbótum, samkvæmt lánskjaravísi- tölu, frá 1. júlí 1988 til 1. júlí 1989. Þetta á því að vera að fullu verðbætt", sagði Ester Sig- urðardóttir að lokum. Kristján Ari. lega áhuga á því að rannsaka þróun manns- ins og félagslegt ferli hans.“ Alfonso Argiolas, leiðtogi mannvina á ítal- íu, var kjörinn forseti Samtakanna, en Pétur Guðjónsson, leiðtogi Flokks mannsins á ís- landi, var kjörinn einn nokkurra varafor- seta. Samkvæmt heimildum Þjóðlífs hefur á ýmsu gengið hjá Flokki mannsins á íslandi að undanförnu og nokkur ágreiningur risið upp. Engu að síður virðst Flokkur mannsins hafa vakið mikla athygli á stofnfundi al- þjóðasamtakanna í Flórens. Einn varafor- seta Samtakanna, Lana Rodrigues frá Chile, hyggst feta í fótspor Sigrúnar Þorsteinsdótt- ur, og bjóða sig fram til forseta þar í landi síðar á þessu ári. KAA/— „Mannvinaflokkar" allra landa sameinast 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.