Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 41
MENNING undir einni slíkri og spurði hvort ég mætti koma í tíma. Kennari minn sagði að það væri velkomið, — við skyldum ekkert vera að hlusta á þessa þvælu. Ég er hissa á því hvað hann var djarfur því að þetta var ríkisskóli. í skólanum var mikið af skyldunámsgrein- um, — til dæmis kórsöngur. Við vorum skyldug til að syngja í öllum verkum sem flutt voru í skólanum. Þar kynntist ég mörgum kórverkum. Svo fengum við líka að syngja í Ríkisóperunni. Það vantaði fólk í Friedens- tag eftir Richard Strauss en það var síðasta ópera hans. Hún var flutt árið 1939 í tilefni af 75 ára afmæli hans. Síðan hef ég verið að stríða íslenskum söngvurum á því að ég sé eini íslendingurinn sem hefur sungið í Ríkis- óperunni í Berlín. Þó getur verið að Pétur Jónsson hafi fengið að syngja þar. Ég lærði mikla tónfræði þarna og kontra- punkt. Eftir því sem lengra er komið í þeim fræðum fer ekki hjá því að lög verði til. Þetta voru þó ekki fyrstu tónsmíðar mínar. Ég hafði á unglingsárum samið píanóverk um mús sem drukknaði í hafinu af því að hún var ekki synd. Það er vandalaust að semja öldu- rót á píanó og bæta inn í við og við pípi í mús. Berlín full af tónlist í Berlín blómstraði tónlistarlíf. Allir spil- Mæðgurnar. Drífa Viðar, Katrín Viðar og Jórunn Viðar. uðu og sungu, almenningur þekkti hvers kyns tónlist. Þessi þjóð er svo tónelsk. Þeir sem kunnu eitthvað að spila voru um leið komnir í einhverja hópa: tríó, kvartetta eða kammerhljómsveitir til að spila í heimahús- um. Um þessar mundir bjó Jón Leifs í Berlín. Hann þekkti til fjölskyldu minnar frá fyrri tíð. Þeir Páll ísólfsson stunduðu nám í Þýskalandi um sama leyti en Kristín kona Páls var móðursystir mín þannig að með fjöl- skyldu minni og Jóni tókst kunningsskapur. Við Jón hittumst minnir mig á íslendinga- samkomu í Berlín af tilviljun, því að ég vissi ekkert hvar hann bjó í borginni hvað þá meira. Hann var afskaplega elskulegur við mig. Ég gerði mér enga grein fyrir heimilisað- stæðum Jóns á þeim tíma, enda þekktumst við ekki það náið, til dæmis þéruðumst við alltaf. Ég hafði ekki hugmynd um að tengda- foreldrar hans hefðu verið teknir af lífi í Tékkóslóvakíu. Konan hans var íslenskur ríkisborgari og slapp því við sömu meðferð þótt hún væri gyðingur en gat sig þó hvergi hrært í Berlín. Hún sat í hálfgerðu stofufang- elsi, lokaði sig bara inni og beið þess sem verða vildi. Enginn gerði neitt í því, enda var ekkert hægt að gera. í sama húsi og ég bjó ungur maður. Hann var sóttur einn daginn, móðir hans vissi ekki hvar hann lenti eða hver örlög hans urðu. Það eina sem hún gat var að gráta. Jón fékk oft boðsmiða á tónleika og þá alltaf fyrir tvo. Honum fannst leiðinlegt að fara einn þannig að það þótti upplagt að bjóða stelpunni með. Við sóttum því mikið af tónleikum saman. Ég heyrði meðal annars Edwin Fischer leika en hann er einhver besti píanóleikari sem uppi hefur verið. Flutning- ur hans var ekki af þessum heimi...“ Þú hefur ekki orðið vör við höft á tón- listarflutningi á þessum árum í Þýskalandi? Sagt er að nasistar hafi bannað “nútímaleg“ verk Paul Hindemiths þegar þeir komust til valda árið 1933 og hann hraktist úr starfí í Tónlistarháskólanum í Berlín ári síðar. Jón Leifs var meira að segja bannaður 1937. „Nei, ég man ekki betur en ég hafi heyrt Mathis der Maler eftir Hindemith fluttan og þegar fullveldi íslands var tvítugt 1. desem- ber 1938 heyrði ég Alþingiskantötu Jóns Leifs í þýska útvarpinu. Hins vegar hafa nas- istarnir örugglega bannað verk sem þeim hafa þótt „úrkynjuð.“ Og tónlistarmenn flytjast úr landi á þessum árum.“ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.