Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 18

Þjóðlíf - 01.02.1989, Síða 18
INNLENT Kjarnorkuslys mesta ógnunin Viðtal við Sigurð M. Magnússon, forstöðumann Geislavarna Ríkisins. „Eftir k jarnorkuslysið í Chernobyl hafa ýmis lönd sett ákveðin viðniiðunarmörk varðandi leyfdega geislavirkni í matvælum, og þessi viðmiðunarmörk gilda m.a. um fiskafurðir Islendinga. Við gefum út ákveðin vottorð fyrir fiskútflytjendur varðandi geislavirkni í íslenskum fiski“, sagði Sigurður M. Magnús- son, forstöðumaður Geislavarna ríkisins, í samtali við Þjóðlíf, þegar borið var undir hann hvort fiskurinn við strendur Islands væri geislavirkur. Hvers eðlis eru þau vottorð sem þið gefið út varðandi geislavirkni í íslenskum sjávaraf- uröum? — Vottorðin okkar eru almenn eðlis og þar lýsum við því yfir að geislavirknin í þess- um fiskafurðum sem fluttar eru út séu undir viðmiðunarmörkum viðkomandi ríkja. Þessi vottorð byggjast á mælingum sem við höfum gert sjálfir eða látið gera fyrir okkur. Geis- lavirknin í þessum afurðum er hinsvegar langt undir þessum mörkum. — Flest lönd hafa viðmiðunarmörk Evrópubandalagsins, sem eru 600 Bequrel (Bq) per kíló, að leiðarljósi varðandi leyfi- lega geislavirkni í matvælum. Það má hins- vegar ekki skilja þessi mörk á þann veg að það sem er fyrir neðan þau sé hættulaust og öfugt. Hér er eingöngu um viðmiðunarmörk að ræða, sem eining náðist um innan banda- lagsins. Að mínu mati eru 600 Bq mörkin enginn endanlegur dómur um það hvort við- komandi vara sé neysluhæf eða ekki. Fiskurinn nær ómengaður — Mælingar á fiski sem berst á land benda til þess að í sjávarafurðunum okkar sé geislavirknin á bilinu 1—3 Bq per kíló. Pessi geislamengun á fyrst og fremst rætur að rekja til þess þegar verið var að sprengja kjarn- orkusprengjur í andrúmsloftinu, og telst í dag vera eðlileg bakgrunnsgeislun, en hana má einnig rekja að hluta til þeirrar mengunar sem stafar frá kjarnorkuendurvinnslustöð- inni í Sellafield á Englandi. — Hjá Geislavörnum ríkisins er nú verið að koma upp aðstöðu til mun nákvæmari mælinga á geislavirkni en verið hefur. Þá munum við fá matvælin send til okkar, þ.m.t. fiskafurðirnar, til mælinga. Mælingar af þesu tagi byggjast á því að sýnin eru þveg- in, þurkuð og öskuð og síðan er geislavirknin í öskunni mæld. — Varðandi geislavirkni í matvælum er það fyrst og fremst sjálft geislaálagið sem fólk verður fyrir sem skiptir máli. Ef við neytum einhvers magns af fæðu sem í er eitthvað af geislavirkum efnum þá veldur það ákveðnu geislaálagi. Þannig eykst geislaálag eftir því sem meira er neytt slíkri fæðu. Hvað vatðar hins vegar þá geislavirkni sem kann að finnast í einstakri fæðutegund, það er ekki eins alvarlegur hlutur, svo fremi að slíkt sé innan hóflegra marka. Golfstraumurinn órannsakaður Er fylgst reglulega með hugsanlcgri geisla- mengun í hafínu umhverfis ísland? — Það hafa verið tekin hafsýni úr sjónum umhverfis landið, sérstaklega fyrir norðan. Það er mjög stórt verkefni í gangi sem að heitir „Greenland sea project“ og einn liður- inn í því er að taka sýni úr hafinu norður af Islandi. I þessari rannsókn er fyrst og fremst verið að kanna þá geislamengun sem kemur frá Sellafield á Englandi. Sú mengun sem hefur mælst þaðan er á bilinu 5 til 8 Bq per rúmmetra af sjó. — Rannsóknir á hugsanlegri geislameng- un í Golfstraumnum munu fara í gang þegar við höfum fengið betri rannsóknaraðstöðu. Það er verið að leggja drög að samstarfsverk- efni milli Geislavarna ríkisins, Siglingamála- stofnunar, Hafrannsóknastofnunar og fleiri stofnana varðandi rannsóknir á mengun hafsins. — Eg tel að á þeim stöðum þarsem unnið er með kjarnorku eða endurvinnslu á kjarn- orkuúrgangi, sé yfirleitt mjög gott eftirlit með menguninni sem vinnslunni fylgir. Ann- arsvegar fylgjast framleiðsluaðilarnir sjálfir með þessari mengun en einnig opinberir að- ilar. háskólar og sjálfstæðar rannsóknastofn- anir. Yfirleitt ber rannsóknaniðurstöðum þessara aðila vel saman. Að mínu mati þurf- um við ekki að óttast svo mjög mengun af þessu tagi því eftirlitið er það gott. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins. Samkvæmt lögum um geislavarnir frá 1985 hefur stofnunin það hlutverk að annast öryggisráðstaf- anir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum og annast rannsóknir á sviði geislavarna. Kjarnorkuslys ógnvaldur — Það gegnir hins vegar allt öðru máli um hugsanleg kjarnorkuslys. Og enn alvarlegri geta þessi slys reynst okkur ef upplýsingar berast ekki um slíkt. Við megum því ekki sofa á verðinum. Ég get nefnt sem dæmi að ef það ætti sér stað kjarnorkuslys á Kóla- skaga, þannig að mikið magn af geislavirk- um efnum bærist í hafið, þá er engan veginn sjálfgefið að Sovétmenn létu umheiminn vita af því. Meðal annars vegna þessarar hættu settu Norðmenn upp mælistöðvar í Norður- Noregi, og eftir því sem ég best veit, einnig á Jan Mayen og á Svalbarða. Telurðu brýnt að Geislavarnir ríkisins fái betri rannsóknaraðstöðu en nú er? — Já, ég tel að það sé mjög brýnt að rann- sóknaraðstaða okkar komist sem fyrst í gott 18

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.