Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 50
MENNING ANGIST MJÚKS MANNS Fáar frumsamdar íslcnskar skáldsögur komu út á síðasta ári, sé miðað við undanfar- in ár. Kvcnskáld áttu ekki eins ábcrandi merk verk og árin tvö á undan þegar út komu Tímaþjófurinn og Gunnlaðar saga, svo dæmi séu nefnd. Meðal skáldsagna ársins 1988 sem athygli vöktu voru fyrstu skáldsiigur tveggja ungra karlmanna, þeirra Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorsson- ar. Ólafur Jóhann hafði áður sent frá sér smásagnasafnið Níu lykla, sem vakti eftirtekt meðal annars fyrir vandað málfar. I skáld- sögu sinni, Markaðstorgi guðanna, fjallar Ólafur um mann sem starfar hjá fjölþjóða- fyrirtæki í Bandaríkjunum og kemst í vanda vegna njósna sem hann leiðist út í vegna ein- hvers konar lífsleiða. Sagan er lipurlega skrifuð og spcnnandi. En hér var annars ætlunin að segja lítið eitt frá sögunni Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorsson. Guðmundur Andri hefur lítillega fengist við þýðingar, en höfuðvett- vangur hans hefur til þessa verið bók- menntafræði og gagnrýni, og má geta þess að hann er ritstjóri Tímarits Máls og menning- ar. Hann skrifaði reyndar smásögu sem vann til verðlauna í samkeppni Listahátíðar fyrir tæpum þremur árum. En óhætt er þó að kalla nýju söguna frumraun. Með henni haslar Guðmundur Andri sér nýjan völl og má vænta mikils af honum ekki síður en af Ólafi Jóhanni yngra. / Eftir dr. Arna Sigurjónsson Skondin ástarsaga með stíl Mín káta angist er ástarsaga sögð í fyrstu persónu, stutt saga um íslenskunema í Há- skólanum sem kynnist sér dálítið eldri stúlku og eiga þau ástarævintýri saman — það er ævintýri eins og þau gerast best. En í sögulok skiljast leiðir. Bókin er að mörgu leyti óvenjuleg og má geta um nokkur atriði í því sambandi. í fyrsta lagi er hún skemmtileg og tónninn gamansamur. Grínið beinist meðal annars að bókmenntafræði og bókmenntakennslu við Háskólann, en einnig ýmsu öðru. í öðru lagi sést greinilega að höfundur hef- ur mjög gott vald á stíl. Hann getur brugðið sér í ýmissa kvikinda líki í stfl sínum, ef svo má segja. Oft nær Guðmundur góðu flugi: hér er setið á Hressó: „Þessi borg ... Það var vatnsbragð af pilsnernum og heimskulegt raus í blaðinu, fólkið þrammaði þessa gráu götu“ — og svo: „þessi borg með lamandi og fúla þögn sína, þessi smáborg, þetta útblásna þorp. morgnarnir þegar skyrgrá birtan kom eins og óhreinindi í svarbláan himin . . .“ (81-82). Þegar ástin blómstrar kveður svo við annan tón: „Þegar hún var sofnuð einhvern tímann um nóttina reis ég úr rúmi og gekk varlega um dimmgráa íbúðina til þess að skynja návist hennar í húsinu. Jafnvel bók- astaflarnir litu öðruvísi út þegar hún var í húsinu, jafnvel hraðsuðuketillinn í eldhúsinu virtist nýstárlegur“ (132). Þá er allt gott. í þriðja lagi tengist sagan umræðunni um hlutverk kynjanna með sérstökum hætti. Söguhetjan Egill hefur ýmsa eiginleika sem annars hafa kannski fremur verið ætlaðir konum í skáldskap hingað til, án þess þó að hægt sé að segja að hann sé ókarlmannlegur. Og langar mig nú að bollaleggja dálítið frek- ar um það. Er karldýrið kannski ekki Hið llla? Söguhetjan Egill er heltekinn af ást sinni, lifir algerlega í henni og fyrir hana. Því mætti jafnvel jafna til Tímaþjófsins Steinunnar, sem er líka ástarsaga, saga um manneskju sem verður altekin pörunarhvötinni (Ást- inni), því seiglífa frásagnarefni. Egill vafrar um uppfullur af konunni sem hann er ást- fanginn af. Hann er mjúkur maður, kannski maður nýs tíma. Það er aftur á móti konan í sögunni, Sigríður, sem er hinn sterkari. Hún er lífsreynd og hefur verið gift, kannski er hún klárari en Egill, hún er honum fremri í Pólitíska bókin: Golda Meir Miðað við þann fjölda bóka sem út koma á ári hverju, um og eftir stjórnmálamenn í heimin- um, má gegna furðu hversu fáar þeirra eru gefnar út á íslensku. I ljósi þess að við Islend- ingar teljum okkur oft vera bókaþjóð, með mikinn áhuga á stjórnmálum og sögu, gegnir enn frekar furðu hversu fáar slfkar bækur konia út hérlcndis. Það fór ekki mikið fyrir sjálfsævisögu Goldu Meir, sem kom út í ís- lenskri þýðingu fyrir áramót. Engu að síður fer vart milli mála, að Golda Meir var meðal merkari stjórnmálamanna á þessari öld og aukin heldur kona. Það hefði því mátt búast við að saga hennar yrði meðal umtalaðra sölu- bóka á nýafstaðinni jólabókavertíð. Björg Einarsdóttir afhendir hér Menachem Meir selióleikara, syni Goldu Meir, ís- lensku útgáfuna af sjálfsævisögu móður hans að viöstöddum þýðandanum, Bryndísi Víglundsdóttur. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.