Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 69

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 69
I UPPELDISMÁL Hvernig er hœgt að tryggja dagvistarheimilum gott og menntað starfsfólk? Með því að endurmeta störfin og sýna í verki að uppeldi barna varðar undirstöður samfélags okkar. Laun þeirra sem vinna uppeldisstörf verður að bœta til muna. einum samastað. Daglegur tætingur milli þriggja eða jafnvel fleiri staða getur varla verið hollur ungum sálum. Samt er það hlut- skipti fjölda forskólabarna í íslenska velferð- arsamfélaginu. Við eigum sameiginlega að tryggja börnunum öryggi með vist á barna- heimili þann tíma sem foreldrarnir eru ekki heima. Það á að fara eftir aðstæðum hverrar fjölskyldu hvort um er að ræða 4-5 tíma á leikskóla eða 8 tíma dagheimilisdvöl. Hlut- verk þessara dagvistarforma er það sama, að veita börnunum þroskavænlegt uppeldi, ör- yggi og menntun. Réttur til forskólauppeldis En barnaheimili eru ekki eingöngu sjálf- sögð nútímaþjónusta vegna útivinnu for- eldra. Pau ættu að vera réttur hvers barns til menntunar og uppeldis. Ég er þeirrar skoð- unar að æskilegt sé fyrir öll börn, a.m.k. frá tveggja ára aldri, að komast á barnaheimili, hvort sem foreldrar vinna úti eða ekki. Ekk- ert einkaheimili er sérstaklega útbúið með leiktækjum, föndurdóti, bókakosti eða öðru því sem sjálfsagt þykir á dagvistarheimilum. Slíkt umhverfi á að hlúa að þroska barnanna og þjóna þörfum þeirra sérstaklega. Fóstrur, með sína uppeldismenntun, eiga öðrum fremur að vera hæfar til að veita börnum örvun og atlæti sem ýtir undir hæfileika og þroska hvers einstaklings. Markmið dagvistaruppeldis, hvort sem er á leikskóla eða dagheimili eru skilgreind í Uppeldisáætlun, sem menntamálaráðuneyt- ið gaf út árið 1985. Þar segir m.a.: * Að gefa börnunum kost á að taka þátt í leik og starfi í hópi jafnoka og njóta þannig fjölbreyttra uppeldiskosta barnahópsins undir leiðsögn fóstra. * Að kappkosta í samvinnu við heimilin að efia alhliða þroska barnanna, þ.e. líkams-, tilfinninga-, vitsmuna-, félags-, fagur- og sið- gæðisþroska í samræmi við eðli, þarfir og þroska hvers og eins og leitast við að hlúa að þeim andlega og líkamlega svo þau fái notið bcrnsku sinnar sem slíkrar til fulls en gjaldi hennar ekki. * Að auka umburðarlyndi og víðsýni barn- anna og skilning þeirra á mannlegum kjörum og umhverfi og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í hvívetna. * Að efla kristilegt siðgæði barn- anna og leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátt- takendur í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í örri og sífelldri þróun. Mótun og menntun einstaklingsins byrjar vitaskuld löngu áður en hefðbundin barna- skólaganga hefst. Á bernskuárunum þrosk- ast börnin og læra best gegnum leik. Upp- eldiskenningar síðari tíma leggja þunga áherslu á mikilvægi fyrstu áranna í persónu- þróun hverrar manneskju. Tilfinningalegt öryggi skiptir geysimiklu máli og líklega kemur ekkert í stað fullvissu barnsins um að það sé elskað. Þá ást er algengast að finna hjá foreldrum og systkinum og fjölskyldan er þannig sú tilfinningalega höfn sem hverju barni er mikilvægust. En þar með er ekki sagt að annað atlæti sem styrkir og þroskar barnið sé allt að finna á eigin heimili. Að- búnaður, kunnátta, tími eða orka er ekki endilega fyrir hendi í fjölskyldunni. Þótt for- eldri sé heima er dagsprógrammið ekki allt miðað við barnið með leikjum, föndri, söng, lestri o.s.frv. Nútímafjölskyldureru aukþess ekki barnmargar og leikfélagar stóra syst- kinahópsins heyra að mestu sögunni til. Gott barnaheimili, hvort sem er leikskóli eða dag- heimili, veitir barninu magvíslega gleði og örvun til viðbótar við það sem heima er að fá. Á sama hátt og skólinn eiga barnaheimili að vera menntasetur sem m.a. jafna aðstöðu og möguleika barna sem koma frá mismun- andi heimilum. Glýja gagnvart gömlum dögum Þeir sem álíta barnaheimili óæskilegt, fé- lagslegt neyðarúrræði tala gjarnan þannig, að daglöng dvöl heima hjá móður sé barninu hollust fram að skólaaldri. Þannig hafi það verið í gamla daga. Ég leyfi mér að efast 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.