Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 8
INNLENT valdinu en hér hefur því ekki verið til að dreifa fyrr en nú. Á Alþingi sitja misvitrir stjórnmálamenn sem ekki eru allir sérfræð- ingar í hagfræði. Peir hafa þurft að reyna að reikna hlutina út sjálfir og leitað til fram- kvæmdavaldsins og sérfræðinga þess um að- stoð í þeim efnum. Nú getum við loksins sinnt eftirliti með framkvæmdavaldinu og séð hversu raunhæfar þær tillögur eru sem gerðar eru um framkvæmdir og rekstrar- gjöld. Fjárlög eru í raun ekkert annað en áætlun eitt ár fram í tímann sem síðan er skoðuð í árslok fyrir gerð næstu fjárlaga og þá á að sjá hvað hefur farið úrskeiðis. En virðingarleysi framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi er algjört eins og sést best á því að það var verið að samþykkja ríkisreikn- inginn fyrir árið 1979 fyrir skömmu. Þetta er auðvitað fráleitt. Ég mun krefjast þess að ríkisreikningurinn fyrir 1988 liggi fyrir í vor. Hvað væri sagt ef einkafyrirtæki legðu árs- reikninga sína fyrir árið 1979 fram til sam- þykktar í árslok 1988? Hvers slags viðurlög- um fyrir bókhaldsóreiðu væri búið að dengja yfir þau fyrirtæki? Það er víða pottur brot- inn. Póstur og sími tók til dæmis ekkert mark á fjárveitingum til stofnunarinnar árið 1987, sem áttu að fara til framkvæmda, og fóru langt fram yfir, með þeim afleiðingum að það þurfti að hækka gjöld Pósts og síma. Þá krafðist ég þess að fá mánaðarlegt yfirlit frá stofnuninni svo unnt væri að fylgjast með að þar væri farið eftir settum reglum og það yfirlit hef ég fengið. Eftir að Ríkisendur- skoðun gerði úttekt á Landakoti var skipuð sérstök eftirlitsnefnd með rekstrinum þar, og ég mun kanna hvort þessi eftirlitsnefnd hafi gert það sem henni ber að gera, sagði Sighvatur ennfremur. Ef ekkert gerist... Nú er þaö svo að það er ekki nóg að Ríkis- Flugstöðin og Landakot Tvö mál sem Ríkisendurskoðun hefur gert úttekt á hafa öðrum fremur vakið athygli og deilur. Kostnaður við byggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fór 871 milljón framúr áætlun og þeirri f járhæð eytt án heimildar að mati Ríkisendurskoðunar. Hins vegar er það svo Landakotsmáliö þar sem uppsafnaður halli að upphæð 161 milljón skapaðist vegna þess að farið var út fyrir heimildir hvað varð- ar starfsmannahald og fasteignakaup. endurskoðun bendi á það sem aflaga fer. Það þarf að fylgja athugasemdum hennar eftir ef starfið á að bera tilætlaðan árangur. Sér Sig- hvatur Björgvinsson fram á að svo verði gert? — Þetta er auðvitað stærsta atriðið. Hvað ætla menn að gera til að athugasemdirnar nái fram að ganga, en ekki verði litið á þær sem kverúlantahróp? Ef ekkert gerist þá er ís- land ekkert annað en bananalýðveldi, segir Sighvatur. En hann væntir mikils af starfi Ríkisendurskoðunar: — Ég var fyrstur til að koma auga á hve ómetanlega aðstoð væri hægt að fá frá Ríkis- endurskoðun. Sem formaður fjárveitinga- nefndar skrifaði ég Ríkisendurskoðun bréf og óskaði eftir að fá menn þaðan til að starfa með okkur. Sigurður Þórðarson vararíkis- endurskoðandi hefur síðan verið nokkurs konar framkæmdastjóri fjárveitinganefndar og setið alla fundi hennar. Þetta hefur gefist mjög vel og nú getum við fengið mat óháðs aðila sem ekki er háður fjármálaráðuneyt- inu. Eftir sem áður höfum við samt gott sam- starf við fjárlaga- og hagsýslustofnun og sér- fræðinga þeirra. Samstarf við Ríkisendur- skoðun er nú að færast út í fleiri þingnefndir og til dæmis hafa fjárhags- og viðskipta- nefndir Alþingis fengið aðstoð frá starfs- mönnum Ríkisendurskoðunar. Gildi þess að þessi stofnun skuli vera óháð framkvæmda- valdinu kemur fram í mörgu, nóg er að minn- ast þess þegar Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkið hefði farið langt framyfir heimiluð stöðugildi og fyrir- sjáanlegur væri mun meiri halli á ríkissjóði en fjármálaráðuneytið reiknaði með. Þessa niðurstöðu vildi ráðuneytið ekki viðurkenna til að byrja með og af spunnust miklar um- ræður, sagði Sighvatur Björgvinsson að lok- um. SG. Landakotsmálið hefur ýtt við mörgum, en hver eru viðurlögin? Þá má segja að barátta ríkisendurskoðun- ar við að sannreyna hvort heilsugæslulæknar hafi unnið öll þau verk sem þeir hafi fengið greitt fyrir sé stöðugt til umræðu. í nokkrum tilvikum hafa læknar verið kærðir fyrir meint brot af þessu tagi í framhaldi af rann- sóknum Ríkisendurskoöunar. Vinnu — segir Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi um fjárfestingar á vegum ríkisins — Það er alls ekki svo að starfsemi Ríkisend- urskoðunar hafi legið í láginni þar til lögun- um var breytt. Við gerðum til dæmis stjórn- sýsluendurskoðun á Orkustofnun árið 1981 sem olli nokkrum hávaða, en Sverrir Her- mannsson studdist mjög við þessa úttekt þegar hann sem iðnaðarráðherra gerði breytingar á stjórnskipun Orkustofnunar, sagði Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoð- andi þegar hann var spurður hvers vegna svo lítið hefði farið fyrir starfscmi Ríkisendur- skoöunar þar til hún var gerð að sjálfstæðri stofnun. — Við gerðum líka stjórnsýsluendur- skoðun á Þjóðleikhúsinu og Sinfóníunni árið 1981, Siglingamálastofnun 1979 og Land- námi ríkisins 1982. Ríkisendurskoðun var sjálfstæð stjórnardeild og laut fjármálaráð- herra, og við höfðum þá samráð við ráðherra og fengum samþykki hans fyrir þeim úttekt- um sem ég gat um áðan. Ég get líka nefnt að á sínum tíma gerðum við athugun á rekstri graskögglaverksmiðja í eigu ríkisins og lögð- um til að þær yrðu seldar. Það var gert 10 árum síðar eða svo og höfðu þá verið reknar með tapi allan tímann. En var starfsemi Ríkisendurskoðunar þyngri í vöfum meðan hún heyrði undir ráð- herra? — Við höfum gagnrýnt ýmislegt sem bet- ur mætti fara gegnum tíðina. Til dæmis ómarkvissar fjárfestingar. Þar má nefna þegar Víðishúsið var keypt án þess að til væri fé til að gera á því nauðsynlegar endurbætur og breytingar. Sama má segja um kaupin á Mjólkurstöðinni, sem þó voru í sjálfu sér ágæt kaup, en hins vegar voru ekki til pen- ingar til að breyta því svo það kæmi að þeim notum sem til var ætlast. Nú, sjúkrahúsið á Isafirði er búið að vera mjög lengi í smíðum og eflaust hefði allt önnur hönnun verið á því ef beðið hefði verið með framkvæmdir þar til fjármunir hefðu verið fyrir hendi til að ljúka þeim á skikkanlegum tíma. Svona vinnu- brögð eru ekki til fyrirmyndar. En auðvitað er stofnunin nú sjálfstæðari en áður þegar 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.