Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 57

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 57
Atvinnutryggingasjódur Faglegur sjóður — hefur orðið fyrir ófaglegri gagnrýni — Atvinnutryggingasjóður er faglegur sjóð- ur sem orðið hefur fyrir ófaglegri gagnrýni, segir Jóhann Antonsson viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Atvinnutryggingasjóði í samtali við Þjóðlíf um starfsemi sjóðsins og þá gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir. Nú kom fram strax í byrjun harkaleg gagn- rýni á stofnun sjóðsins og það form sem varð fyrir valinu, „spillingarsjóður“, „Stefáns- sjóður“ og þvíumlíkt? — Sjóðsstofnunin var ákveðin í stjórnar- myndunarviðræðum. Hún var þannig póli- tískur gjörningur og því ekki nema eðlilegt að hún hlyti pólitíska gagnrýni. Gagnrýnin var fyrst og fremst á pólitískum forsendum. Fyrst þetta er ófaglegur, pólitískur sjóður, hefði þá ekki verið nær að skipa alþingis- menn í stjórn sjóðsins? — Þó að stofnun sjóðsins hafi borið að með þessum hætti, hefur skilningurinn verið sá að sjóðurinn ætti að vinna mjög faglega og utan áhrifa kommissarakerfisins. Ég vek at- hygli á að allir stjórnarmanna eru faglega menntaðir og reyndir menn í atvinnulífinu og peningakerfinu. Sjálfur lít ég á þetta starf sem faglegt starf og ég þekki ekki annað viðhorf frá samstarfinu við aðra stjórnar- menn. Það breytir litlu um það „spillingarorð“ sem fer af þessum sjóði. í upphafi stjórnar- samstarfsins nefndi stjórnarandstaðan, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Kvennalist- ans, sjóðinn sem tákn um samtryggingu og VIÐSKIPTI spillingu , „Stefánssjóð“. Hvað segir þú um það? — Þetta var undarlegt tal. Að nefna nafn Stefáns er spilling í eyrum þessa liðs, enn- fremur hljómaði það undarlega, ekki síst vegna þess að Stefán var ekki í stjórn sjóðsins og hefur ekkert með hann að gera. Hins vegar ræddu þessir aðilar þetta mál á Alþingi og virtist það vera sérstakt áhugamál Kvennalistans að leggja stjórn Atvinnu- tryggingasjóðsins niður. Lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Kvennalista það til að Viðtal við Jóhann Antonsson stjórnarmann í Atvinnutryggingasjóði: Tvö af hverjum fimm fyrirtækjum fá ekki fyrirgreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn lögðu fram tillögu um að sjóðurinn yrði í höndum Stefáns Valgeirssonar. Andstaða lífeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar byggðist á lönguninni í hærri vexti. sjóðurinn yrði settur undir stjórn Byggða- stofnunar. En einmitt þar situr í stjórn Stefán Valgeirsson ásamt fleiri þingmönnum. Ég kann ekki að meta samkvæmni af þessum toga. Hinn faglegi sjóður varð fyrir ófaglegri gagnrýni. Hvað hefur þú til rnarks um það að sjóður- inn sé faglegur? — Megintilgangur þessa sjóðs er að auð- velda fyrirtækjum í útflutningsgreinunum endurskipulagningu á fjárhag sínum og rekstri. Umrót undanfarinna ára í atvinnulífi landsmanna, hefur skekkt grundvöll ýmissa fyrirtækja í þessum greinum og þá skekkju er okkur ætlað að reyna að leiðrétta. Vand- kvæði fyrirtækjanna lýsa sér m.a. í því að um 200 fyrirtæki hafa sótt um hjá Atvinnutrygg- ingasjóði. Umsóknirnar hafa verið metnar, bæði af okkur í stjórn sjóðsins og af sam- starfsnefnd banka og sjóða, og rekstrarhæfni fyrirtækjanna metin. Eftir slíka úttekt er tek- in afstaða til fjármagnsfyrirgreiðslu. Tvö fyrirtæki af hverjum fimm sem sækja um, hafa ekki staðist þær faglegu kröfur sem gerðar eru um rekstrarhæfni fyrirtækja og því ekki fengið fyrirgreiðslu. Þessi veruleiki sýnir auðvitað að hér er um fagleg vinnu- brögð að ræða. Og mætti þess vegna spyrja; hvaða nafngift vilja þessir aðilar gefa því kerfi fjárfestingarsjóða og banka, sem hing- að til hafa verið að lána fyrirtækjum, fyrst Atvinnutryggingasjóður er orðaður við spill- ingu? Hefur starfsemi sjóðsins leitt til þess að fyrirtæki hafi sameinast eða stokkað upp starfsemi sína? 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.