Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 39
MENNING í desember síðastliðmim hélt Söngskólinn í Reykjavík tónleika í íslensku óperunni til heiðurs einum kennara sinna: Jórunni Viðar, sem varð sjötug dagitm eftir. Á dagskrá voru eingöngu verk eftir hana, — meðal annars frumflutt tvö sönglög. Jórunn hefur ekki alltaf fetað troðnar slóðir. í kreppunni sigldi hún til Þýskalands í nám ogfór svo til Bandaríkjanna í miðri heims- styrjöld. Hún samdi balletta, kvikmyndatónlist, sönglög, varð fyrst til að fást við íslenskar þulur sem lög og fleira mœtti nefna. Sagt er að fáir íslenskir söngvarar hafi ekki lög eftir hana á efnisskrá sinni. Að auki hefur Jórunn haldið tón- leika, ýmist ein, með hljómsveit eða sem undirleikari. Og hún er enn að. Viðtal við Jórunni Viðar píanó- leikara og tónskáld Það er kannski ekki að undra Viðar skykli verða tónlistarmaður. Heimilið ómaði af tónlist. Faðir hennar, Einar Viðar, var söngvari en hann lést þegar Jórunn var fjögurra ára gömul. Katrín, móðir hcnnar, kenndi á píanó allan daginn og á neðri hæð- inni bjó Óskar Norðmann sem söng jafnan ítölsk lög eftir að hann kom heim úr vinnu. Hjá ömmu hennar og afa við Tjarnargötu 3c var mikið sungið og iðulega margraddað. Amma hennar lék á gítar. Hún er því af tónlistarfólki komin, — raunar af menning- arættum. í föðurætt má nefna afa hennar Indriða Einarsson rithöfund en einnig Pétur Guðjohnsen organista, Gísla sagnaritara Konráðsson og son hans Konráð Fjölnis- mann auk Páls Vídalíns lögmanns sem safn- 'a að Jórunn ""Viumiaí )ur. Heimilið ® m F.inar Viftnr. afti e.fni í iaríSahnkina í nnnhafi alHar aði efni í jarðabókina í upphafi 18. aldar ásamt Árna Magnússyni. Af móðurfólki Jór- unnar eru hvað þekktust Baldvin Einarsson sjálfstæðisfrömuður, séra Jón á Bægisá og Vatnsenda-Rósa. Þegar Jórunn var þriggja ára gömul kom vinnukonan blaðskellandi til foreldra henn- ar og sagði að telpan kynni á píanó. Lagið sem hún spilaði var Heims um ból. Þó að móðir hennar væri tónlistarkennari varð Jór- unn að berjast fyrir því að fá tíma hjá henni vegna þess að hún hafði alltof marga nem- endur. Jórunn tók það til bragðs að klæða sig í sparikjólinn, taka einhverja bók og bíða í fremra herberginu þar sem nemendurnir dag“ sátu áður en þeir fóru í tíma. „Þá vorkenndi mamma mér og tók mig í tíma.“ Katrín Viðar rak einnig verslun með hljóðfæri, plötur og nótur. „Verslunin hjá mömmu gekk vel fram að innflutningsbann- inu árið 1931. Þá var bannað að flytja inn munaðarvarning á borð við hljóðfæri.“ Aðr- ar vörur sem féllu undir sömu skilgreiningu voru til dæmis ávextir, sælgæti, ilmvötn, fólksbílar og bifhjól. Tveim árum síðar var enn hert á hömlunum. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.