Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 55
HEILBRIGÐISMÁL Svíþjóð Eiturlyfjasjúklingar fá ókeypis sprautur Hart er deilt í Svíþjóð um það hvort réttlæt- anlegt sé að afhenda eiturlyfjasjúklingum sprautur, til að koma í veg fyrir smit á eyðni með sprautum meðal eyturlyfjaneytenda. Eyðni (eða HIV) hefur á ýmsum sviðum samfélagsins þvingað fram endurmat gilda og ákvarðana. Áhættuhópar hafa fyrst og fremst verið taldir hommar og þeir eitur- lyfjaneytendur er nota sprautur. Nú er að vísu deilt um hvort þessir hópar eru í raun í mikið meiri hættu en aðrir. Ef til vill var það hrein tilviljun sem réði því að vírusinn náði svo mikilli útbreiðslu meðal þeirra í upphafi. En báðir eiga þessir hópar mjög undir högg að sækja í samfélaginu og því auðvelt að gera þá að syndaselum. Hefur enda ekki skort fólk til að predika um að eyðni sé refsing guðs fyrir syndugt líferni. Þeir sem lítt eru trúaðir á guðdóminn en hugsa þó í syndaflóðum hafa talað um að hrun vestrænnar siðmenningar væri yfirvof- andi sökum þess hversu mjög við hefðum fjarlægst náttúruna. Skorturinn á hinni „and- legu spekt“, neyslu- og nautnahygja væri grundvöllur útbreiðslu sjúkdómsins. Er því niðurstaða beggja hópa, trúaðra sem trú- lausra, í raun sárasvipuð, afturhvarf til forn- ra gilda og hófsemi er lausnin. En hver svo sem orsökin er hafa yfirvöld séð sig tilneydd að reyna að grípa til ein- hverra ráðstafana til að hefta útbreiðslu sýk- innar og þá fyrst meðal áðurnefndra „áhættuhópa". Hér í Svíþjóð var meðal ann- ars gripið til þess ráðs í upphafi að loka nokkrum gufubaðs- og myndbandaklúbbum sem hommar stunduðu. Var þar að sögn oft stofnað til skyndikynna sem hættuleg þóttu. Hvort það er rétt er raunar mikið vafamál. Hér í Lundi hefur félagsfræðingur einn unnið að rannsóknum á því hvort HIV hafi breytt hegðan samkynhneigðs fólks. Rann- sókninni er ekki lokið en fyrstu niðurstöður benda til að svo sé ekki og það sem meira er, að ekki sé þörf á því. Kynferðisleg hegðan þessa fólks hafi ekki verið á þann hátt að smithætta hafi verið fyrir hendi. Eða með öðrum orðum, þau líkamlegu tengsl sem eiga sér stað eru ekki á þann hátt að varasöm séu. En hérlendis er það gróinn siður að reyna að banna vandamál, þannig að klúbbunum var lokað. Hvað varðar hinn áhættuhópinn, eitur- lyfjaneytendur er sprauta sig, virðist þó svo sem aðrar leiðir verði að einhverju leyti farn- ar. Sú hætta sem að þessu fólki steðjar er samfara þeim ósið að margir neytendur nota sömu sprautuna án þess að hún sé þrifin á milli. Þá er hætta á blóðblöndun og sé ein- hver smitaður er voðinn vís. Þeirri hugmynd skaut því upp hvort ekki væri reynandi að láta neytendur fá ókeypis hreinar sprautur hjá læknum þannig að þeir þyrftu ekki marg- ir að nota sömu sprautuna. Þessi leið hefur verið reynd í tilraunaskyni í Lundi og Malmö um nokkurt skeið. Að mati þeirra er að starfseminni hafa staðið má telja árangurinn mjög góðan. Algerlega hafi tekið fyrir útbreiðslu eyðni meðal eiturlyfja- neytenda í umræddum borgum. Raunar telst þessi árangur svo góður að læknar og sjúkra- hús víðar í Svíþjóð hafa tekið upp svipaðar starfsaðferðir. Hafa þeir þó fengið ákúrur fyrir þar eð endanlegt mat hefur ekki verið lagt á tilraunina. Félagsmálaráð Svíþjóðar vinnur að því mati og áður en það hefur lagt blessun sína yfir starfsemina ber að fylgja gömlum reglum og samkvæmt þeim er sprautuúthlutun ekki í verkahring lækna. Þeir sem brotið hafa gegn þessu banni segja á hinn bóginn að niðurstöður ráðsins geti ekki orðið nerna á einn veg. Hér sé um að ræða leið sem sýnilega sé mjög áhrifarík til að hindra útbreiðslu sjúkdóms sem óhjá- kvæmilega leiði til dauða. Því geti þeir sem læknar ekki annað en reynt þessa aðferð. Almennt er líka gert ráð fyrir að félagsmála- ráðið mæli með útvíkkun tilraunasvæðisins þannig að eiturlyfjaneytendur í flestum stærri borgum og bæjum Svíþjóðar fái greið- ari aðgang að sprautum. Nokkrum andmælum hefur þó verið hreyft. Vitað er að félagsmálaráðherra Svía, Gertrud Sigurdsen, er þessari leið mikið andvíg. Hún telur að sprautudreifing geti leitt til þess að neytendur og aðrir líti svo á að neyslan sé í raun leyfileg. Dreifingin grafi því undan baráttunni gegn eiturlyfjum. Sömu rök hafa heyrst frá samtökum foreldra (Föraldraföreningen mot narkotika) og nokkrum starfsmönnum félagsmálastofn- ana. Þessir aðilar telja vafasamt að sprautu- dreifing dragi úr útbreiðslu eyðni og að hætta sé á að sá árangur sem þó hefur náðst í bar- áttunni við eitrið verði að engu gerður. Þá þýði þessi dreifing einnig að mun fleiri sprautur séu í umferð. Það sé varasamt, bæði sökum þess að fleiri hafi þá tækifæri til að prófa og eins sé hætta á að sprautunum verði hent á víðavangi og börn geti komist í þær. Á móti hefur því verið haldið fram að sprautudreifing geti einnig verið mikilvægt vopn í baráttunni við eiturlyf. Þar sem að neytendur verða að mæta til læknis eða á sjúkrahús til að fá sprautur gefist einstakt tækifæri til samræðna. Þá megi upplýsa um þær hættur sem neyslunni eru samfara sem og hvaða meðferð standi til boða vilji menn reyna að losna úr fjötrunum. Raunar er þessi leið nokkuð útbreidd á Vesturlöndum og er til að mynda notuð bæði í Hollandi og Dan- mörku. Og í New York munu menn nú reiðubúnir að reyna sprautudreifingu og höfða þá meðal annars til reynslunnar frá Lundi/Malmö. Þá sé það goðsögn að neyt- endur hendi sprautunum hvar sem er. Sam- fara tengslunum við sjúkrahús sé þeim kennt að losa sig við sprautur á öruggan hátt og helst skila þeim um leið og þeir fá nýjar. En það er snúið mál að kenna gömlum hundi að sitja og allt það er virðist vera til- raun til að létta á hömlum í meðferð eitur- lyfja er viðkvæmt mál í Svíþjóð. Hér slá menn sig árlega til riddara með því að krefj- ast lokunar Kristjaníu hinnar dönsku og sá telst mestur baráttumaður gegn eitrinu er lengst gengur í kröfum um bönn og refsing- ar. Hræðslan við eyðni virðist þó hér ætla að hafa meiri áhrif. En síðasta orðið hefur enn ekki verið sagt og vafalaust verður mikið deilt og þvargað áður en niðurstaða fæst. Lundi 28.12.1988 Ingólfur V. Gíslason 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.