Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 40
MENNING Jórunn Viðar við píanóið snemma á sjötta áratugnum. í læri hjá Páli ísólfssyni og Árna Kristjánssyni „Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1937 en vorið áður tók ég fullnaðarpróf í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Ég treysti mér ekki til að taka bæði prófin sama vorið en ég var ákveðin í að fara til Þýskalands haustið ’37. Líklega er ég sú fyrsta sem tek báða skólana í einu en svo komu auðvitað margir á eftir. Pað er mesta furða hvað ég slampaðist í gegnum mennta- skólann, — kom svo sem ekki alltaf lesin í skólann. Á þessum árum trúlofaðist ég Lár- usi Fjeldsted, síðar stórkaupmanni, sem einnig var í MR. Ég var í Tónlistarskólanum í Reykjavík í fjögur ár. Þá var hann í Hljómskálanum. Páll ísólfsson kenndi mér tónfræði og sögu og var jafnframt skólastjóri. Árni Kristjánsson kenndi mér á píanó. Þetta var valið lið og mér fannst óskaplega gaman þarna. Árni hefur ávallt verið jafnvígur á allar stefnur í músík, — fylgist vel með. Hann lét okkur spila verk eftir Bela Bartók, Igor Stravinskí og önnur samtímatónskáld. „Þér ættuð að sérhæfa yður í nútímamúsík" sagði Árni við mig. Píanóleikari verður að sérhæfa sig, hann getur ekki spilað allt, — tónlistin liggur misvel fyrir honum. Kennari minn í Berlín vildi að ég legði áherslu á Beethoven en sú sem kenndi mér í Bandaríkjunum að ég einbeitti mér að Chopin. Ég var þvi á reiki á milli þessara stefna. Til Berlínar í kreppunni Haustið 1937 fer ég síðan utan til náms. Á þeim tíma var óvenjulegt að ung stúlka færi til útlanda í tónlistarnám en ég fann að það var mér nauðsynlegt. Vegna kreppunnar fékkst enginn gjaldeyrir. Þetta tókst hins vegar með því að ég fór sem skiptinemi og þýsk stelpa kom í staðinn hingað til lands og gisti á heimili mínu. Foreldrar hennar bjuggu ekki í Berlín þannig að þau greiddu fyrir mig leiguna þar. Ég sigldi til Kaupmannahafnar og tók svo lest þaðan. í Kaupmannhöfn fór ég í Tívolí en þar var verið að flytja Rímnadansa eftir Jón Leifs. Ég hafði aldrei heyrt verk hans áður en hann var þá orðinn þekkt tónskáld í Þýskalandi og víðar. Þar sem ég hlustaði á þetta verk hugsaði ég með mér: þetta er rödd íslands. Mér verður oft hugsað til ungs fólks sem fer til náms erlendis og veit ekki hvað það er að þéra. Að þúa í þýsku getur verið dóna- skapur. Ég var vön því að heiman að þéra. Mamma þéraði alla, í menntaskólanum þér- uðu nemendur kennara og kennarar nem- endur. Það var ekki fyrr en eftir fimmta bekkjar ferðina að Pálrni Hannesson rektor bauð mönnum dús og fór að þúa. Þegar ég kom til Berlínar var ég eiginlega altalandi á þýsku eftir þrjá vetur í MR. Það var Jóni Ófeigssyni að þakka, hann var frá- bær kennari. Ég fann að ég var fær í flestan sjó svo mig langaði til að skrifa Jóni bréf og segja honum frá þessu, en ég vildi ekki vera kennarasleikja. Hann dó um vorið. Ég sé eftir þessu ennþá. Auðvitað á maður að þakka fólki fyrir það sem það hefur gert fyrir mann. Ég átti að búa hjá barónessu í Berlín en við þekktum hvorug hina. Þegar lestin rann inn á stöðina sá ég hvar kona nokkur veifaði bréfi til mín og kallaði: „Sind Sie das?“ (Er- uð þetta þér?) Þarna var þá barónessan kom- in að taka á móti mér. Fyrstu dagana hafði ég ekkert hljóðfæri til að æfa mig á. En þegar maður er ungur er maður ekkert að víla svoleiðis fyrir sér svo ég dreif mig í inntökupróf í píanóleik við Tón- listarháskólann, „Hochschule fúr Musik“, í Berlín. Prófið var sama dag og Hitler og Mússólíni óku bísperrtir um borgina í opnum bíl, og heilsuðu fólki. Þá voru þeir að mynda bandalag öxuh íkjanna. Þótt fólk stæði þarna og fagnaði var eins og það sæi í gegnunt þetta. Alls kyns brandarar gengu um bæinn þar sem hæðst var að þessu. Einn var til dæmis á þá leið að tveir menn hittast á götu og spyr annar hinn: hver er síminn hjá Mússólíní? Hinn svarar: Bleibtreu 1915 (vertu tryggur 1915). Þarna var verið að vísa í það þegar Italir sviku Þjóðverja í fyrri heims- styrjöldinni. I allri þeirri ringulreið sem ríkti í borginni átti ég í mesta basli með að komast í prófið. Öllum götum hafði verið lokað í kringum skólann, auk þess sem ég rataði illa enda nýkomin til borgarinnar. Það tókst þó. í skólanum var löng bið enda nemendur kall- aðir inn í prófsalinn eftir stafrófsröð. Loks var kallað: „ Herr Vidar“ (Herra Fídar skv. þýskum framburði). Ég fór inn og lék prel- údíu og fúgu eftir Bach, sónötu eftir Mozart og Impromptu eftir Chopin. Að auki vorum við prófuð í tónheyrn. Einn prófessorinn kallaði eftir að ég hafði lokið því: „Bravó! Absoluto!" og ég held að ég hafi farið inn á því að hafa fullkomna tónheyrn, — absólút eyra, þótt ég hafi spilað það sem ég átti að leika. Það gaf sig strax fram prófessor sem sagði: „ Þér verðið hjá mér“. Kennari minn var ákaflega frjálslyndur og skemmtilegur maður. Á þessum tíma hélt Hitler hvað eftir annað langar ræður sem öllum bar að hlusta á. Ég kom í skólann 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.