Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 6

Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 6
6 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávar útveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðar­ innar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast. Þekking sprettur af áhuga. Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Hallgrímur Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka á Ísafirði. leIðArI rið 2007 hefur fengið ákveðinn sess í íslenskri hagsögu. „Þetta er svo mikið 2007“ merkir í huga fólks einhvers konar geggjun þegar hagkerfið var drifið áfram af erlendu lánsfé, verð hlutabréfa náði hæstu hæðum og Íslendingar lifðu í lífsins lystisemdum og voru stórhuga í eyðslu og alls kyns fjárfestingum; samanber húsnæði og íburðarmikla sumarbústaði. Í golfi voru teiggjafir fyrir tækja á boðsmótum svo glæsi­ legar að undrum sætti. Þegar leið á árið 2008 kom stóri skellurinn; útbólgnir af erlendu lánsfé hrundu bankarnir og flest stærstu fyrir tækin í kjölfarið. Eftir margra ára hagvöxt stóð atvinnu lífið allt í einu uppi stórskuldugt eftir að æði hafði runn ið á bankana við að skipta um eigendur að flestum fyrirtækjum landsins. En er 2007 komið aftur? Ekki er hægt að halda því fram. Eflaust viljum við heldur ekki 2007 aftur með þeirri ímynd geggjunar sem það ár hafði á sér þótt við sækj umst auðvitað eftir þeirri landsframleiðslu sem þá var og gott betur. Einhver kynni að segja að núna væri frekar 2006 á mælikvarða landsframleiðslu þótt það glitti í 2007­eyðslusamfélagið. Stórir jeppar með enn stærri hjólhýsi í eftirdragi sjást á vegum lands ins – farartæki sem fengu um tíma viðurnefnið skulda hali. Utanlandsferðir seljast betur en áður. Sala á íbúðum hefur mjakast upp. Allt þetta gerist eftir að nýju bankarnir eru búnir að afskrifa hundruð milljarða króna hjá stórfyrirtækjum og heimilum og erlendir kröfu hafar hafa afskrifað líklegast um sex þúsund millj arða vegna gömlu bankanna. Frjáls verslun helgaði fyrsta tölublað þessa árs þeirri spurningu hvort kreppan væri búin og komst að því að svo væri ekki – en það hefðu orðið umskipti og við mjökuðumst upp frá botninum eftir að um 3% hag­ vöxt ur hefði orðið á árinu 2011. Samkvæmt ströng­ ustu skilgreiningu hagfræðinnar er kreppa sögð búin ef hagvöxtur mælist tvo ársfjórðunga í röð. Það er þröng nærmynd. Stóra myndin er að við erum enn í öldu daln um. Á mælikvarða atvinnuleysis er enn kreppa. Hag stofan mælir yfir 8% atvinnuleysi og spáir miklu atvinnu leysi næstu fjögur árin, eða til ársins 2016. Það vantar um 8% hagvöxt til að þjóðarkakan nái sömu stærð og hún var í skömmu fyrir hrun. Vísitala kaupmáttar ráð stöfunartekna, sem er mun betri mælikvarði á kjör en vísitala kaupmáttar launa, sýnir 16,4% rýrnun árið 2009 og 12,6% rýrnun árið 2010. Fólksflótti frá hruni er sá mesti í heila öld og gott vinnuafl er dýrmætur fram leiðsluþáttur. Myndin verður skuggalegri þegar horft er á hlutfall fjárfestinga af landsframleiðslu. Það er aðeins um 13% og hefur aldrei verið eins lítið. Þetta er hættulegt vegna þess að hagvöxtur á Íslandi hefur ævinlega verið drifinn áfram af fjárfestingu og útflutningi. Ofan á bætist að hagkerfi heimsins spóla vegna minni eftirspurnar í heim in­ um og Evrópa er að kikna undan skuldakreppu sem dregur mjög úr hagvexti þar á bæ. Nýlega gaf Fjármálaeftirlitið út skýrslu um stöðu líf eyris sjóða á Íslandi. Fram kemur að fyrir hrunið 2008 áttu flestir almennir lífeyrissjóðir fyrir skuldbindingum en hrunið breytti því. Núna er staða sjóðanna neikvæð um 550 milljarða króna. Hjá sjóðum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga vantar yfir 400 milljarða króna upp á að endar nái saman. Verði ekkert að gert þarf ríkið að borga aukalega milli 15 og 20 milljarða króna á ári eftir rúman áratug þegar núverandi sjóðir tæmast. Þetta er snjóhengjan sem hvílir yfir ríkissjóði og gerir allt tal um árangur við rekstur ríkissjóðs léttvægari. Landsframleiðslan óx á árinu 2011 og heldur áfram að mjakast upp. Atvinnulífið er þó miklu veikara en það þyrfti að vera. Í rauninni er stórmerkilegt að orðið hafi uppgangur þrátt fyrir stöðugar ógnanir í garð at­ vinnu lífsins og bremsur stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, sem sölsar hvert ráðuneytið undir sig af öðru, ber sér á brjóst um að hann hafi bjargað Íslandi út úr kreppunni. Er það svo? Hvað hefur Stein­ grímur J. í raun gert? Hann hefur hækkað skatta, gert skattkerfið mjög flókið, ráðist á sjávarútveginn og er haldinn efnahagslegri mið stýringaráráttu gamals kommúnista. Hann býr til vinnuletjandi umhverfi í stað vinnuhvetjandi. Afskriftir banka hjá fyrirtækjum og einstaklingum eru ekki honum að þakka heldur neyðarlögunum sem létu erlenda lán veitendur bera ábyrgð á eigin gjörðum. Steingrímur telur að hægt sé að stórauka hagvöxt með því að hækka skatta og taka fé af atvinnulífinu til að bora göng hér og þar um landið í stað þess að skera niður á fjárlögum og draga úr ríkisútgjöldum. Það væri hægt að gera svo miklu betur við að byggja upp sterkt atvinnulíf á Íslandi og jafnvel ná árlegum hag vexti upp á um 4% næstu árin. Við höfum hins vegar valið leið veiks atvinnulífs, sem skilar varla meiri hagvexti en á bilinu 1 til 2% á ári. Það er undarlegt að finna það út að besta efnahagsúrræðið sé að hækka skatta og bremsa atvinnulífið af. Það heit ir að rífa sig upp á hárinu og kallast Munkhásen­ að ferðin. Raunverulegur árangur í efnahagsmálum er ekki sá sem næst heldur sá sem hægt væri að ná – ef stjórnvöld stæðu rétt að málum. Við erum enn í öldudalnum og það er hægur upp­ gang ur. Landsframleiðsla ársins 2007 næst væntanlega á næstu árum ef ekki verður stóráfall í Evrópu. Óskin er sterkt atvinnulíf vegna þess að það er eina undir staða vel megunar. Fæstir vilja geggjunina frá 2007 þótt margt bendi til að ýmsir sakni glyss og glam úrs þess tíma. Er 2007 komið aftur? Jón G. Hauksson Raunveru- legur árangur í efnahags- málum er ekki sá sem næst heldur sá sem hægt væri að ná.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.