Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 14
14 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
F
élag kvenna í atvinnurekstri,
FKA, sameinaðist ný lega
LeiðtogaAuði sem framvegis
mun starfa sem fagdeild
innan FKA. Á fundinum var
jafnframt samþykkt tillaga þess efnis
að heiti félagsins yrði breytt úr Félag
kvenna í atvinnurekstri í „Félag kvenna í
atvinnulífinu“.
Nýja heitið, Félag kvenna í atvinnu
lífinu, þykir lýsa starfsemi félagsins
betur og er rökrétt framhald frá því
þegar opnað var fyrir inngöngu kvenna
er gegna stjórnunarstöðum árið 2008.
Tilgangur félagsins er sem fyrr að efla
samstöðu og samstarf kvenna í íslensku
atvinnulífi í heild.
LeiðtogaAuður varð til í tengslum við
verkefnið „AUÐUR í krafti kvenna“ sem
stóð yfir á árunum 20002003. Félags
konur eru nú um 120 og langflestar
þeirra í stjórnendastöðum hjá stórum
og meðalstórum fyrirtækjum í íslensku
atvinnulífi.
FKA var stofnað árið 1999 og hefur
markmið félagsins frá upphafi verið að
gæta hagsmuna og efla samstöðu og
sam starf kvenna í atvinnurekstri. Fé
lagið er opið öllum þeim kon um sem
gegna leiðtoga og stjórnunarstöðum í
íslenskum atvinnu rekstri og eru nú rú
mlega 700 konur skráðar í félagið. Telja
bæði félögin að með því að sameina
krafta sína muni enn frekari árangur nást
í að auka áhrif kvenna í atvinnulífinu.
Formaður FKA og einstaka stjórnar
konur eru kosnar til tveggja ára í senn. Í
fyrra var Hafdís Jónsdóttir endurkjörin
for maður og á aðalfundinum voru þrjár
konur kjörnar í stjórn. Marín Magn
úsdóttir hjá Practical fékk endurnýjað
um boð til stjórnarsetu og auk hennar
voru Ingibjörg Gréta Gísladóttir,
Reykjavík Runway, og Ingibjörg Guð
mundsdóttir, Skemmtigarðinum, kosnar í
stjórn FKA; Félags kvenna í atvinnu lífinu.
Fyrir sitja Svava Johansen, NTC, Bryndís
Emils dóttir, Heimsborgum, og Rúna
Magnúsdóttir, ConnectedWomen.
fka og leiðtoga auður sameinast
Til stendur að breyta nafni Félags kvenna í atvinnu rekstri í Félag kvenna í atvinnulífinu. FKA og Leiðtoga
Auður hafa sameinast. Yfir 700 konur eru núna skráðar í félagið.
Myndir: Björg VigfúsdóTTir
Stjórn FKA: Rúna Magnúsdóttir ConnectedWomen, Marín Magnúsdóttir Practical, Hafdís Jónsdóttir World Class, Ingibjörg Guðmundsdóttir
Skemmtigarðinum, Ingibjörg Gréta Gísladóttir Reykjavík Runway, Bryndís Emilsdóttir Heimsborgum og Svava Johansen NTC.
Undirskrift samstarfssamnings FKA og LeiðtogaAuðar: Hulda Bjarnadóttir,
framkvæmda stjóri FKA, Hildur Árnadóttir, formaður LeiðtogaAuðar, Hafdís Jónsdóttir,
formaður FKA, og Guðrún Högnadóttir, varaformaður LeiðtogaAuðar.
Í stuttu máli