Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.05.2012, Qupperneq 22
22 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 borgir byggjast upp Í kringum flugVelli þRÓUN BORGA: F lug og flugrekstur skapa störf – og þá ekki síður flug vellir. Í nýlegri skýrslu Hag fræði ­ stofnunar kom í ljós að allt að fjórðung starfa á Suður ­ nesjunum er hægt að rekja til Kefla ­ víkur flugvallar sem sýnir vel þau miklu efna hagslegu áhrif sem hann hefur á sitt nán asta umhverfi. Keflavíkurflugvöllurinn er einnig í örum vexti. Farþegaaukningin þar á síð ­ asta ári var um 18% og veltan í Frí höfn ­ inni jókst um tæp 20% á milli áranna 2010 og 2011. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Oxford Economics er þjóðhagslegt mikil vægi flugstarfsemi nær hvergi í heim inum meira en á Íslandi. Árið 2010 stóð flugrekstur undir 6,6% af lands framleiðslu og 5,5% af vinnuafli lands ins. Í nágrannalöndum okkar eru sambærilegar tölur 2,6% af lands fram ­ leiðslu í Noregi, 3,9% í Svíþjóð og 2,3% í Danmörku. Ef við bætum við framlagi til ferða þjón ­ ustu þá hækkar talan á Íslandi í 12,9% af landsframleiðslu og 12,3% af heildar ­ vinnuafli landsins. Þessi vöxtur og þetta efnahagslega mikilvægi flugs vekur spurningar um framtíðarþróun höfuðborgarsvæðisins á Íslandi. Mun byggðin halda áfram að færa sig í norður og austur frá Reykjavík, í burtu frá flugvellinum, eða mun hún þróast í átt að flugvellinum sem dregur til sín fyrirtæki og fólk í kjölfarið? Stærsta einkaframkvæmd í heiminum í dag er ekki í Bandaríkjunum, Evrópu eða Abu Dhabi heldur í Suður­Kóreu. Verkefnið, Songdo International Business district (eða New Songdo), kostar um 35 milljarða dollara og er hugsað sem fyrirmynd að borg framtíðarinnar. Þar er þegar búið að byggja 100 byggingar sem eru samtals yfir 2,3 milljónir fermetra. Framkvæmdir hófust árið 2005. Þúsundir byggingarverkamanna vinna hörðum höndum að því að reisa 200 byggingar til viðbótar sem eru samtals 1,4 milljónir fermetra. Hugmyndasmiðir verkefnisins lögðu af stað með draum um borg framtíðarinnar hvað varðar sjálfbærni, upplýsingatækni og samgöngur. Þeir vildu þó ekki byrja frá grunni og tóku því að láni vel heppn aðar hugmyndir úr nokkrum af skemmtilegustu borgum Vesturlanda. Þannig mun borgin New Songdo búa yfir almenningsgarði í ætt við Central Park, síki að hætti Feneyja og breiðgötu í líki Champs­Élyssées. Fjöldi sambærilegra verkefna er í gangi víða um heim þar sem byggð eru upp heilu hverfin í kringum flugvelli undir heitinu flugborgir (Aerotropolis). Þetta er nýjasti kaflinn í þróun borga sem hefur verið á þessa leið: Borgir byggja upp flugvelli, íbúar kvarta yfir flugvellinum og berjast fyrir flutningi hans og flug ­ völlurinn er fluttur í burtu. Það sem gerist næst kemur kannski á óvart miðað við það sem á undan gekk: Borgin færir sig til hins brottflutta flugvallar. Flugvellir eru samgöngumiðstöðvar nútímans. Borgir hafa ávallt byggst upp í kringum auðlindir eða samgöngu­ teng ingar. Fyrst byggðust borgir upp í kringum fljót, svo hafnir, lestarstöðvar, hraðbrautir og nú flugvelli. John Kasarda, kennari við Norður­Karó­ línuháskóla, hefur haldið því fram að flugvellir séu ekki einungis stoðþjónusta við borgir heldur geti þeir verið segull sem dregur að sér fjárfestingu. Kasarda vakti fyrst almenna athygli þegar tíma­ ritið Fast Company fjallaði um hann og hugmyndafræði hans árið 2006. * Flugvellir skapa störf. * Fjórðung starfa á Suðurnesjunum má rekja til Keflavíkurflugvallar. * Stærsta einkaframkvæmd í heiminum í dag er „flugborgin“ New Songdo í Kóreu. * Flugrekstur á Íslandi stendur undir 6,6% af landsframleiðslu. Í stuttu máli Óli Örn Eiríksson. FLUgvALLAborgir Borgir byggja upp flug velli, íbúar kvarta yfir flugvellinum og berjast fyrir flutningi hans og flugvöllurinn er fluttur í burtu. Það sem gerist næst kemur kannski á óvart miðað við það sem á undan gekk: Borgin færir sig til hins brottflutta flug vallar. Landsbankinn hjálpar fyrirtæki þínu að vaxa Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is Landsbankinn veitir fyrirtækjum víðtæka þjónustu og ráðgjöf um allt land. Hjá okkur geta stærstu fyrirtæki landsins jafnt sem þau smæstu fengið alhliða fjármálaþjónustu og greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf. Þarfir fyrirtækja breytast og þróast með tímanum. Landsbankinn getur veitt þínu fyrirtæki alhliða fjármálaþjónustu og hjálpað því að takast á við ný verkefni og breytilegar aðstæður. Hvort sem það er fjármögnun, ávöxtun lausafjár, fjölbreyttar kortalausnir eða metnaðarfullur netbanki beintengdur við bókhald, þá er Landsbankinn til þjónustu reiðubúinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.