Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 32

Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 32
32 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 ÞAu HAFA ORðIð Jón Snorri Snorrason, lektor við viðskipta fræð i- deild Háskóla Íslands: FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ Nú er tími ferðalaga og við horfum mjög á ben­sínverð í því sambandi en breytingar á bensín­ verði ráðast að stærstum hluta af breytingum á heimsmarkaðsverði og gengi dollars,“ segir Jón Snorri Snorrason. „Nú ber vel í veiði því saman hafa farið lækkanir á heimsmarksverði olíu og lækkun á gengi dollars. Verð á hráolíu á heimsmarkaði lækkaði um 4,5% í júní og það lækkaði um 16% í maí. Dollarinn hefur einnig lækkað í verði eða um 4,4%. Lækkun á bensíni og olíu stuðlar að lækkun verðbólgu. Vægi innfluttra vara er tæplega 40% í vísitölu neyslu­ verðs og hefur þessi gengisþróun því mikil áhrif á verðbólguna. Bensín og olíur eru rúmlega 0,6% af neysluverðsvísitölu. Lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki skilað sér að fullu til íslenskra neytenda. Verð á olíulítra hefur lækkað um rúmar 20 krónur frá 1. maí sem er ekki nema 7,7% lækkun. Hafa þarf í huga að vegna skattlagningar á olíu og bensíni mun innanlands­ verð aldrei lækka um sama hlutfall og lækkun hráolíuverðs á heims­ markaði. Lækkun ben sínsverðs skiptir verulegu máli fyrir ferðaþjón ustuna en margir í ferða­ þjónustu á landsbyggðinni hafa kvartað undan því að Íslendingar hafi dregið úr ferðalögum.“ allar forsendur fyrir bensínlækkun Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eignastýringu Landsbankans: ERLEND HLUTABRÉF Sigurður B. Stefáns­son segir að eftir 10% lækkun á heimsvísitölu hlutabréfa í mars, apríl og maí 2012 hafi hluti þeirrar lækk unar gengið til baka með hækkun í fyrri hluta júní. „Sú hækk un er mest á hlutabréfum sterkra fyrirtækja á Wall Street en vísitölur í Asíu og Evrópu hafa hækkað minna og heimt til baka aðeins um þriðjung af lækkun frá mars til maí. Í lok júní 2012 fara fjárfestar sér hægt vegna óvissu og efnahagserfiðleika víða um heim.“ Sigurður segir að tvennt vegi þyngst þegar horfur eru metn ar fram til haustsins og hvor ugur þáttur sé til að auka bjartsýni fjárfesta. „Horfur í heims bú­ skapn um benda til minni hag ­ vaxtar í ár en árin á undan og munar mest um minni vöxt í Kína og hinum BRIC­ríkjunum. Lækkandi verð á hrávörum, olíu og málmum vegna minni kaupa frá þessum löndum kemur öðrum til góða og hefur verðbólga hjaðnað vestan hafs sem austan. Í Evrópu er búist við samdrætti í framleiðslu á þessu ári og í Bandaríkjunum lækk­ ar seðlabankinn spá sína um hagvöxt 2012 í 2,4% úr 2,9%. Sumartíminn leiðir líka til dræmrar eftirspurnar eftir hluta bréfum. Mánuðirnir maí til októ ber skila að jafnaði engu til hækkunar á verði hlutabréfa í Bandaríkjunum ef litið er til áranna frá 1950. Líkur eru á því að hlutabréf lækki meira í verði á næstu vikum en þau hafa þegar gert áður en næsti hækkunar­ leggur tekur við í lok sumars eða með haustinu.“ ÞAu HAFA ORðIð Mikilvægi hróss Ingrid Kuhlman, framkvæmda - stjóri Þekkingarmiðlunar: Hrós getur skipt sköpum fyrir árangur, frammistöðu og vellíðan starfsmanna. Ingrid Kuhlman segir að Íslendingar séu alltof sparir á að hrósa og hafa niðurstöður starfs ánægjukannana ítrekað leitt það í ljós. Ingrid segir að nokkur atriði geti komið í veg fyrir að fólk kjósi að hrósa. „Í fyrsta lagi er oft um að ræða endurtekin verkefni. Af hverju ætti stjórnandi allt í einu að hrósa gjaldkera sem sinnir vinnunni sinni ágætlega og vinnur sömu verkefnin dag eftir dag? Kannski bíður hann með hrósið þangað til í árlega starfsmannasam­ talinu sem missir þar með marks.“ Ingrid nefnir annað atriði en það er þegar stjórnanda finnst starfsmaðurinn kannski ekki eiga það skilið. „Á að hrósa starfs­ manni sem loksins skilar villulausri skýrslu á meðan yfirmanninum finnst eiginlega sjálfsagt að hver skýrsla sé villulaus? Hrósið gæti hugsanlega hvatt starfsmann­ inn til að bæta frammistöðu sína. Á hinn bóginn getur stjórnanda fundist óréttmætt að hrósa fólki sem honum finnst ekki eiga það skilið. Enn eitt atriði er ótti við afbrýðisemi eða samkeppni milli starfsmanna. Ætti að hrósa eingungis þeim sem stendur sig vel þegar starfsmenn standa sig misvel? Afleiðingin gæti verið að hinir upplifi að stjórnandinn meti þá ekki jafnmikils. Sú spurning gæti vaknað hvort allir eigi hrósið jafnmikið skilið ef stjórnandi hrósar öllum hópnum. Auk þess fær sá sem leggur sig mikið fram ekki sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt.“ HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Verðbólga hefur hjaðnað Mímir-símenntun vinnur með atvinnulífinu Námsleiðir Námsleiðir eru kenndar eftir námsskrám staðfestum af menntamálaráðuneytinu sem metnar eru til eininga á framhaldsskólastigi. Lengd þeirra er frá 60 upp í 600 kennslustundir. Dæmi um námsleiðir er nám fyrir starfs- fólk sem vinnur við jarðlagnir, verslun, flutninga og ferða- þjónustu. Nánari upplýsingar í síma 580 1800 og á www.mimir.is Sérhæfing í námi fyrir starfsmenn með stutta formlega skólagöngu Íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn Íslenska er kennd á fimm stigum auk þess sem boðið er upp á starfstengt íslenskunám þar sem lögð er áhersla á starfstengdan orðaforða. Náms- og starfsráðgjöf á vinnustað Vinnustaðir geta óskað eftir að náms- og starfsráðgjafar komi í heimsókn með kynningu og hvatningu til starfs- manna um hvernig er hægt að efla starfshæfni og finna námstækifæri við hæfi. Þjónustan er vinnustöðum að kostnaðarlausu. Ráðgjöf, þarfagreining, aðstoð við styrkumsóknir, skipulagning og framkvæmd náms Hagnýtar námsleiðir sem taka mið af þörfum atvinnulífsins og nemenda Nánari upplýsingar hjá Mími símenntun, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, sími 580 1800 eða á www.mimir.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.