Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 46

Frjáls verslun - 01.05.2012, Side 46
46 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 forðast sviðsljós fjölmiðla Eyjamönnum finnst ekkert dularfullt við Guðbjörgu Matthíasdóttur og engum þeim sem þekkir hana. En utan þess hóps eru margir forvitnir að vita meira um kennarann, sem er trúlega ríkasta kona á Íslandi. Og það sem meira er: Hún stendur sterk eftir bankahrunið. Helstu eignir Guðbjargar eru verðbréf í gegnum félag sitt Kristin ehf. – sem og fyrir­ tækin Ísfélag Vestmannaeyja, Lýsi hf. og hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ísfélagið í Vestmannaeyjum er bakbeinið í eignum Guðbjargar. Félagið var stofnað árið 1901 og er elsta hlutafélag á Íslandi. Veldi Guð bjargar er í gegnum hlutafélagið Fram ehf. Það félag á aftur tvö félög og í gegnum þau liggja þræðirnir. Þetta eru fjárfestingarfélagið Kristinn ehf. og ÍV Fjárfestingar ehf. Það var á vormánuðum 2009 sem Guðbjörg ásamt fleiri fjárfestum undir stjórn Óskars Magn ússonar keypti Morgunblaðið. Fyrirtækið Þórsmörk keypti þá Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Það var svo á árinu 2009 sem Guðbjörg eignaðist stóran hlut í Lýsi hf. en forstjóri þess félags er Katrín Pétursdóttir. Guðbjörg er ekkja eftir Sigurð Einarsson, forstjóra Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, og þá tengdadóttir Einars „ríka“ Sigurðssonar, eins frægasta útgerðarmanns á Íslandi. Við lát manns síns árið 2000 fór Guðbjög frá kennarapúltinu og að stjórn fyrirtækisins, óundir búin að því er virtist. Þeir sem best þekkja til segja að svo hafi ekki verið því hún hafi ætíð fylgst náið með því sem var að gerast í fyrirtækjunum. Guðbjörg kenndi í Eyjum í 24 ár. Hún var vel liðinn kennari og kom að því er virtist ekki nærri viðskiptum manns síns meðan hann var á lífi. Og þó. Heimildamenn okkar segja að hún hafi haft meira að segja um reksturinn en margur hélt. „Ég veit að Sigurður bar allt undir Guð­ björgu. Hún var alltaf með í ráðum,“ segir Ómar Garðarsson hjá Eyjafréttum og einn úr vinahópi Sigurðar heitins. Hún tók því ekki við rekstrinum ókunnug með öllu árið 2000. Ómar og aðrir Eyjamenn lýsa Guðbjörgu sem afskaplega blátt áfram konu, jarðbundinni og ekki fyrir að láta á sér bera. Óskar Pétur Friðriksson, fyrrverandi sjó­ maður á skipum fyrirtækisins, orðar það svo að Guðbjörg vilji helst standa við hliðina á sviðsljósunum. „Hún er alls ekki feimin en mjög alþýðleg í allri framkomu og síst af öllu mannafæla. En hún tranar sér ekki fram,“ segir Óskar. Ein auðugasta kona landsins: Hér kemur brot af nærmynd Gísla Kristjánssonar blaðamanns fyrir Frjálsa verslun um Guðbjörgu Matthíasdóttur frá árinu 2010. Guðbjörg er fámál opinberlega um eigin hagi og forðast sviðsljós fjölmiðla. Úr nærmynd fv frá 2010 TexTi gísli krisTjánsson / Mynd: óskar PéTur friðriksson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.