Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 72
72 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
leiðtogi sem hafi frumkvæði
Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri norvikur:
„Mér þótti einkar ánægjulegt á þessu ári að vera viðstödd opnun á
nýrri sögunarmyllu í Eistlandi og sjá þannig uppbyggingu innan sam
stæðunnar þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi á Íslandi,“ segir Brynja
Hall dórsdóttir. „Fyrst og fremst er þó efst í huga mínum að geta staðið
við skuldbindingar okkar alls staðar, þökk sé m.a. ýmsum aðgerðum
til hagræðingar. Jafnframt er ofarlega í huga mínum þakklæti fyrir
þann góða hóp starfsmanna sem starfar hjá Norvikurfélögunum.“
Brynja segir að varðandi góð ráð við stjórnun finnist sér brýnt að sá sem stjórnar sé leiðtogi
sem hafi frumkvæði, sé góð fyrirmynd,
setji gott fordæmi fyrir aðra og sé
heiðarlegur í orðum og athöfnum.
„Stjórnandi þarf jafnframt að líta á
sig sem samstarfsmann fólksins sem
hann ber ábyrgð á og hafa ávallt opnar
dyr fyrir fólkið sitt.“
Brynja segir að bretta þurfi upp
ermar á næstu mánuðum hvað varðar
efna hagslífið. „Afnám gjaldeyrishafta
er brýnast. Þá er nauðsynlegt að
hægt sé að hefja hér uppbyggingu
með nýtingu þeirra orkulinda sem
land ið býr yfir. Jafnframt þarf að ná
tökum á verðbólgunni til að koma
í veg fyrir frekari vaxtahækkun og í
reynd er æskilegt að við sjáum vexti
fara lækkandi til að örva efnahagslífið.
Einnig verður að koma í veg fyrir
stófellt tjón á sjávarútveginum með
fyrir ætlunum stjórnvalda í þeim
efnum.“
Brynja er stjórnarmaður í nokkrum
félögum en þau eru axent, Bakkinn
vöruhótel, Elko, EXPO Kópavogur,
Húsgagnahöllin, ISP á Íslandi,
Kaupás, norvik fasteignir, nóatún
og Smáragarður. Þá er hún í stjórn
tveggja erlendra félaga.
Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur.
Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla.
Helga árnadóttir,
frkvstj. VR og stjórnar maður í
Framtakssjóði Íslands.