Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 102
102 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
fræðimenn í hár saman
Norska viðskiptatímaritið Kapi tal
hefur reynt að komast til botns
í málinu með því að draga fram
summuna af öllum þess um
könnunum á áhrifum kynja
kvóta á arðsemi. Tímaritið fann
eigi færri en 16 sjálfstæðar
rannsóknir, innlendar og erlend
ar. Tugir fræðimanna, karla og
kvenna, hafa lagt í rannsóknir
á gróða eða tapi á kvótanum.
Með alniðurstaða allra þessara
rannsókna er merkileg.
Það eru háskólar, rannsóknar
stofnanir og endurskoðunar
fyrir tæki sem hafa lagt í þessa
vinnu, oft á ólíkum forsendum.
Gagna hefur verið aflað um
nokkuð langan tíma og bæði
fyrir og eftir fjármálahrun 2008.
Oftast hafa fæðimenn borið
saman gróða félaganna fyrir
og eftir kvóta en einnig borið
almenningshlutafélög með
kvóta saman við einkahluta
félög án kvóta. Að sjálfsögu
hafa allir fræðimenn reynt að
skoða málið hlutlægt og forðast
að láta pólitísk sjónarmið og
viðhorf til jafnréttis hafa áhrif á
niðurstöðuna. Það er ekki létt.
staðan í hálfleik
Ítarlegasta rannsóknin var gerð
á vegum Rannsóknarstofnunar í
samfélagsfræðum í Noregi – en
sjaldan er til hennar vitnað.
Höfundar rannsóknarskýrsl
unnar segir að þögnin eigi sér
eðlilega ástæðu: Kynjakvót
inn hefur engin merkjanleg
áhrif á arðsemina. Það er
held ur daufleg niðurstaða. Fyrir
vikið hafa hvorki fylgjendur né
andstæðingar kvóta fundið í
skýrslunni rök fyrir sínu máli og
haldið þeim á lofti.
En með niðurstöður annarra
fræðimanna skiptir í tvö horn.
Helmingur telur að kvótinn hafi
rýrt tekjur umræddra félaga.
Niðurstaðan þar er: Konurnar
fæla féð frá. Hinn helmingurinn
hefur fundið merki um aukinn
gróða og stöðugleika í rekstri.
Staðan í hálfleik er því jöfn.
Hugsanlega kemur árangurinn
þó fyrst fram á komandi árum.
Það þarf lengri tíma til að meta
áhrifnin og rétt að spyrja að
leikslokum.
Norska viðskipta
tímaritið Kapital
hefur reynt að kom
ast til botns í málinu
með því að draga
fram summuna af
öllum þessum könn
unum á áhrifum
kynjakvóta á arð
semi. Tímaritið fann
eigi færri en 16 sjálf
stæðar rannsóknir,
innlendar og
erlendar. Tugir
fræðimanna, karla
og kvenna, hafa
lagt í rannsóknir
á gróða eða tapi á
kvótanum. Meðal
niðurstaða allra
þess ara rannsókna
er merkileg.
Á fundi helstu stjórnenda álversins í Straumsvík þann 24. maí síðastliðinn vildi svo til að allir sem sátu öðrum
megin borðsins voru konur. Starfsmaður sem sat gegnt þeim smellti af þeim þessari mynd á símann sinn.
Frá vinstri: Auður Ýr Sveinsdóttir gæðastjóri,
Rannveig Rist forstjóri, Sunna Björg Helgadóttir
aðstoðarkerskálastjóri, Birna Pála Kristinsdóttir
steypuskálastjóri og Jakobína Jónsdóttir starfs-
mannastjóri.
Um 20% starfsmanna Rio Tinto Alcan
á Íslandi hf. eru konur. Hlutfallið er
hæst meðal sérfræðinga, millistjórn-
enda og framkvæmdastjóra en lægst
meðal iðnaðarmanna.
Við höfum leitast við að hækka hlut-
fallið, m.a. með því að ráða a.m.k.
jafnmargar konur og karla í sumar-
störf og kynna þannig vinnustaðinn
fyrir konum.
Betur má ef duga skal og þess vegna
höfum við sett okkur það markmið
að 60% fastráðninga á þessu ári
verði konur.
Rio Tinto Alcan
Straumsvík
Pósthólf 244
222 Hafnarfjörður
Sími 560 7000
www.riotintoalcan.is
Á réttri leið