Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 124
124 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Auðgum lífið
með hjálp tækninnar
Efst á baugi hjá Símanum nú um mundir er áframhald á kynningu og fræðslu
viðskiptavina um 3Gnetið í tengslum við ferðalög innanlands og alla þá mögu
leika sem í boði eru með snjallsímanum og spjaldtölvunni.
Algjör bylting hefur orðið á því hvernig við notum farsímann, að sögn Birnu Óskar Einarsdóttur, framkvæmdastjóra einstaklingssviðs Símans:
„Til að mæta aukinni þörf fyrir gagnaflutn
inga verður haldið áfram að auka afköst 3G
dreifikerfisins og fjöldi senda endurnýjaður
til að mæta þörfum viðskiptavina. Nú þegar
styður 3Gkerfi Símans 21Mb/s gagna hraða
en nýr búnaður mun gera Símanum kleift að
bjóða aukinn hraða, allt að 42Mb/s í 3G. Þá
munu nýir sendar einnig styðja 4Gtæknina
sem eykur gagnahraða í allt að 100 Mb/s. Við
leggjum mikla áherslu á að veita góða þjó
nustu og viljum að viðskiptavinir okk ar auðgi
líf sitt með hjálp tækninnar og finni að þetta
virkar allt eins og það á að virka.“
nú þegar farin að sjá áhrif laganna
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
september 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Ég hef farið fram og til baka í skoðun minni
á lögunum. Fyrst þótti mér óþægilegt að
skikka þyrfti félögin til að jafna kynjahlutfallið,
en svo hef ég lesið mér aðeins til um gang
þessara mála erlendis og sé að árangur
þeirra ríkja sem hafa sett skorður er góður.
Auk þess erum við nú þegar farin að sjá áhrif
laganna hér á landi og spennandi verður að
fylgjast með framhaldinu. Best hefði verið ef
ekki hefði þurft að grípa til aðgerða eins og
þessara í þágu jafnréttisins.“
Hvernig snerta þessi lög Símann? Hversu
margar konur eru í stjórn þíns fyrirtækis?
„Í dag eru tvær konur í stjórn Símans af
fimm stjórnarmönnum og því getum við
stolt sagt að við séum að gera ágæta hluti í
jafn réttismálum. Hjá Símanum er ekki í orði
heldur á borði að einu gildi hvort starfsmaður
sé kona eða karl; hæfni, þekking og persónu
leiki er það sem skiptir máli hér.“
Aldur: 36 ára.
Menntun: B.Sc. í viðskiptafræði frá HR
og MS í stjórnun og stefnu -
mótun frá HÍ.
Tómstundir: Fjölskyldan og vinirnir fá all -
an minn frítíma en þegar
mér gefst róleg stund nota
ég hana til að lesa, sem
mér finnst frábær leið til að
slaka á og rækta hugann.
Sumarfríið 2012: Verð með fjölskyldunni,
ferðast um fallega landið
okkar, m.a. á Strandir og
Austurland og fer í brúðkaup
í Trékyllisvík, en þangað hef
ég aldrei komið og býst við
að brúðkaup verði falleg
upplifun á þeim stað.
„Til að mæta aukinni þörf fyrir gagnaflutninga verður haldið áfram að
auka afköst 3Gdreifikerfisins og fjöldi senda endurnýjaður til að mæta
þörfum viðskiptavina.“
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans.
S í m i n n
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson