Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 129
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 129
æskilegast að nýta krafta kvenna án laga-
setningar
Hvað finnst þér um lögin sem taka gildi 1.
sept ember 2013 og kveða á um að hlutfall
hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórn
um stærri fyrirtækja?
„Auglýsingin var birt þar sem við konur vor
um orðnar leiðar á því að heyra sífellt að við
segðum alltaf „nei“ þegar við værum beðnar
að setjast í stjórnir fyrirtækja. Þessi auglýsinga
herferð skilaði alla vega þeim árangri að sú
afsökun hætti að heyrast.
Árið 2009 hafði FKA síðan frumkvæði að því
að gerður var samstarfssamningur við SA,
Viðskiptaráð og Creditinfo þar sem þessir að il ar
ákváðu að hvetja til fjölgunar kvenna í forystu
sveit íslensks viðskiptalífs og 40/60hlutfallinu
yrði náð fyrir árslok 2013. Þessi samningur var
einnig vottaður af öllum stjórnmálaflokkum sem
þá áttu sæti á Alþingi. Samningurinn leiddi m.a.
til þess að þegar lagafrumvarp um kynjakvóta
kom fyrst fram átti hann að taka gildi árið 2011.
Þá gat atvinnulífið sýnt fram á þennan samning
og að atvinnulífið hefði í raun boltann hjá sér til
ársloka 2013, þ.e. reynt yrði með öllum ráðum
að koma á jafnari kynjaskiptingu án lagasetn
ingar.
Atvinnulífinu varð nokkuð ágengt á þessum
tíma – en ekki nærri nóg. Ég held að við
getum litið svolítið í eigin barm hvað kynja
kvótann varðar. Ég er nokkuð viss um að ef
við hefðum sýnt fram á verulega aukningu,
t.d. 510% á ári en ekki 12%, hefðum við
hugsanlega sloppið við lagasetningu og það
hefði náttúrlega verið langbest.
Ég tel að í raun hafi þolinmæði flestra verið
á þrotum enda búið að fjalla um þetta mál
árum og áratugum saman án lítilla framfara.
Það má því segja að ég hafi á endanum verið
orðin hlynnt kynjakvótanum – þótt ég bæri
lengi framan af þá von í brjósti að við gætum
gert hið augljósa – að nýta krafta kvenna án
lagasetningar.“
kynjahlutfall stjórnunar pfaff í góðu
jafnvægi
Hvernig snerta þessi lög þitt fyrirtæki? Hversu
margar konur eru í stjórn fyrirtækisins?
„Í stjórn Pfaff sitja þrír einstaklingar og á
aðalfundi í ár gengu tvær konur úr stjórninni,
Hildur Petersen og Bryndís Hrafnkelsdótt
ir, en þær höfðu setið í stjórn í fimm ár. Inn
í stjórnina komu tveir einstaklingar, þar af
ein kona. Stjórnin er því skipuð tveimur
karlmönnum og einni konu og þar sem ég
sit alla stjórnarfundi sem framkvæmdastjóri
er kynjahlutfallið við stjórnun Pfaff í góðu
jafnvægi.“
Fjölgun kvenna
í forystusveit
íslensks við
skiptalífs
Aldur: 50 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur HÍ – MBA
Stetson University.
Maki: Sigurjón Alfreðsson, starfsmaður
Landsbankans.
Börn: Sindri Már, 20 ára, og Birta Dís, 17
ára – að auki tveir hundar.
Starf: Framkvæmdastjóri Pfaff, formaður
SVÞ og fyrrverandi formaður FKA.
allt frá stofnun FKa, Félags kvenna í atvinnurekstri,
árið 1999 hefur félagið barist fyrir fjölgun kvenna í
stjórnum fyrirtækja. Margrét Kristmannsdóttir, fyrr
verandi formaður FKa og núverandi framkvæmda
stjóri Pfaff, rifjar upp þegar félagið birti heilsíðu
auglýsingu í helstu dagblöðum landsins sem vakti
mikla athygli þar sem yfir 100 konur gáfu kost á
sér í stjórnir fyrirtækja.
„Ég tel að í raun hafi þolinmæði flestra verið á
þrotum enda búið að fjalla um þetta mál árum
og áratugum saman án lítilla framfara.“
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
P f a f f
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson