Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 130
130 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Blönduð
stjórnun er góð
Fyrirtækið rB rúm var stofnað fyrir 69 árum í Hafnarfirði og heldur dóttir stofnandans,
Birna Katrín ragnarsdóttir, um stjórnartaumana. Fylgst er með nýjungum hjá fyrirtækinu
og boðið upp á flestallt sem þarf í svefnherbergið.
R B r ú m
Ragnar Björnsson húsgagnabólstrari stofnaði fyrirtækið RB rúm fyrir 69 árum. Fyrirtækið er enn þann dag í dag í eigu fjölskyldunnar og er það dóttir,
hans Birna Katrín Ragnarsdóttir, sem gegnir
hlutverki framkvæmdastjóra.
Framleiðsla á springdýnum og rúmum
skipar stórt hlutverk í rekstri fyrirtækisins en
auk þess fást þar m.a. bólstraðir höfða gaflar,
náttborð, kistlar, rúmteppi, skrautpúðar,
sængur, koddar, lök og dýnuhlífar. Þess
má geta að RB rúm eru í Heimssamtökum
springdýnu framleiðenda, ISPA.
„Við erum með flestallt sem þarf í svefnher
bergið og eru til dæmis dýnur, rúm, lök og
dýnuhlífar búin til í öllum stærðum.“
Birna Katrín segir að forgangsverkefnin
síð ustu árin hafi verið að þjónusta gistiheimili
og hótel. „Það er mikið að gera hjá okkur í
sambandi við þau og reynum við að fylgjast
með öllum nýjungum; ég fer til að mynda um
tvisvar á ári á sýningar erlendis til að fylgjast
með því nýjasta á markaðnum.
Hvað varðar nýjungar þá get ég nefnt að
við fáum reglulega ný efni, við erum farin að
selja mikið af dýnum í skip og yfir sumartí
mann í hjólhýsi og tjaldvagna. Við erum með
mikið úrval af sængurverasettum og svo
bólstrum við til að mynda náttborð og kistla
í stíl við höfðagaflinn og botninn á rúmun
um. Þá búum við til mikið af springdýnum í
sumarbústaði.“
blönduð stjórn er góð
Varðandi lögin sem taka gildi á næsta ári
um að hlutafall hvors kyns í stjórnum verði
ekki lægra en 40% segir Birna Katrín: „Ég er
hlynnt þessu því blönduð stjórnun er góð.
Mér finnst þó að það eigi að velja í stjórnir
eftir manneskjunni sjálfri en ekki hvort við
komandi er kona eða karl.“
Þess má geta að hjá RB rúmum er jafnt
hlutfall kvenna og karla á meðal starfsmanna
og í stjórn fyrirtækisins eru eingöngu konur.
Fyrirtækið fékk viðurkenningu hjá Creditinfo
sem framúrskarandi fyrirtæki; tvö ár í röð,
2010 og 2011.
Aldur: 50 ára.
Menntun: Verslunarskólapróf og hús-
gagnabólstrari.
Hjúskaparstaða: Gift Birni Hilmarssyni. Við
eigum tvo syni; Ragnar, sem
er að verða 22 ára, og Daða,
að verða 17.
Tómstundir: Útivera, að vera með fjöl-
skyldunni og ferðast.
Sumarfríið 2012: Ég tek aldrei sumarfrí
heldur reyni að lengja páska -
frí og jólafrí og fer þá yfirleitt
til systur minnar sem býr á
Flórída.
„Með frekari samþjöppun kjarna samfélags ins með betri samgöngum
eins og jarðganga gerð mun samfélagið styrkjast og starfs umhverfi
verða eftirsóknarverðara.“
Birna Katrín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson