Frjáls verslun - 01.05.2012, Page 143
FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012 143
egar Katie Couric, frétt a
kona hjá CBSsjónvarps stöð
inni, spurði í jan úar 2008
þáverandi for set a fram
bjóðanda Barack O bama
hvaða bók hann myndi
taka með sér í Hvíta hús ið,
aðra en Biblíuna, svar aði hann: Team of
Rivals (Keppnislið keppinautanna). Þetta er
metsölubók frá árinu 2005 eftir Har vard
kennarann, pulitzer verð launa haf ann og
sagn fræð ing inn Doris Kearns Goodwin
og fjallar um hvernig Abraham Lincoln
leiddi þjóð sína á meðan á Þræla stríðinu í
Bandaríkjunum stóð.
Fyrstu mánuðina í starfi gerði Obama
for seti lýðum ljóst að hann byggði stjórn
ar hætti sína að hluta á stjórn visku þessa
forvera síns í embætti. Með því að safna
í ráðuneyti sitt þungavigtar stjórn mála
mönn um sem sjálfir ýmist eru, eða voru,
lík legir til að hyggja á forsetaframboð hefur
Obama endurvakið þá ráðkænsku Lincolns
að búa til liðsheild sem skipuð er hæfustu
and stæðingum hans, fólki sem er óhrætt
við að vera honum ósammála og hefur fullt
traust á eigin leiðtogahæfileikum.
Ef núverandi forseti Bandaríkjanna
getur lært ýmislegt af Abraham Lincoln
þá á viska hans ekki síður erindi inn í við
skiptalífið þar sem leiðtogar og stjórnar for
menn eiga nú erfiða tíma.
Til að komast að því hvaða lærdóm sé
helstan að draga af stjórnarháttum Lincolns
ræddi Diane Coutu, ritstjóri Harvard
Busi ness Review, við höfund bókarinnar
Doris Kearns Goodwin. Hún hefur skrifað
bækur um fleiri Bandaríkjaforseta, eins og
No Ord inary Time (Engir venjulegir tímar)
um Franklin og Eleanor Roosevelt, The
Fitz geralds and the Kennedys og Lyndon B.
John son and the American Dream.
Í tveggja klukkustunda samtali sem fór
efnislega út um víðan völl lýsti Goodwin
þeim eiginleikum sem gerðu Lincoln kleift
að „mynda óvenjulegasta ráðuneyti sög
unnar úr óánægðum andstæðingum“, gaf
nýja forsetanum nokkur góð ráð í bar átt
unni við efnahagsvandann og lýsti þeirri
skoðun sinni að Bandaríkin myndu standa
þetta veður af sér eins og þau hefðu oft
gert í fortíð sinni. Hér á eftir fylgir stytt og
meitluð útgáfa af því sem þeim fór á milli.
Hvaða lærdóm geta Barack Obama
for seti og aðrir leiðtogar dregið af for -
setatíð Abra hams Lincolns?
Það er ýmislegt hægt að tileinka sér. Til
dæmis það að Lincoln valdi sér sterka ein
staklinga að nánustu samstarfsmönnum,
jafnvel þótt þeir væru pólitískir andstæð
ingar hans, metnaðargjarna einstaklinga
sem voru óhræddir við að standa uppi í
hárinu á honum. Sem dæmi um þetta má
nefna Salmon Chase sem var fjármála
ráðherra Lincolns í þrjú ár, þrátt fyrir að
Lincoln væri mætavel kunnugt að Chase
þráði ekkert heitar en að verða forseti
sjálfur og nýtti því hvert tækifæri til að
grafa undan trausti annarra ráðherra,
þings ins og þjóðarinnar á Lincoln. En á
meðan hann stóð sig í starfi sínu sem ráð
herra þótti Lincoln það mikilvægara en
persónu leg ágreiningsmál.
Obama er auðsjáanlega að gera það sama
fyrir aðalkeppinaut sinn, Hillary Clinton,
með því að gera hana að utanríkisráðherra,
gera annan keppinaut, Joe Biden, að
varaforseta og setja svo valdamikla repú
blik ana í ýmis ráðherraembætti, eins og
til dæmis Robert Gates og Ray LaHood.
En eitt má ekki gleymast, hugmyndin er
ekki einvörðungu að koma keppinautum
sínum í áhrifastöður – lykilatriðið er alltaf
að velja hæfasta einstaklinginn í hvert
embætti, þann sem kemur þjóðinni best.
Þegar Lincoln komst til valda var þjóðin
í vanda og hann var nógu greindur og
sjálfsöruggur til að gera sér grein fyrir því
að hann þyrfti bestu einstaklingana sér við
hlið, fólk sem sjálft hafði leiðtogahæfileika
og þekkti styrk sinn. Þetta er mikilvæg
vitn eskja fyrir þjóðarleiðtoga en ekki síður
fyrir forstjóra stórfyrirtækis.
En hver er skuggahliðin á því að búa til
keppnislið úr keppinautum þínum?
Hér segir frá einstökum leiðtogahæfileikum Abrahams Lincolns Bandaríkjaforseta.
Greinin birtist í Harvard Business Review í apríl 2009 og er viðtal Diane Coutu, ritstjóra
tímaritsins, við Harvardkennarann Doris Kearns Goodwin. Hún er höfundur bókarinnar
Team of Rivals sem er um Abraham Lincoln. Goodwin er pulitzervinningshafi og hefur
einnig skrifað um Franklin Roosevelt, John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson.
STJórnunarSTÍLL
aBraHaMS LInCoLnS
Leiðtoganámskeið
með Abraham Lincoln:
TexTi: BrynHildur BjörnsdóTTir