Frjáls verslun - 01.05.2012, Síða 144
144 FRJÁLS VERSLUN 5. TBL. 2012
Fyrir leiðtoga eins og Lincoln og Obama,
sem vilja deila ábyrgð og verkefnum, er
hættan sú að erfitt sé að ná niðurstöðu í
mikilvægum málum og að of mikill tími
fari í þrætur og rifrildi. Sem getur haft
lamandi áhrif. Þeir verða að vera undir
það búnir að setja mál í atkvæðagreiðslu
og ef atkvæði falla jöfn að taka ákvörðun
sjálfir og standa við hana hvort sem öðr
um líkar það betur eða verr. Til dæmis
lét Lincoln ríkisstjórn sína deila um það
mánuðum saman hvort ætti að afnema
þrælahald. Að lokum tók hann sjálfur þá
ákvörðun að gefa út fræga tilskipun um
afnám þrælahalds (The Emancipation
Proclamation). Hann kallaði saman ráð
herra sína og tjáði þeim að hann þyrfti
ekki lengur á skoðunum þeirra um þetta
aðalatriði málsins að halda – nú tæki
hann hins vegar við tillögum um hven ær
og hvernig væri best að kynna og fram
kvæma þessa tilskipun. Svo að jafnvel þótt
sumir ráðherranna styddu ekki ákvörð
un Lincolns í þessu máli fengu þeir á
tilfinninguna að þeirra sjónarmið hefðu
komist til skila. Sem var rétt. Þegar einn
ráðherrann lagði til að Lincoln biði með að
gefa út tilskipunina þangað til næsti sigur
hefði unnist á vígvellinum fylgdi hann
þeim ráðleggingum.
Þú hefur skrifað ævisögur þriggja
Bandaríkjaforseta. Hvaða eiginleika
telur þú nauðsynlega góðum leiðtoga?
Ég get ekki lagt nógu ríka áherslu á
mikil vægi þess fyrir leiðtoga að vera um
kringdur fólki sem er tilbúið til að rífast við
hann eða hana og setja spurningar merki
við það sem leiðtoganum finnst sjálfsagt.
Best er ef hægt er að finna samstarfsfólk
sem er ólíkt í skapferli og þankagangi.
Þegar Lincoln gerði Edwin Stanton að
stríðs málaráðherra í ríkisstjórn sinni árið
1862 var Stanton bæði harðari í horn að
taka og orðvarari en Lincoln sem átti
til linkind við undirmenn sína og var
einn ig stundum of opinskár. Þessir ólíku
eiginleikar þeirra vógu hvor annan upp.
Þegar Lincon var of umburðarlyndur og
náðaði liðhlaupa svo ótt að til vandræða
horfði fyrir heragann sýndi Stanton ein
arða hörku í hegningum fyrir hugleysi.
Þegar þeir unnu saman voru liðhlaupar
vissulega ennþá náðaðir en ekki sami fjöldi
og þegar Lincoln var einn við stjórn völinn.
Það er líka mikilvægt að finna leið til
að viðurkenna hlutdeild nánustu sam
starfsmanna í velgengni svo þeim finnist
þeir mikilvægir fyrir verkefnið og að þeir
eigi sinn hlut í því.
Leiðtogi ætti að sjá til þess að jákvæður
andi ríki í kringum verkefni og í því felst
ekki bara að viðurkenna sín eigin mistök
heldur jafnvel stundum að axla ábyrgð á
mistökum undirmanna sinna. Lincoln tók
ítrekað ábyrgð á mistökum, bæði sínum
eigin og annarra, og það varð til þess að
undirmenn hans voru honum afar tryggir.
Sagan sýnir einnig mikilvægi þess að
kunna að ná sambandi við almenning,
hvort sem er í gegnum útvarpið, eins og
Franklin Roosevelt, eða með því að halda
ræður opinberlega eins og Lincoln gerði, en
ræður hans voru svo skýrar og ljóðrænar
að fólki fannst eins og það væri að horfa á
hann hugsa og að það sem hann segði væri
sannleikur.
Hér má bæta við einu atriði sem ein
kenn ir góðan leiðtoga, hvort sem er í
við skiptum eða stjórnmálum, en margir
van meta mikilvægi þess. Góður leiðtogi
verð ur að kunna að slaka á og safna orku
fyrir bardaga morgundagsins. Lincoln
fór í leikhúsið að minnsta kosti hundrað
sinnum meðan hann bjó í Washington. Og
þrátt fyrir að finna stundum til þunglyndis
hafði hann ríka kímnigáfu og gat skemmt
fólki með gamansögum kvöldin löng.
Franklin Roosevelt gerði svipað. Á meðan
á síðari heimsstyrjöldinni stóð hélt hann
hanastélsstund á hverju kvöldi og þá var
bannað að minnast á stríðið. Stundum
skoðaði hann frímerkin sín. Hann varð að
gefa sjálfum sér frí frá því að hugsa um
erfi ðleikana í smástund. Þessi eiginleiki, að
geta tekið sér smástund til að hlaða batt
erí in, er lykilatriði fyrir góðan og farsælan
leiðtoga.
Fleiri bækur hafa verið skrifaðar um
Lincoln en nokkurn annan Banda ríkja-
forseta. Af hverju var Lincoln svona
góður leiðtogi og hvað í fari hans heill-
ar fólk enn?
Tja, það var að minnsta kosti ekkert eins
einfalt og persónutöfrar. Það tók þjóðina
raunar þó nokkra stund að falla fyrir
Lincoln; vinsældir hans komu næstum úr
öfugri átt. Það var ríkisstjórn hans sem var
Doris Kearns Goodwin, höfundur bókarinnar um Lincoln: Ef ég gæti eytt kvöldstund með
Abraham Lincoln myndi ég bara biðja hann að segja mér sögur. Allir sem hann hitti minntust
á leiftrandi skopskyn hans og ein staka frásagnarhæfileika. Enda sagði hann sjálfur að góð
saga væri betri en viskítár. Ég myndi fá hann til að setjast við eldhúsborðið og segja mér
sögur allt kvöldið og fá þannig mynd af honum eins og hann raunverulega var.