Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 15

Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 15
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 15 Lágstemmdari auglýsingar Ásmundur Helgason segir að áhugavert sé að fylgjast með hvernig auglýsingar hafa breyst með tíðarandan um og ástandinu í þjóðfélaginu og þá sérstaklega hvað varðar aug­ lýs ingar fjármálafyrirtækja og banka. „Auglýsingarnar eru lágstemmdari og menn virðast stíga varlegar til jarðar, enda ástæða til að fara varlega hvað varðar almenningsálitið. Þetta snýst meira um að fyrirtækin ætli að gera betur fyrir viðskiptavinina. Mér­finnst­jaðra­við­að­sumar­auglýsingar­séu­afsökunar­ beiðni.“ Ásmundur segir að burtséð frá fjármálafyrirtækjum og bönkum sé almennt meira um auglýsingar þar sem áhersla er lögð á hagstæðara verð og að lágverðsfyri rtæki séu að spretta­upp.­Fyrirtækið­Interbrand,­sem­er­með­skrifstofur­ víða­um­heim,­hefur­birt­lista­yfir­þau­vörumerki­sem­þykja­ dýrmætust.­Coca­Cola,­IBM­og­Microsoft­eru­í­þremur­efstu­ sætunum.­Google­er­í­fjórða­sæti,­Generel­Electric­fylg­ir­þar­ á­eftir,­McDonalds­er­í­sjötta­sæti,­Intel­í­því­sjöunda,­Nokia­er­í­ áttunda­sæti,­Disney­í­níunda­og­Hewlett­Packard­ er í tíunda sæti. AUGLÝSINGAR Ásmundur Helgason, markaðs- fræðingur hjá Dynamo: Almennt jákvæðar fréttir Sigurður­B.­Stefánsson­segir­að­hlutabréf­á­Vesturlönd­um­hafi­ hækkað um 7­8% frá nóvemberlokum í fyrra. „Bandaríkin hafa skeiðað fram hjá Asíulöndum og Brasilíu en doll arinn gaf aðeins eftir í janúar. Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni í febrúar og mars eftir nær samfellda hækkun­hlutabréfa­í­Banda­ríkjunum­og­Evrópu­í­átta­vikur.­Í­ljósi­ þess að það er veikleiki á markaði í Asíu er kannski ekki óeðlilegt að búa sig undir dýfu, sem næmi 5­8%, á næstunni.“ Sigurður bendir á að fréttir séu almennt jákvæðar hvað varðar fjármálamarkaðinn og heimsbúskapinn. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hækkað mat sitt á hagvexti ársins­2011­í­4,4%­og­hagnaður­fyrirtækja­í­S&P­500-vísitölunni­ jókst um 30% árið 2010 frá fyrra ári, sem er mesta aukning síðan 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi er líka meiri en um árabil. Væntingarvísitala neytenda í Bandaríkjunum hækkaði í janúar í hæsta gildi síðan í apríl 2010 og þannig mætti lengi telja.“ Sigurður segir að það ætti að hafa það hugfast að árin 2010-2012­séu­tölfræðilega­á­mjög­hagfelldum­stað;­kannski­á­ einhverjum hagfelldasta stað í hlutabréfa bylgjunni og í alþjóðle­ gu­hagsveiflunni.­„Vextir­eru­afar­lágir­og­sums­staðar­eru­þeir­ byrjaðir að hækka aftur þannig að útlitið er vonandi gott en það má eins og áður sagði kannski búast við vægum dýfum eins og gengur og gerist þótt það sé mikill kraftur í heimsbúskapnum.“ ERLEND HLUTABRÉF Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Rose Invest: Þá­er­það­ljóst;­á­síðasta­ári­var­keyptur­hálfur­milljarður­af­ snjallsímum­með­Google­Android-stýrikerfinu.­Það­var­vinsælasta­ sýrikerfið,­en­margir­framleiðendur­hafa­sameinast­um­að­nota­ þetta­kerfi,­Samsung,­Sony-Ericsson,­Motorola­og­HTC.­ Það­sem­er­merkilegt­við­Android-stýrikerfið­er­að­heilinn­í­því,­ það­sem­stjórnar­kerfinu,­heitir­Dalvík,­eftir­þeim­ágæta­bæ­í­ Svarfaðardal.­Dan­Bornstein,­sem­hannaði­kerfið,­hafði­einu­sinni­ komið þangað norður og heillaðist af bænum. Hann nefndi því VM-kerfið­Dalvik.­ 2010­var­árið­sem­sala­á­farsímum­fór­í­fyrsta­skipti­yfir­milljarð.­ Langstærsti einstaki framleiðandinn er Nokia með sitt Symbian­ kerfi,­en­Finnarnir­seldu­453­milljónir­síma.­Rúmlega­þriðji­hver­ sími er frá þeim. Næstir koma tveir framleiðendur frá Kóreu, Samsung með 280 milljónir síma og LG með 117 milljónir. Síðan er­nokkuð­langt­í­aðra­framleiðendur.­Hið­kanadíska­RIM­(Black­ berry) seldi 48,3 milljónir síma, Apple frá Kaliforníu 47,5 milljónir iPhone,­Sony-Ericsson­43,1­milljón,­Motorola­37,3­og­HTC­frá­ Taívan 24,6 milljónir síma. Aðrir framleiðendur eru síðan langt á eftir.­En­það­er­semsagt­Dalvík­sem­tengir­saman­milljarða­ manna á hverjum degi! „Viðræður um heildstæða kjarasamninga á milli aðila vinnu­ markaðarins hafa siglt í strand. Það er mikið áhyggjuefni þar sem líkurnar minnka á að launþegum verði tryggðar varanlegar kjarabætur­og­endurreisn­atvinnulífsins­er­teflt­í­tvísýnu.­ Allt frá gerð þjóðarsáttar samninganna 1990 hafa stjórnvöld leitast við að eiga gott samstarf við aðila vinnumarkaðarins. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við í ársbyrjun 2009 gáfu aðilar vinnumarkaðarins henni gott veganesti með undirritun stöðugleikasáttmálans. Hann fór þó út um þúfur vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar,­bæði­gagnvart­launþegahreyfingunni­og­atvin­ nurekendum. Svo virðist sem núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar skilji ekki­að­norræna­velferðarkerfið­sem­þau­kenna­ríkisstjórnina­við­ hefur alla tíð byggst á nánu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Það­samráðskerfi­einkennist­meðal­annars­af­því­að­ríkið­veitir­ þessum aðilum hlutdeild í valdi til að móta opinbera stefnu á sviði efnahags­ og velferðarmála gegn því að allir vinni sameiginlega að því að stilla verðbólgu í hóf og stuðli að uppbyggingu atvinnu veganna. Ráðherrarnir í þessari stjórn láta hins vegar sem þeim komi þessi brýnu mál lítið við og segja þau einkamál samnings aðila. Það ætti þó að vera öllum ljóst að endurreisn efnahags lífsins tekst ekki nema með samstilltu átaki.“ Kjarasamningar í strand STJÓRNMÁL Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sjálfstætt starfandi stjórnmálafræðingur: ÞAU HAFA ORÐIÐ GRÆJUR Páll Stefánsson, ljósmyndari: Hálfur milljarður talar í gegnum Dalvík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.