Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 61 RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND Á SÍNUM TÍMA vann Inga sem upplý singa­ og kynningafulltrúi hjá Ferðamálaráði og síðar tók hún að sér markaðs­ og fram kvæmda­ stjórn fyrir Vest Norden­samstarfi ð. Þegar því starfi lauk 1996 stóð hún á kross götum: „Mér fannst vanta fleiri konur í framvarðar­ línu ferðaþjónustunnar enda hafa konur lengi skipað meirihluta vinnuafls í greininni. Auk þess var ég þeirrar skoðunar að markaðinn skorti gestamóttökuþjónustu eða „hospital ity service“ sem þjónaði fyrirtækjum, stofn unum og þeim sem taka á móti erlendum gestum. Fyrir 15 árum gekk bransinn mjög mikið út á staðlaðar pakkaferðir. Þó voru nokkur fyrirtæki tekin að sérhæfa sig í ráðstefnum. Ég fékk færa konu, Hildi Jónsdóttur, til liðs við mig og við hófum starf semina í Austurstræti 17 þar sem Andri Már Ingólfsson var á sama tíma að byrja með Heimsferðir á jarð­ hæð inni. Tveimur árum síðar tók ég yfir Gesta móttökuna og hef rekið hana ein síðan. Fyrirtækið þróaðist út í að vera fyrst og fremst ráðstefnufyrirtæki; þar hefur líklega orðið mesta aukningin og þróunin. Einnig tökum við að okkur allt sem við­ kem ur sérhópum og þeim sem óska eftir klæðskera sniðinni þjónustu.“ Engar tvær ráðstefnur eru eins Inga segir að Ísland sé mjög vinsælt ráðstefnu­ land og hún sé bæði glöð og stolt yfir að kynna okkar spennandi land sem hefur svo mikið að bjóða. „Hjá Gestamóttökunni hefur safnast fag þekking og mikil reynsla sem nýtist vel. Við vekjum oft athygli á atriðum sem fólk hefur alls ekki hugsað út í. Við getum því oft sparað og hagrætt fyrir fyrirtækin því við kunnum að gera hlutina á hagkvæman hátt. Við sjáum líka um öll smáatriði eins og blómaskreytingar, ráðstefnu gögn, tæknimál og kynningu við­ burða. Hver dag ur í vinnunni er skemmtileg­ ur og engar tvær ráðstefnur eru eins.“ Ísland er mjög vinsælt ráðstefnuland Inga Sólnes, sem er félagsfræðingur og kennari að mennt, er framkvæmda- stjóri ráðstefnu- og ferðaþjónustunnar Gestamóttökunnar. Breytingar eru í vænd­um­hjá­fyrirtækinu­sem­flytur­á­næstunni­á­Kirkjutorg­og­verður­til­húsa­ gegnt Dómkirkjunni – á besta stað í bænum. Inga Sólnes, framkvæmdastjóri Gestamóttökunnar: GESTAMÓTTAKAN BÝR AÐ MIKILLI REYNSLU Inga Sólnes, framkvæmdastjóri Gestamóttökunnar. „Mér fannst vanta fleiri konur í framvarðarlínu ferðaþjónustunnar enda hafa konur lengi skipað meirihluta vinnuafls í greininni.“ Starfsfólk Gestamóttökunnar. Alls staðar er fundafært. Kynningarmynd frá Gestamóttökunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.