Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 25
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 25 TEXTI JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Fólk er ósátt við að greiða kröfur sem það telur ólögmætar og stafa frá einkaaðilum. Hver skilur það ekki? En hin hlið málsins er sú að það kann að vera áhættusamt að láta reyna á rétt sinn. Sama hversu sterka sannfæringu menn hafa fyrir því að rétturinn sé þeirra megin. Niðurstaðan gæti orðið sú að menn standi frammi fyrir marg faldri skuldbindingu þegar borið er saman við samningana. Það gæti gerst til dæmis á grundvelli ólíkrar meðhöndlunar á inn­ stæðum á Íslandi annars vegar og lönd­ unum tveimur hins vegar. Við höfum vel rökstudd lögfræðiálit um það hvað gæti gerst ef látið yrði reyna á rétt okkar. Það sem uppúr stendur er að við það skapast mikil óvissa og það er alls ekki á vísan að róa með niðurstöðuna. Þess utan tel ég það markmið í sjálfu sér að leysa ágreining með samkomulagi. Einstökum áföngum í langri baráttu í þorska stríðunum lauk jafnan með sam komu lagi og þá voru ávallt uppi brigsl um landráð og svik við þjóðina. Ég sé lík­ indi með þessu tvennu. Ég hef sagt mína skoðun. Nú fær almenningur í landinu að hafa um þetta að segja og þá skiptir mestu að umræðan sé upplýst og yfirveguð.“ SVIK VIÐ LANDSFUNDINN? Finnst þér þú ekki hafa svikið samþykkt lands- fundar Sjálfstæðisflokksins um Icesave sem sagði að ekki skyldi ganga að löglausum kröfum Breta og Hollendinga í málinu? „Nei, það finnst mér ekki.“ Ertu ekki sammála því að það standi skýrt og skorinort í samþykkt landsfundarins að ekki eigi að ganga að löglausum kröfum Breta og Hollendinga? „Það segir í ályktun landsfundarins að við eigum að hafna löglausum kröfum þeirra. Samningurinn byggir ekki á neinni laga skyldu af okkar hálfu. Við höfnuðum kröfum þeirra eins og þeim var haldið á lofti. Þeir gáfu þær eftir og það er himinn og haf milli þeirra krafna sem Bretar og Hollendingar héldu á lofti framan af og þess sem samkomulagið gengur út á. Þetta er því allt annað mál. Niðurstaðan er fengin fram með því að hafna skýrri lagaskyldu. Nú taka aðilar málsins allir þátt í lausn þess. Meðalvextirnir í sam­ komulaginu eru um 2,64% sem er langt undir lágmarksvaxtabyrði landanna tveggja. Það er óskiljanlegt þegar menn halda því fram í umræðunni að við hljót um að geta fengið þessa vexti ef svo skyldi fara að við töpuðum í ágreiningi fyrir dóm stólum. Það sér hver maður að samn ingsstaða okkar yrði mun lakari ef til þess kæmi.“ Áttir þú ekki sem formaður flokksins að segja á landsfundi að þú vildir semja um málið og því gætirðu ekki staðið að þessari ályktun? Nei, ég hef aldrei haldið þeim mál stað á lofti að kröfur um ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóðnum væru lög­ mætar. Samkomulag um lausn málsins byggir enda ekki á skýrri lagaskyldu, heldur hagsmunamati. Ef ályktunin hefði verið fyllsta höfnun fundarins við Icesave þá hefði landsfundurinn átt að ganga lengra og álykta að flokkurinn drægi sig út úr öllum viðræðum um málið og kæmi ekkert að lausn þess. Ályktun lands fund­ arins var hins vegar gott veganesti inn í umræðurnar og skilaboð til okkar þing­ manna og að við sjálf stæðis menn kæm um ekki að þeim frekar nema á nýjum og allt öðrum forsendum – og sú varð raunin.“ Þú hafnar því þá að þú hafir ekki kúvent í málinu frá landsfundinum, en þannig skynja margir afstöðu þína? „Ég hef frá upphafi viljað leita póli tískrar lausnar á málinu. Það hefur verið mín skoð­ un alla tíð. Við höfum alls ekki kúvent í Icesave málinu. Haustið 2008 lagði Ingibjörg Sólrún Gísla dóttir, þá utanríkisráðherra í ríkis stjórn Geirs H. Haarde, fram þings­ álykt unartillögu um Icesave sem þing­ flokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti og ég mælti síðar með, sem formaður utan­ ríkis málanefndar, að yrði samþykkt. Með þeirri ályktun sagði Alþingi: Við viljum að leitað sé pólitískrar lausnar á Icesave deilunni. Það var mín skoðun þá og er enn. Ég hef aldrei brugðið út af þeirri braut. En það er mikilvægt að ég hef ávallt sagt skýrt að ég sætti mig ekki við ósanngjarna skilmála eða afarkosti á borð við þá sem fyrri samningar voru. Allt árið 2010 átti ég aðild að viðræðum um lausn þessa máls og við skipuðum okkar fulltrúa í samn inga­ nefndina. Það fór ekki fram hjá neinum. Það er því fráleitt að tala um að ég hafi skipt um skoðun í þessu máli.“ En kynntir þú nægilega vel fyrir flokksmönnum að flokkurinn vildi semja um málið á pólitískum forsendum? „Já, ég tel mig hafa gert það. Ég sagði á opnum fundum í Valhöll aftur og aftur að ég væri að leita að samningslegri niður­ stöðu í þessu máli. En sumir hverjir hafa gert ráð fyrir að við sjálfstæðismenn yrðum alltaf í stjórnarandstöðuhlutverkinu í þessu máli sama hvað öðru liði. Hafi menn borið slíkar vonir til mín í þessu máli þá hafa þær verið óraunhæfar; vonir sem ég hef ekki gefið undir fótinn með.“ STAÐA ÞROTABÚS LANDSBANKANS Hvers vegna segir þú að þetta sé annars konar samningur? Er þetta ekki sami samningurinn í eðli sínu? Ríkissjóður, skattborgarar, ábyrg- ist tvö erlend lán; 1,3 milljarða evra lán frá Hollendingum og 2,3 milljarða punda lán frá Englendingum sem tryggingasjóður inn- stæðueigenda er látinn taka til að standa skil á lágmarkstryggingunni til Breta og Holl end- inga. Vextir eru lægri en í fyrri samningum og kjörin betri en grunnábyrgðin og skyldan er sú sama ef allt fer á versta veg. „Þetta eru ekki lánasamningar í fyrsta lagi. Það sést best á gjörbreyttu formi samn inganna.“ Bíddu, er ríkissjóður ekki að ábyrgjast tvö erlend lán sem tryggingasjóður innstæðu eig enda er látinn taka til að greiða Bretum og Hollendingum og viðurkenna þar með innstæðu tryggingakerfi ESB? Ríkissjóður Íslands rukkar svo innstæðutryggingasjóðinn sem innheimtir fé sitt í þrotabúi Landsbankans og áhættan er öll ríkissjóðs varðandi það sem fæst úr þrotabúinu. Þannig voru fyrri samningar. Nú er um endurgreiðslutryggingu að ræða sem þýðir að endanleg skuldbinding ræðst af því sem vantar upp á að þrotabúið hafi greitt af höfuðstólnum árið 2016. Auk þess er skuldbinding um að greiða lága vexti á biðtímanum. Uppgjörið fer reyndar fram í gegnum tryggingasjóðinn. Það er því grundvallaratriði að kynna sér stöðu þrotabúsins þegar áhættan er metin. Nú er talið að búið muni standa undir tæplega 90% af öllum höfuðstól kröf­ unnar. Það mat er að mínu áliti mjög var­ færið og hefur farið hækkandi í hverjum ársfjórðungi. Það eru jafnvel líkur á að trygg ingasjóður innistæðueigenda fái að lokum höfuðstólinn að fullu greiddan. Þess vegna get ég engan veginn fallist á að ríkið sé í raun að taka ábyrgð á allri fjár­ hæðinni.“ Það hlýtur að vera áfellisdómur yfir Alþingi að hafa samþykkt svo herfilega lélegan samn ing fyrir einu ári – sem og öllum þeim efnahags- spekingum þjóðarinnar sem hvöttu til að hann yrði samþykktur. Er furða að fólk hafi vantrú á þinginu við að afgreiða þetta mál? „Þetta mál hefur haft slæm áhrif á tiltrú fólks á þinginu; það er enginn vafi á því. En sú gagnrýni hlýtur að beinast að þeim sem samþykktu afarkosti fyrri samninga. Við sjálfstæðismenn höfnuðum þeim. Þetta er ein ástæða þess að við vildum að málið færi til þjóðarinnar að nýju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.