Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Þú virðist sannfærður um að svo mikið fáist út úr þrotabúi gamla Landsbankans og þær greiðslur berist það örugglega á næstu árum að það sem lendi á ríkissjóði vegna ábyrgðarinnar verði innan við 50 milljarða króna. En það er ekkert fast í hendi í því máli, gengi krónunnar getur t.d. fallið og þyngt byrðina. Þá er skulda- bréf nýja Landsbankans ekki eins tryggt og af er látið fyrir þrotabúið. Sérfræðingur hjá Gamma segir að breytist gengið og minna fáist úr þrotabúinu geti yfir 230 milljarðar lent á ríkissjóði. „Ég get ekki frekar en annar sett trygg­ ingar fyrir endurheimtum búsins. En eftir að hafa skoðað þau gögn sem eru tiltæk tel ég eignir búsins varlega metnar. Svona lá málið fyrir þinginu. Það þurfti að taka afstöðu til þess og ég kynnti mér það mjög vel. Raunverulegar líkur á því að skuld­ bindingin fari yfir 200 milljarða vegna eigna þrotabúsins eru engar, að mínu mati. Til þess að það gerðist þyrfti að koma til algjört hrun á gjaldmiðlinum á næstu mánuðum. Slíkt gjaldmiðilshrun þyrfti svo að fara saman við hrun á eignamörkuðum erlendis og einhver óvænt ytri atvik að koma í veg fyrir útgreiðslur úr þrotabúinu. Það er hægt að reikna sig í alls konar hörm­ ungar en það er bara ekki raunhæft.“ Útskýrðu það betur hvers vegna þú metur það svo að endurheimtur þrotabúsins verði svo miklar? Fyrir það fyrsta eru núþegar nokkur hundruð milljarðar króna í reiðufé í þrota búinu, um einn þriðji allra eigna er reiðu fé sem er að ávaxtast. Eignir búsins eru sem sagt reiðufé, traust skuldabréf og aðrar eignir sem hafa verið að þróast með já kvæðum hætti – og fara bráðlega í sölu. Heilt yfir virðist skilanefndin með varfærið mat á eignasafninu og því tel ég einfaldlega meiri líkur á að endurheimtuhlutfallið hækki frekar en lækki. Ef Ragnar H. Hall lögmaður hefur rétt fyrir sér um að tryggingasjóður inn stæðueigenda hafi einn forgang á útgreiðsl um úr þrota­ búinu – þ.e. áður en afgangurinn af viðkom­ andi Icesave­reikn ingi er greiddur – þá er höfuðstóllinn tryggður að fullu. Þetta skýrist síðar á árinu. En allir útreikningar hafa af varfærnisástæðum miðað við að Ragnar H. Hall hafi ekki rétt fyrir sér og að krafa tryggingasjóðsins og afgangurinn af reikningunum séu í forgangi. Þá er deilt um það hvort heildsölulánin upp á 170 milljarða króna teljist forgangs­ kröfur, þ.e. innstæður í skilningi neyðar­ laganna. Slitastjórn Landsbankans hefur samþykkt að svo sé, en slitastjórnir Glitnis og Kaupþings höfnuðu slíkri kröfu. Þetta álitamál er núna fyrir dómstólum. Verði heildsöluinnlánum hent út sem for gangs­ kröfu vænkast staðan verulega þannig að höfuðstóll kröfunnar verður tryggður. Ef Iceland­keðjan er seld á því verði sem rætt hefur verið um að undanförnu er ljóst að eign búsins eykst um tugi millj arða sem aftur dregur enn frekar úr skuld bind ing­ unni. Hér mætti tína fleira til. Ég tel að mikilvægur hluti kynningar á málinu fyrir þjóðaratkvæði sé að gera betur grein fyrir öllum þessum þáttum.“ En fari svo að dómstólar á Íslandi dæmi neyðar- lögin ólögmæt, þá mun forgangur trygginga- sjóðs innstæðueigenda í þrotabúi Landsbankans falla úr gildi og Icesave falla á ríkissjóð? Þarf ekki að fá niðurstöðu dómstóla um neyðarlögin áður en Alþingi samþykkir Icesave-samninginn við Breta og Hollendinga, fyrr er upphæðin ekki á hreinu? „Lögfræðilegir álitsgjafar eru svo gott sem á einu máli um að neyðarlögin verði aldrei dæmd ógild. Sú niðurstaða styðst við það álit ESA að það standist samkvæmt EES­ samningi að neyðarlögin, sem Íslendingar settu, hafi sett innstæður í forgang í eignir búsins. En fari svo þá er Icesave­málið ekki okkar helsti höfuðverkur heldur uppgjör íslenska bankagjaldþrotsins í heildina og við verðum komin í verri stöðu en nokkurn getur órað fyrir.“ PÓLITÍSK ÁHÆTTA Hvað viltu segja við þau félög ungra sjálf stæðis- manna sem hafa gagnrýnt þig og foryst una harð- lega fyrir að samþykkja Icesave-samninginn. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirra starfi. Þeir hafa þó komið fullharkalega fram í sínum málflutningi, en ég lít á stjórnina sem góða vini mína, félaga og samherja. Ég átti góðan fund með stjórn SUS þar sem ég gat upplýst þá um ýmsa þætti málsins sem skipta máli fyrir heildarmat á stöðunni.“ Finnst þér þú taka pólitíska áhættu með því að samþykkja Icesave og aðstoða ríkisstjórnina við að koma málinu í gegn? „Ég er sjálfsagt að taka áhættu. En ég fylgi minni sannfæringu um að þetta sé besta leiðin fyrir þjóðina. Að reyna að gera öllum ávallt til geðs er öruggasta leiðin til að mistakast. Það er uppskrift að mistökum.“ Tveir af fyrrverandi formönnum flokksins, Þorsteinn Pálsson og Geir H. Haarde, sögðu eftir fundinn í Valhöll að þú hefðir styrkt stöðu þína sem leiðtogi flokksins. „Mér þykir auðvitað vænt um að njóta stuðnings þeirra og trausts. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi á meðal flokks bund­ inna sjálfstæðismanna sem og annarra út af þessari ákvörðun minni. En ég er fyrst og fremst að fara eftir eigin sannfæringu í þessu máli.“ Ýmsir spyrja sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái eitthvað í staðinn – hvort þetta séu póli- tísk hrossakaup – fyrst þið hoppið upp í vagn vinstristjórnarinnar sem hefur í ákefð sinni sett fyrrverandi formann flokksins á sakamannabekk. Þið hefðuð getað setið hjá. Ríkisstjórnin þurfti ekki stuðning ykkar í þessu máli. Þeir sem hugsa svona gefa sér að stjórnar­andstaðan eigi alltaf að taka slaginn gegn ríkisstjórnum og gera þeim erfitt fyrir. Taka slaginn slagsins vegna en ekki vegna málefna. Ég er ósammála þessari pólitík. Þetta er ekki mín pólitík. Ég tók ekki svona ákvörðun í Landsdómsmálinu þar sem margir hvöttu mig til þess að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðsson. En ég stóð með sannfæringu minni. Ég breyti eftir sannfæringu minni en ekki pólitískum átakalínum. Það eru engir samningar hér að baki – engin hrossakaup. Mín afstaða liggur fyrir.“ Á MÓTI ÞVÍ AÐ GANGA Í EVRÓPU SAMBANDIÐ Víkjum þá að ESB-aðildarviðræðum Íslands. Hver er þín einlæga afstaða til ESB-aðildar? Ég spyr vegna þess að mörgum finnst þú ekki nægilega skýr í afstöðu þinni og sumir halda því fram að innst inni viljir þú ganga í ESB en hafir orðið undir með það mál innan flokksins. „Ég tel hag okkar vel borgið innan EES; Evrópska efnahagssvæðisins. Ég hef kom­ ist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ástæða til að stíga inn í Evrópusambandið því ávinn ingurinn jafnar alls ekki út gallana við það. Samþykkt landsfundarins um að draga aðildarumsóknina til baka var áskorun til okkar sjálfstæðismanna um að gera það sem við gætum til að stöðva viðræðuferlið. En við erum í minnihluta á þinginu til að fylgja þessari ályktun landsfundarins eftir og mér sýnist að það vanti talsvert upp á að slík tillaga nái fram að ganga. Ég efast hins vegar um að aðildarferlið haldi áfram mikið lengur. Ríkisstjórnin er ekki fær um að standa að þessum við­ ræðum af heilindum. Það er himinn og haf á milli stjórnarflokkanna og einstaka ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins vinna gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég sé ekki hvernig það getur gengið mikið lengur og spái því að það líði að leiðarlokum í viðræðuferlinu. Það er einfaldlega ekki heiðarlegt gagnvart viðsemjendum okkar að standa svona að málum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.