Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND HANN SEGIR eftirminnilegast hversu auð­ veld framkvæmdin hafi í raun verið þar sem nálægðin er mikil og allt innan seil ingar. „Það var ekkert mál að redda hlutunum. Eitt ágætt dæmi um það er þegar átti að taka myndir af hópnum í kirkjutröpp un­ um. Á 15 mínútum var búið að stilla öllum mannskapnum upp og ná í ljósmyndara.“ Björn segir það standa alþjóðlegum ráðstefnum svolítið fyrir þrifum að ekki sé flogið beint til Akureyrar. „Okkur Akureyr­ ingunum fannst það geta unnið á móti okkur. Hins vegar komu flestir ráðstefnu­ gestir okkar tveimur til þremur dögum áður en ráðstefnan hófst og ferðuðust um. Ráðstefnan var sett í Listasafninu, þar sem Hótel KEA sá um viðurgjörninginn. Síðan var ráðstefnan haldin á hótelinu þar sem ráðstefnugestir gistu. Hótel KEA býður upp á alla möguleika og tengslanet sem þarf í svona lagað. Það er auðvelt að redda hlutum; ef kemur fyrirspurn þá þekkja allir alla og vegna nálægðarinnar nær maður að halda miklu betur utan um hlutina.“ Þegar fundum sleppti fóru ráðstefnu­ gestir meðal annars um borð í bát þar sem boðið var upp á veiði á sjóstöng. „Það var eftirminnilegt fyrir fólkið að fá að veiða og um borð var boðið upp á veitingar sem matreiðslumenn hótelsins sáu um.“ Eitt síðdegið var síðan farið að Mývatni og segir Björn ráðstefnugesti hafa fengið mikið út úr því að upplifa íslenska náttúru. „Við ætluðum að halda ráðstefnuna að hluta í Hofi, menningarhúsi Akureyringa, en það var ekki tilbúið þegar hún var haldin. Það er ljóst að menningarhúsið býður upp á aukna möguleika í tengslum við ráðstefnu­ hald og ferðaþjónustu norðan heiða.“ Allt innan seilingar Björn Magnússon, forstöðumaður þjónustudeildar Fasteignaskrár Íslands, var í forsvari fyrir alþjóðlega ráðstefnu sem Fasteignaskrá Íslands hélt á Akureyri í fyrravor, en ráðstefnugestir voru frá Norðurlöndunum. Björn Magnússon, forstöðumaður þjónustudeildar Fasteignaskrár Íslands: „ÞETTA VAR FRÁBRUGÐIÐ hefð­ bundn um ráðstefnum að því leyti að fyrir­ lestrar voru opnir almenningi og haldnir í litlum leik húsum og sölum inn af krám. Það var selt inn, það var fullt á öllum við­ burðum og færri komust að en vildu.“ Fyrirlesarar voru 30 og var um 26 við­ burði að ræða. Vilhjálmur tók þátt í sex. „Ég kom á miðvikudegi og hélt fyrirlestur og klukkan 11 um kvöldið var ég kominn í beina útsendingu í írska sjónvarpinu. Á þessum fundum lýsti ég til dæmis ástandinu á Íslandi og hvernig Íslendingar hefðu tekist á við bankahrunið. Það sem ég varði kannski helst var að Íslendingar létu bankana falla og tóku ekki ábyrgð á skuld­ um þeirra og ég lýsti því að þjóðin hefði fremur einbeitt sér að því að verja ríkissjóð, Landsvirkjun og Orkuveituna. Meðal gesta var William Black sem hefur komið tvisvar sinnum til landsins og fjallað um hvernig íslenskir bankar voru rændir innan frá.“ Opið almenningi Vilhjálmur Bjarnason fór í vetur á ráðstefnuna Kilkenomics sem haldin var í írska bænum Kilkenny. Fjallað var um efnahagsörðugleika Íra, Íslendinga og fleiri þjóða. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: EFTIRMINNILEG RÁÐSTEFNA Á AKUREYRI EFTIRMINNILEG RÁÐSTEFNA ERLENDIS „Okkur Akureyr ingunum fannst það geta unnið á móti okkur. Hins vegar komu flestir ráðstefnu gestir okkar tveimur til þremur dögum áður en ráðstefnan hófst og ferðuðust um.“ „Það var fullt á öllum viðburðum og færri komust að en vildu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.