Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Hvernig metur þú stöðu flokksins núna komi til kosninga? Er hann tilbúinn? „Ég met hana sterka. Það er enginn vafi á að við erum að sækja í okkur veðrið og málefnastaða okkar er sterk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur bætt verulega við sig fylgi í könnunum frá kosn­ ingum og mælumst með mest fylgi allra flokka. Ég hef enga trú á öðru en að það skili sér þótt venjan sé að flokkurinn mælist yfirleitt með aðeins meira fylgi í könn unum en kosningum. Flokkurinn er tilbúinn!“ Ertu sjálfur tilbúinn til að leiða nýja ríkisstjórn? „Já, ég er það. Ég er á góðum aldri, með fjölbreytta reynslu, hef bæði verið í stjórn­ málum í meðbyr og andstreymi í efna hags­ lífinu og verið í forystu flokksins þegar hann hefur gengið í gegnum sitt erfið asta tímabil sennilega frá stofnun. Það hefur fært mér reynslu sem ég bý að til að leiða nýja ríkisstjórn. Fólk vill eðli lega sjá árangur og skynja af verkum manna að þeir séu traustsins verðir. Ég er þess meðvitaður að traust kemur ekki með því einu að vera kosinn formaður á lands fundi.“ Sú skoðun heyrist oft að það sé til lítils að slíta núverandi stjórn því ekki liggi fyrir hvað taki við – og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hvorki áhuga né getu til að taka við. Það er hluti af herfræðinni gegn okkur að þessi ríkisstjórn sé sú eina sem geti stýrt landinu og að aðrir kostir séu ekki í stöðunni. Andstaðan við Sjálfstæðis flokk­ inn sameinar stjórnar flokkana en ekki málefnaleg staða þeirra til atvinnulífsins; sem er ólík. Það er blátt áfram átakanlegt að horfa upp á þann grundvallarágreining sem ríkir milli stjórnarflokkanna um stærstu mál ríkisstjórnarinnar. Við höfum bæði getu og áhuga á að taka við. Stund endurreisnar er runnin upp. Áhugi fólks er núna meiri á framtíðinni en fortíðinni; fólkið í landinu hugsar um kjör sín í dag og hvernig þau verða bætt í framtíðinni með því að byggja upp atvinnu lífið.“ Það eru nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem mörgum kjósendum og flokksmönnum finnst hafa glatað trausti vegna styrkjamálsins og sterkra tengsla við bankana fyrir hrun og veikja flokkinn komi til kosninga. Viltu sjá þetta fólk draga sig í hlé? „Það sem skiptir mestu fyrir þá, sem hafa setið undir ásökunum um að hafa mistekist eða glatað trausti eftir hrunið, er að endur­ nýja umboð sitt í prófkjörum innan flokks ins. Það er ekki mitt að óska eftir því að ein hverjir dragi sig í hlé. Flokkurinn verður að nota lýðræðislegar reglur gagnvart þeim sem hafa glatað trausti. Það er aðferð flokksins við uppgjör. Ef þeir endurnýja umboð sitt verða þeir að fá að njóta þess og fá stuðning. Það er aldrei hægt að afskrifa neinn í pólitík. Winston Churchill orðaði þetta ágætlega þegar hann sagði að eini mun urinn á pólitík og stríði væri sá að í stríði dæju menn bara einu sinni.“ MEÐFERÐIN Á GEIR H. HAARDE Það hlýtur að verða erfitt fyrir þig að mynda nýja ríkisstjórn því varla getur Sjálfstæðis- flokk urinn unnið með Vinstri grænum eða Sam fylkingu í ljósi þess að þeir líta á ykkur sem höfuðandstæðing sinn og drógu fyrr ver- andi formann flokksins, Geir H. Haarde, fyrir Landsdóm og settu hann þar með á sakam anna- bekk. Þið getið ekki gleymt því. „Það urðu mér mikil vonbrigði að upplifa það sem gerðist í Landsdómsmálinu. Ekki einvörðungu hversu röng niðurstaðan var heldur fannst mér þeir þingmenn sem studdu hana alls ekki trúir sannfæringu sinni. Þeir virtust vinna þetta út frá þeirri hugs un að þetta þyrfti bara að gera og hjá þessu yrði ekki komist vegna þess að það væri uppi krafa um það í þjóðfélaginu. Þetta var í hina röndina ákvörðun um að klekkja á pólitískum andstæðingi. Pólitíkin var færð inn í réttarsalinn. Ég dreg enga dul á að í þessu máli myndaðist djúp gjá á milli manna.“ Er sú gjá ekki ennþá til staðar? „Jú, það er ekki gróið um heilt.“ En er þá ekki komin upp ákveðin pattstaða við stjórnarmyndun? „Ákæran á hendur Geir gerir samstarf við þá sem stóðu að henni erfiðara. En á móti verður að spyrja: Höfum við leyfi til að grafa skotgrafir út af einstökum málum og festast í þeim? Það er hagur þjóðarinnar að þingið geti myndað starfhæfa ríkisstjórn; það hlýtur að vera í fyrirrúmi. Það besta í stöðunni núna væri hins vegar að efna til kosninga og brjóta upp þá stöðnun sem ríkir á þinginu og hjá þessari ríkisstjórn.“ Á ekki Sjálfstæðisflokkurinn frekar samleið með Framsóknarflokknum en núverandi stjórnarflokkum? „Við höfum átt samleið með Framsókn­ ar flokknum um ýmis mikilvæg efnahags­ mál í þinginu og ég myndi gjarnan vilja sjá framsóknarmenn sækja meira í sig veðrið á kostnað afturhaldssamari afla. Það eru hins vegar úrslit kosninga sem skera úr um hverjir hefja stjórnarmyndunarviðræður.“ STEINGRÍMUR J. OG JÓHANNA Áttu von á því að það verði formannaskipti hjá stjórnarflokkunum, að Steingrímur J. og Jóhanna séu á útleið sem formenn sinna flokka? Ég veit það ekki en mér finnst aug ljós lega farið að síga á seinni hlutann hjá þeim – og er ekki einn um það. Hvað þetta snertir er áberandi munur á stjórnar flokk unum og stjórnarandstöðunni, sem er með nýja forystu og nýtt fólk.“ Gætir þú unnið með þeim báðum, Steingrími J. og Jóhönnu? „Mér hefur alltaf gengið vel að eiga per són­ uleg samskipti við þau bæði og treysti mér til að vinna með þeim báðum á þeim nótum – en pólitískt hefur mér líkað afar illa við margt af því sem þau hafa gert undanfarin tvö ár og það hefur auðvitað áhrif. En á end­ anum hlýtur samstarf flokka að ráðast af má lefnum.“ Það er því grund­ vallaratriði að kynna sér stöðu þrota búsins þegar áhættan er metin. Nú er talið að búið muni standa undir tæplega 90% af öllum höfuðstól kröf unnar. Það mat er að mínu áliti mjög var ­ færið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.