Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 79
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 79 KVIKMYNDIR síns tíma, sem sjálfsagt mun koma, hvort sem það verður í kvikmynd eða sjónvarpi. Í The Lincoln Lawyer fær Mickey Haller að því er virðist tækifæri lífs síns þegar hann er beðinn að vera verjandi forríks skemmtana­ gosa, Louis Roulets, sem ákærður er fyrir morð, en segist saklaus. Í gegnum tíðina hefur Haller ekki fengist við stórmál, heldur varið minniháttar glæpamenn og oftar en ekki þá sem ekki eiga fyrir lögfræð ingi. Það er því ekki nema von að hann sé upp veðr að­ ur­af­verkefninu.­En­það­sem­í­fyrstu­sýn­ist­ vera­einfalt­verk­og­fljótunnið­vindur­upp­ á sig þegar einka lögga sem vinnur fyrir Hall­er­finnur­ýmislegt­í­fortíð­Roulets­sem­ ekki þolir dags ins ljós og Haller hefur ekki fengið vitneskju um, vitneskja sem gerir það að verkum að hann verður í lífshættu. Má því segja að Haller fari úr ösk unni í eldinn hvað viðskiptavini varðar. McConaughey þarf á vinsælli mynd að halda Matthew McConaughey sló í gegn í A Time To Kill (1996) þar sem hann lék lögfræðing og er hún vinsælasta kvikmyndin sem hann hefur leik ið í hingað til. Ferill hans hefur ver ið frekar á niður leið á síðustu árum en aldrei að vita nema hann nái fyrri reisn fyrst hann er aftur kominn í hlutverk lögfræðings. Mót­ leikarar hans eru ekki af verri end anum en þar­á­meðal­eru­Marisa­Tomei,­Ryan­Phill- ippe, William H. Macy, Josh Lucas, John Leguizamo og Brian Cranston. Leikstjóri The Lincoln Lawyer er Brad Fur­ man, tiltölulega óreyndur leikstjóri sem kem­ ur úr auglýsinga­ og tónlistarbransanum. Hann á að baki eina kvikmynd, The Take (2007), minni háttar sakamálamynd sem fór nánast beint á mynd bandamarkaðinn, svo hér­er­um­líf­og­dauða­að­tefla­fyrir­hann­ef­ hann ætlar að standa sig í Hollywood. Hver sem útkoman verður þá er Michael Conn elly ánægður með myndina. Hann er búinn að sjá grófa útgáfu af henni og sagði hana taka­vel­á­söguþræðinum;­hún­fylgdi­bókinni­ vel eftir og McConaughey væri eins og skapaður í hlutverkið. Handritið skrifaði John Romero, sem lengi hefur skrifað bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndir, nú síðast hand ritið að Nights in Rodanthe (2008), þar sem Richard Gere­og­Diane­Lane­fóru­með­aðalhlutverkin.­ The Lincoln Lawyer verður frum sýnd í Banda­ ríkjunum um miðjan mars. Þór Þór og Thor er sama nafnið, hvort á sínu tungumálinu, en tvær kvikmyndir, önnur íslensk og hin bandarísk, verða sýndar á þessu ári sem bera þetta nafn. Sjálf­ sagt vita framleiðendur stór myndarinnar Thor, sem breski leikarinn og leikstjór­ inn Kenneth Brannagh leik stýrir, ekki af tilvist hinnar ísl ensku teiknimyndar um þrumuguðinn Þór, sem Óskar Jónasson leikstýrir, og eru þar af leiðandi ekki hrædd ir við samkeppnina. Ekki er komin dagsetning á íslensku myndina, en sú bandaríska, sem er í þrí vídd, verður frumsýnd í maí. Í henni leikur tiltölulega óþekkt ur leikari, Chris Hems­ worth, þrumuguðinn sem sendur er í refsingar skyni til mannfólksins. Mótleik arar hans eru mun þekktari en meðal þeirra eru Natalie Port man, Anthony Hopkins, Stellan Skarsgaard, Rene Russo og Idris Elba. Casino Jack Það fer ekki mikið fyrir stór­ leikaranum Kevin Spacey í kvikmyndaheiminum og ef hann sést í kvikmyndum er það yfirleitt í aukahlutverk­ um. Ástæðan er að síðustu sjö ár hefur hann verið leik­ hússtjóri Old Vic­leikhússins í London. Í Casino Jack er hann kominn aftur á fulla ferð í hlutverki hins alræmda lobbýista í Washington Jacks Abramoffs, sem tókst að koma sér innundir hjá fylgismönnum George W. Bush þar sem litið var á hann sem bjargvætt og hve fall hans var hátt þegar upp komst um græðgi og spillingu. Auk Spaceys leika í Casino Jack Kelly Preston, Barry Pepper og Jon Lovitz. Þetta er ekki eina myndin um Jack Abramoff sem er í sýningu, í fyrra var frumsýnd heimildarmyndin Casino Jack and the United States of Money. Ofviðrið Það er ekki bara Leikfélag Reykjavíkur sem er að sýna Ofviðrið eftir William Shake speare um þessar mundir. Í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum er verið að sýna nýja kvikmynda­ útgáfu af Ofviðrinu (The Tempest), sem Julie Taymor leikstýrir. Taymor er ekki ókunnug Shakespeare en hún leikstýrði hinni frekar ógeðfelldu Titus þar sem Anthony Hopkins fór með titilhlutverkið. Sem fyrr fer Taymor ekki hefðbundnar leiðir í túlkun sinni á verkum meistarans og nú hefur hún breytt Prospero í kvenmann, Prosperu, sem Helen Mirren leikur. Í myndinni segir frá hertogaynjunni af Mílanó sem er í útlegð á eyju ásamt dóttur sinni og eignast þar ekki síður óvini en í Mílanó enda stjórnar hún af kænsku og grimmd. Helen Mirren er með úrvalsleikara með sér þar sem fremstir fara Djimou Hounsou, Alfred Molina, Tom Conti, Chris Cooper, Alan Cumming og háðfugl­ inn Russell Brand. Sýningar á The Tempest hefjast í Evr ópu í mars. Matthew McConaughey í hlutverki lögfræðings í The Lincoln Lawyer, sem er í vafa um ágæti sak ­ bornings sem ákærður er fyrir morð og hann er verjandi fyrir. Lögfræðingurinn í Lincolninum bíófréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.