Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 39 VINSÆLASTA FYRIRTÆKIÐ Sp.: Vildir þú nefna 1 til 2 íslensk fyrirtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til? Bankarnir 20.9% 1 25.8% 1 -4.8% Bónus 6.7% 2 10.6% 2 -4.0% Landsbankinn 4.7% 3 9.4% 3 -4.7% Arion banki 4.4% 4 8.0% 4 -3.6% Sjóvá 2.6% 5 2.3% 11 0.3% Baugur 2.2% 6-7 4.9% 5 -2.7% Olíufélögin 2.2% 6-7 2.2% Iceland express 2.1% 8 2.1% 365 2.0% 9 2.0% Tryggingafélögin 1.7% 10 1.7% Íslandsbanki 1.4% 11 3.1% 7-8 -1.7% Morgunblaðið 1.3% 12 1.9% 12 -0.6% N1 1.2% 13-14 1.2% Icelandair 1.2% 13-14 1.2% Húsasmiðjan 1.0% 15-16 1.0% 14-16 0.0% Síminn 1.0% 15-16 1.0% 14-16 -0.1% Hagar 0.9% 17-18 2.4% 10 -1.5% Orkuveitan 0.9% 17-18 0.9% Þetta kemur okkur ánægjulega á óvart, sér staklega af því að við erum ekki á neyt­ endamarkaði og flytjum út 99,5 prósent af framleiðslu okkar,“ segir Sigsteinn Grétarsson, for­ stjóri Marels á Íslandi. Marel, sem selur búnað og vörur til matvælaframleiðslu, er annað vinsælasta fyrirtæki landsins samkvæmt niðurstöðum vin­ sældakönnunarinnar. Að sögn Sigsteins er Marel, sem stofnað var 1983, alþjóðlegt fyrirtæki en að meirihluta í eigu Íslendinga. „Við vinnum á markaði sem er mjög vel skilgreindur og erum í nánu sambandi við viðskiptavini, bæði hvað varðar vöruþróun og ráðgjöf. Við veitum þeim tæki og tól til að bæta nýtingu og auka framleiðni, gæði og öryggi. Við höfum átt mjög gott samstarf við matvælafram­ leiðendur á Íslandi. Markaðs­ setning okkar erlendis er fyrst og fremst í gegnum sýningar.“ Sigsteinn segir Marel hafa haldið dampi og vaxið jafnt og þétt að undanförnu. Mögulega skýringu á jákvæðni almenn­ ings í garð fyrirtækisins telur Sigsteinn vera fjölgun starfs­ manna. „Við erum eitt af fáum félögum á Íslandi sem hafa verið að bæta við sig fólki. Staða okkar er mjög góð og eftir hrun höfum við lagt áherslu á að fjölga störfum á Íslandi. Við höfum flutt störf frá öðrum löndum til Íslands.“ Vinsældir okkar hafa í gegnum tíðina byggst á lágu vöruverði og af því við seljum á sama verði í öllum okkar verslunum um land allt. Það er skýr verðstefna og frábært starfsfólk sem hefur komið Bónus þangað sem það er í dag,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmda­ stjóri Bónuss, en fyrirtækið er fjórða vinsælasta fyrirtæki landsins samkvæmt vinsælda­ könnun Frjálsrar verslunar. Guðmundur tekur fram að línan sé fín þegar lítið er lagt á. „Þetta er harður bransi og það er mikið fyrir þessu haft. Við vinnum mikið og leggjum mikið á okkur fyrir viðskiptavini okkar, sem eiga það sannar lega skilið.“ Um stefnuna í markaðs­ og auglýsingamálum segir Guð­ mundur fyrirtækið ekki vera með neinn svokallaðan pr­mann. „Við auglýsum vörur og verð og látum verkin tala í okkar rekstri. Við erum með einfalda stefnu og hún er að bjóða lægsta matvöruverðið. Við gerum þetta eins einfalt og við getum og erum afar þakklát neytend um fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt okkur síðastliðið 21 ár.“ Það er ótrúlegt að við skulum hafa náð svona langt með bara eina búð,“ segir Sveinn Sigur bergsson, kaupmaður í Fjarð arkaupum í Hafnarfirði. Versl unin, þar sem Sveinn segir starfað eftir gömlum gild um, er fimmta vinsælasta fyrir tæki landsins samkvæmt niður stöð ­ um vinsældakönnunarinnar. „Við höfum verið að sækja í okkur veðrið undanfarin ár og það hefur hvatt okkur og starfs fólk okkar til þess að halda áfram á sömu braut. Þegar allt fór í bál og brand í samfélaginu fjölg aði viðskiptavinunum og við styrktum stöðu okkar. Við höfum verið með sömu kennitöluna í 37 ár og staðið af okkur öll mold­ viðri. Það þykir líka smart.“ Stefnan hefur verið að hafa hagstætt verð á öllum vörum, að því er Sveinn greinir frá. „Við höf­ um ekki reynt að vera ódýrastir en heildarverðlagning in er sanngjörn. Við auglýsum verð og vöru í fjölmiðlum og gerum út á heimilislega um hverfið hér. Bragurinn er annar. Sumum finnst þetta eins og í kaupfélagi úti á landi. Það eru ýmsar deild­ ir í búðinni og fólki finnst þetta öðruvísi en annars staðar.“ Sveinn segir áherslu lagða á góða þjónustu og það kunni við skiptavinir greinilega að meta. „Á bak við þetta allt er þjón ustan. Ég held að hún sé mikils virði í samkeppni. Fólk fær ekki bara upplýsingar um hvar varan er í versluninni, heldur fær það upplýsingar um sjálfa vöruna, sem ætti að vera sjálfsagt þegar um þjónustu­ fyrirtæki er að ræða.“ Icelandair er þriðja vin­sælasta fyrirtæki landsins árið 2011 samkvæmt vinsældakönnun Frjálsr ar versl unar. Birkir Hólm Guðna­ son, framkvæmdastjóri Iceland­ air, segir viðbrögð fyrir tækisins við kreppum hafa vakið athygli auk þess sem sótt hafi verið fram á íslenskum markaði. „Eftir bankahrunið misst­ um við 40 þúsund bókanir á tveimur vikum þegar Íslend­ ingar aflýstu utanlandsferðum sínum. Við einbeittum okkur þá að erlendum mörkuðum til þess að fjölga í staðinn ferða­ mönnum til Íslands og þeim fjölgaði um 10 prósent árið 2009. Í kringum eldgosið í Eyjafjalla­ jökli vorum við í raun eina flug félagið í Evrópu sem flaug allan tímann. Við fundum alltaf leið og farþegar komust alltaf á leiðarenda. Viðbrögð okkar í þess um kreppum vöktu athygli,“ tekur Birkir Hólm fram. Hann telur einnig að ímyndar­ herferð sem farin var á Íslandi í fyrra hafi skilað árangri. „Við vörðum miklu fé í íslenska mark aðinn og einnig í styrktar­ mál. Við höfum verið að sækja fram. Í fyrra jukum við áætlun­ ina um 13 prósent og í ár um 17 prósent. Við erum að reyna að sjá tækifærin og ljósið en ekki horfa á vandamálin.“ Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marels á Íslandi: ÁHERSLA Á FJÖLGUN STARFA Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss: VINSÆLD - IRN AR VEGNA VERÐLAGS INS Guðmundur Marteinsson Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Sveinn Sigurbergsson, kaupmaður í Fjarðarkaupum: STÖRFUM EFTIR GÖMLUM GILDUM Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair: VIÐBRÖGÐIN VÖKTU ATHYGLI Birkir Hólm Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.