Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 57

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 57
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 57 Ekki snúa baki í áheyrendur RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND AÐ SÖGN FRIÐRIKS PÁLSSONAR, aðal eiganda Hótels Rangár, eru mikil tæki­ færi framundan í funda­ og ráðstefnuhaldi hér á landi: „Ísland með sín heillandi eldfjöll, jökla, hveri og fjölbreytta náttúru er vissulega spennandi og framandi land heim að sækja. Hið nýja tónlistarhús Harpa í Reykjavík á eftir að auka tækifæri til ráðstefna og við­ burða. Öll ferðaþjónustan á að fá að njóta þess á sinn hátt með því að umheimurinn skynji tækifæri á því sviði hér á landi. Auk Íslendinga á Hótel Rangá fáum við fjölda gesta frá öðrum löndum, t.d. frá Bret­ landi, Bandaríkjunum og Hollandi, sem eiga árangursríkar og yndislegar stundir á hótelinu hjá okkur. Hótelið er opið allt árið og tilvalið til funda­ og ráðstefnuhalds þar sem við veitum mjög metnaðarfulla þjónustu og höfum að markmiði að uppfylla þarfir og óskir allra viðskiptavina okkar.“ Fyrirmyndaraðstaða Friðrik segir hótelið búið öllum nauðsynleg­ um tækjum til ráðstefnuhalds: „Öll aðstaða til ráðstefnuhalds hér er til fyrirmyndar og við getum haldið ráðstefn­ ur og fundi fyrir ríflega 100 manns og erum með veitingaaðstöðu fyrir 200 manns. Veggir og loft í fundarsölum eru viðarklædd, sem gefur hlýlegt og vinalegt andrúmsloft og góðan hljómburð. Einnig getum við boðið upp á fundaraðstöðu í svítunum okkar, ef fundarmenn vilja vinna í smærri hópum. Starfsfólkið okkar veit að til þess að ná árangri þurfa menn að vinna vel saman. Þess vegna leggur það mikla áherslu á að vera meðspilarar fundargesta í því að efla liðsheildina. Við getum aðstoðað við val á afþreyingu í nágrenni hótelsins eða komið með hugmyndir að leikjum til að auka stemn inguna innan hópsins. Hótel Rangá býður viðskiptavinum sínum upp á að hafa sérstakan tengil á ráðstefnum eða fundum sem mun aðstoða á allan mögulegan hátt. Hægt er að óska eftir viðskiptamannalista og meðmælendum. Það er stundum spurt að því hvað geri hótel að góðu hóteli. Vissu lega verður hver og einn að svara því, en á Hótel Rangá reynum við einfald­ lega að sinna vel því sem við gerum og bæta okkur stöðugt,“ segir Friðrik. Ráðstefnur í návist náttúrunnar Hótel Rangá stendur mitt á milli Hellu og Hvolsvallar við þjóðveg eitt; um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus­ sveitahótel, byggt í hlýlegum en jafnframt glæsilegum bjálkastíl. Friðrik Pálsson, aðaleigandi Hótels Rangár: ÖLL AÐSTAÐA TIL RÁÐSTEFNUHALDS Friðrik Pálsson hótelstjóri situr hér á forláta stól við barinn á Hótel Rangá. Mynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson„Öll aðstaða til ráðstefnuhalds hér er til fyrirmyndar og við getum haldið ráðstefn ur og fundi fyrir ríflega 100 manns og erum með veitingaaðstöðu fyrir 200 manns.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.