Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 31 Finnst þér íslensk pólitík einkennast of mikið af skotgröfum á milli flokka og manna? Það hafa ávallt verið miklar skotgrafir í pólitíkinni. Það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum en ég skynja mikla þreytu hjá almenningi gagnvart slíku. Nú­ ver andi stjórnarflokkar gagnrýna þessa pólitík oft en mynda engu að síður harða víglínu gagn vart Sjálfstæðisflokknum, and­ staðan við Sjálfstæðisflokkinn sameinar þá frekar en mál efni þar sem þeir eru langt í frá sam stiga.“ KOSNINGAR SÍÐAR Á ÁRINU? Áttu von á kosningum á þessu ári? „Svona hálft í hvoru.“ En þessi ríkisstjórn virðist lifa öll vandræði sem hún ratar í! „Hún lifir ekki endalaust af – ekki frekar en bifreið sem ekur um með ónýtan hljóð­ kút og skröltandi hjól. Slík bifreið er ekki líkleg til langferðar. Það er þessi ríkisstjórn ekki heldur.“ Hvað fellir þá þessa ríkisstjórn? „Árangursleysi!“ Árangursleysi í hverju? „Í því að byggja upp atvinnulífið, bæta lífskjörin og gefa fólki trú á að við séum á réttri leið. Helsta ósk kjósenda er að endur­ heimta kaupmáttinn, skapa ný störf og slá þannig á atvinnuleysið. Sterkt atvinnulíf leggur grunn að áframhaldandi velmegun. Þessi ríkisstjórn er líkleg til að hækka skatta áfram og veikja atvinnulífið jafnt og þétt – sem aftur minnkar skattstofninn. Þetta er aðferðafræði sem leiðir til síendur tekins niðurskurðar á hverju hausti. Þetta er spírall niður á við. Stefnan er niður en ekki upp. Ríkisstjórninni tekst ekki að skapa hagvöxt. Hún vinnur gegn atvinnu lífinu og blæs ekki fólki kapp í brjóst. Meginmeinsemdin felst í því að sjá ekki að það verður einkaframtakið sem mun leiða lífskjarasóknina en ekki aukin opin ber umsvif og forsjárhyggja.“ HVAÐ ÖÐRU VÍSI? Hvernig myndir þú gera hlutina öðru vísi en núverandi ríkisstjórn? „Ég legg höfuðáherslu á að beita örvandi aðgerðum og hvötum. Meginmunurinn liggur í skattastefnunni. Okkar fyrsta verk yrði að afnema skattahækkanir þessarar ríkisstjórnar á næstu tveimur árum. Það er líka búið að flækja skattkerfið og leggja nýjar byrðar á skattstofna sem bera þá ekki. Það verður að vinda ofan af þessu, bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.“ Núverandi stjórn telur algerlega óraunhæft að lækka skatta á meðan fjárlagahallinn er svona mikill. Það er útilokað að örva hagkerfið með því að hækka skatta eins og þessi stjórn gerir. Við þurfum heilbrigt, einfalt skatt kerfi með lágum sköttum. Við festum krepp una með því að hækka skatta á mestu sam­ dráttartímum á Íslandi. Fjárlagahallinn er ekki vegna þess að skattar séu of lágir. Hann er vegna þess að 20 þúsund störf hafa tapast og dregið hefur úr umsvifum hagkerfisins. Lausnin er ekki skattahækkun heldur hagvöxtur. Við höfum líka bent á mögu­ leik ann til breytinga á skattlagningu á séreignar sparn aði sem leið en á það var ekki hlustað. “ En nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn í hinum ýmsu bæjarfélögum, eins og á Seltjarnarnesi, farið þá leið að hækka útsvar líkt og stjórnar- flokkarnir. Er hægt að treysta ykkur til að efna þetta kosningaloforð um að lækka skatta? „Fyrst þú nefnir Seltjarnarnes held ég að það sé rétt að taka það fram að þar hefur ævinlega verið stefnan að hafa útsvarið sem lægst. Það gerir það væntanlega að verkum að þegar kreppir að er svigrúmið minna. Það hefur verið rauði þráðurinn hjá okkar fólki í sveitarfélögum um allt land að halda sköttum í lágmarki. Þá leið fór t.d. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur, og það eftir hrun. Samt náði hann einstaklega góðum árangri í rekstri borgarinnar, enda var farin sú leið að skera niður í stað þess að hækka skatta. Allt annað er upp á teningnum nú, og verið að keyra útsvarið í Reykjavík upp í topp undir stjórn Besta flokksins og Sam fylkingarinnar. Hvað landsmálin varðar sé ég ekki aðra leið en að hvetja atvinnulífið áfram og bæta umgjörð þess til verðmætasköpunar. Samstarf við mig í ríkisstjórn um annað kemur ekki til greina.“ NÝR FLOKKUR AÐ HÆTTI JÓNS GNARRS? Ef efnt verður til kosninga á næstunni sérðu framboð eins og hjá Jóni Gnarr koma fram á sjónarsviðið og spila á óánægju og litla trú fólks á stjórnmálamönnum? „Já, ég held að það eigi að gera ráð fyrir því. Mér heyrist Jón Gnarr hafa rætt um að bjóða fram á landsvísu í næstu alþingis­ kosningum.“ Óttast þú fyrir hönd þíns flokks slíkt framboð? „Nei, ég óttast það ekki, þrátt fyrir að Besti flokkurinn hafi náð góðum árangri í borgarstjórnarkosningunum. Satt best að segja finnst mér það bara spennandi tilhugsun að takast á við ný öfl.“ Reykjavík er höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Hver voru viðbrögð þín við árangri Besta flokksins sem þegar eftir kosningarnar útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hafði unnið vel undir stjórn Hönnu Birnu Krist jánsdóttur og hún var vinsæll borgar ­ stjóri. Þess vegna fann ég til með frambjóð­ endum okkar í Reykjavík þegar úrslitin og nýr meirihluti lá fyrir. Ástandið á landsvísu bitnaði nokkuð á þeim. Rannsóknarskýrsla Alþingis var nýútkomin og þau mál sem tengdust henni voru að mestu órædd. Það var mikil dramatík við útkomu skýrsl unnar og borgarfulltrúar okkar þurftu að glíma við þá umræðu. Það var ósann gjarnt því þeir höfðu staðið sig mjög vel í aðdraganda kosninganna þótt því verði ekki neitað að kjörtímabilið í heildina einkenndist af óstöðugleika í borgar mál unum.“ Áttir þú von á svo góðum árangri Jóns Gnarrs og Besta flokksins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.