Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 34
34 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Gestrisni er Íslendingum í blóð borin og okkur er umhugað um að þeir sem sækja okkur heim eigi góðar minningar um dvöl sína hér – hvort sem það tengist starfi eða leik. Við hjá Gestamóttökunni sjáum um að skipuleggja og halda utan um ráðstefnur, fundi, ferðir og viðburði. Okkar er að sjá til þess að þú getir notið þín til fulls í hlutverki gestgjafans, svo saman fari gleði og árangur. Ráðstefnur og fundir - Komdu á okkar fund! Sími: 551 1730 | gestamottakan.is H u g sa s é r! Gleði og árangur Ráðgjöf Bókanir Umsýsla Rafræn skráning Heimasíða fyrir ráðstefnuna og margt fleira Gestó0211.indd 3 17.2.2011 15:58 Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is taka ákvörðun. Hann horfði á mig og sagði: Ég sé að þú ert búinn að taka ákvörðun. En það var ekki rétt hjá honum.“ Hefðir þú farið gegn honum? „Það er ekki útilokað. Geir er mjög vand­ aður maður og mér gekk vel að vinna með honum. En eftir hrunið og í ljósi stöðu flokks ins í kjölfarið fannst mér eðlileg krafa að það yrði kosið um formennskuna. Það er þó ekki víst að ég hefði farið fram en það skiptir svo sem engu í dag.“ HELSTU RÁÐGJAFAR OG GÓÐ RÁÐ Hverjir eru þínir helstu og nánustu ráðgjafar í pólitíkinni? „Ég vil ekki tala mikið um hjá hverjum ég leita oftast ráða. En flestir þeirra sem ég leita ráða hjá eru gamalgrónir vinir mínir, samstarfsmenn á þingi og annars staðar. Ég ræði við marga en mest ræði ég auðvitað við þá flokksmenn sem ég starfa nánast með á þinginu. Loks hefur konan mín mikið næmi og ég ber hluti reglulega undir hana.“ Þú nefnir eiginkonu þína, Þóru Margréti Baldvinsdóttur. Hvernig nálgast hún málin? Hún er með mjög næmt auga og tilfinn­ingu fyrir málum. Hún greinir þau ekki í þaula en er mjög snögg að koma auga á aðal atriðin, kjarna málsins. Og hún hikar ekki við að segja hvað henni finnst rétt að gera. Þegar ég var í laganámi og braut til mergjar lögfræðileg álitaefni undraðist ég oft hvað hún var fljót að sjá aðalatriðin, hvort einhver væri bótaábyrgur t.d. að hennar mati. Hún nálgast erfið mál út frá hyggju vitinu og með því að fá tilfinningu fyrir þeim. Hún bætir mig upp og ég von­ andi hana, eins og það á að vera í góðu hjónabandi.“ Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér sem stjórnanda? Ég er enginn einræðisherra og tel að ég leiði flokkinn án þess að fólk finni mjög fyrir mér sem stjórnanda – en skynji samt að það er agi og að hlutum sé komið í verk. Ég vil vera hvetjandi og tek ekki ákvarð­ anir fyrr en að yfirlögðu ráði og helst ekki fyrr en það er þörf á að taka ákvörðun – og hvað þá ef hún er mikilvæg. Ég er ekki áhættufælinn og tel mig fremur dipló mat­ ískan og sveigjanlegan í sam skiptum; og kannski stundum um of til að laða það besta fram. En ég veit innra með mér hvar mörkin liggja í þeim efnum. Ég legg mikið upp úr heilindum í öllu samstarfi og trausti – og veit að það er grunnurinn að góðum samskiptum við aðra. Sumir segja að ég sé of nákvæmur, jafnvel tæknilegur í því að greina mál og skilja áður en ákvörðun er tekin. Það hefur með það að gera að ég vil vanda mig.“ Nefndu nokkur góð ráð sem þú hefur fengið í stjórnun? „Að mestu máli skipti að fylgja sann fær­ ingu sinni. Að reyna ekki að gera eitthvað, sem öðrum þykir vera rétt, en þú sjálfur hefur slæma tilfinningu fyrir. Að vera með­ vitaður um að stjórnandi verði að geta lagað sig að aðstæðum. Stundum gildir að sýna mikla hörku og ákveðni en stundum næst besti árangurinn með því að sýna þolinmæði og mýkt. Að bera skynbragð á ólíkar aðstæður er einn lykillinn að árangri. Í mínu starfi er einnig lífsnauðsynlegt að dreifa álaginu og treysta samstarfsfólki. Velja gott fólk og treysta því síðan til að gera vel.“ Þú varst fyrirliði og leiðtogi í íþróttafélaginu Stjörnunni þegar þú lékst knattspyrnu. Hvað tókstu með þér úr íþróttunum út í lífið sjálft? „Í íþróttunum lærði ég að takast á við tap og að það þyrfti að sækja sigra; þeir koma ekki fyrirhafnarlaust. Að leggja á sig er grunnur þess að ná árangri og uppskera. Ánægjan af að landa sigri er aldrei eins mikil og þegar fyrir honum er haft. Ég man sæt­ ustu sigrana eins og þeir hefðu gerst í gær. Íþróttir kenna mönnum að treysta á félaga sína og skynja hvað liðsheild er mikil væg.“ FRAMTÍÐARSÝN ÍSLANDS Hver er framtíðarsýn Íslands? Hvernig sérðu stöðu mála hér á landi árið 2020? Framtíðin er björt og það er gott að búa á Íslandi. Við höfum lent í áföllum en við getum örugglega á næstu árum byggt upp lífskjör sem jafnast á við það besta í heim inum. Sá árangur næst hins vegar ekki sjálf krafa frekar en í íþróttunum og án þess að fyrir honum sé haft. Skýr framtíðarsýn er mikilvæg til að plægja akurinn, sá og upp­ skera síðar í takt við óskir okkar. Mér finnst besta leiðin að horfa til fram tíðar með því að horfa á hlutina langt aftur og spyrja sig: Hvernig komumst við hingað? Við vorum fátækasta þjóð í Evrópu en náðum að renna stoðum undir atvinnu vegina og samfélagið. Ég nefni sjávarútveginn, orkufrekan iðnað, ferða þjón ustu, aðra þjónustu, smáiðnað, hugverk og hugbúnað. Það sem ber uppi út flutning okkar núna er augljóslega sjávarútvegur, ál, stóriðja og ferðaþjónusta. Þessar stoðir þurfa að vera sterkar og það þarf að hlúa að þeim. Við hljótum öll að spyrja okkur hvernig við getum fjölgað þessum stoðum. Það er ekki hægt að reikna með stórauknum vexti í sjávarútvegi; stærð fiskistofnanna takmarkar vöxtinn og við veiðum ekki miklu meira magn. Vöxturinn er sömu leiðis takmarkaður í stóriðjunni þótt þar séu vissulega sóknarfæri ennþá. Menntun er lykilorðið þegar kemur að hagvexti framtíðarinnar á Íslandi; af henni spretta sprotar, nýsköpun og tækni; ný fyrirtæki og atvinnutækifæri; velmegun og fjölbreyttara mannlíf. Þess vegna er það skammsýni að draga úr framlögum til menntunar. Hún laðar fram hugmyndir að atvinnusköpun og gleymum því aldrei að fyrirtækin fæðast hjá fólkinu – ekki í stjórnarráðinu. Mennt er máttur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.