Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 37
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 37 Sp.: Vildir þú nefna 1 til 3 íslensk fyrirtæki sem þú hefur jákvætt viðhorf til?LISTINN 2011 VINSÆLASTA FYRIRTÆKIÐ TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Stoðtækjafyrirtækið Össur er vinsælasta fyri r tæki landsins annað árið í röð, samkvæmt árlegri könnun Frjálsrar versl unar. Í fyrra tók Össur við af Bón us sem vin­ sælasta fyrir tækið á listanum en Bónus hefur verið mjög sigursæll í gegn um tíðina. Bónus var í öðru sæti í fyrra en núna í því fjórða og þarf að fara allt aftur til frumdaga listans til að­finna­hliðstæðu.­Þetta­er­í­23.­ skiptið sem Frjáls verslun vinnur þessa könnun og birtir þenn an lista. Könnunin fór fram dagana 24. til 29. janúar og svöruðu 673 sem er mjög svipað og síð ustu ár. Spurt var: Nefndu mér eitt til þrjú fyrirtæki sem þú hefur já­ kvæð­viðhorf­til.­Einnig:­Nefndu­ mér eitt til þrjú fyrirtæki sem þú hefur neikvæð viðhorf til. Bónus tapar verulegu fylgi að þessu sinni eða sex prósentu­ stigum. Fyrirtækið fékk 13,2% í fyrra en 7,3% núna. Bónus er mikill sigurvegari í þessari könnun sem hefur verið gerð samfellt í 23 ár og hefur Bón us verið í fyrsta sæti í 11 skipti­og­í­öðru­sæti­í­fimm­skipti.­ Það er glæsilegur árangur. Bónus er núna í einum hnapp með­Marel,­Icelandair­og­Fjarðar- kaupum. Litlu munar á fyrir tækj­ unum. Marel er í öðru sæti og bætir við sig örlitlu fylgi. Miklar og neikvæðar umræður um eigendur Bónuss, feðgana Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jónsson, hafa örugglega haft sitt að segja um vinsældir Bónuss. Á sama hátt og verslunin naut þess örugglega þegar vinsæld ir Jóhannesar voru miklar. Össur og Marel eru þau íslensku iðnfyrirtæki sem stóðu af sér hrun bankanna og hafa haft mjög sterka ímynd síðustu árin. Össur er núna að meirihluta í eigu­Dana.­Stærsti­hluthafinn­er­ danskur,­William­Demant­Invest,­ og hann á rétt tæplega 40% og liggur­hlutur­hans­við­yfirtöku- mörkin.­Þá­flaggaði­danskur­líf- eyrissjóður því nýlega að hann væri kominn með 5% hlut. Össur er farinn úr Kauphöll Íslands og er nú eingöngu skráður í kauphöllinni í Kaup­ manna höfn. Nokkur áhugi er á Össuri á danska hlutabréfa mark ­ aðnum. Áður var um tví skrán ingu að ræða, fyrirtækið var bæði skráð­á­Íslandi­og­í­Dan­mörku. Ekki­virðist­það­hafa­haft­áhrif­ á vinsældir Össurar hér heima þótt hann sé eingöngu skráður í­Kauphöll­Íslands­og­að­Danir­ séu þar ráðandi. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss ­ urar, er andlit fyrirtækis ins og hef ur sterka ímynd á alþjóð leg­ um vettvangi. Össur er auðvitað í eðli sínu alþjóðlegt fyrir tæki með starfsemi út um allan heim, ekki síst í Banda ríkjunum. Höfum það í huga að enginn fjárfestir hefur áhuga á fyrirtæki nema þar sé sterkur leiðtogi og það er Jón Sigurðsson. Marel er sömuleiðis mjög virt fyrirtæki sem hef ur gengið vel. Marel hefur ætíð verið ofarlega á listanum en þó aldrei náð öðru sætinu áður. Baráttan á matvælamarkaðn­ um er mikil og hefur oft verið sagt að þar sé samkeppn in hvað hörðust. Bónus, Fjarðar­ kaup og Krónan dala í fylgi en­Bónus­þó­mest.­Engu­að­ síður mælist Bónus vinsælast af þess um þremur fyrirtækjum. Fjarðarkaup voru hástökkv arinn á listanum síðast og lentu í þriðja sæti með um 9,1% fylgi. Nú er verslunin með 6,7% fylgi sem telst gott því Fjarðarkaup eru einungis með eina verslun í­Hafnarfirði­á­meðan­Bónus­ og Krónan eru svonefndar keðjuverslanir. Bankarnir eru eins og síðast langóvinsælastir. Þegar spurt var um eitt til þrjú fyrirtæki sem fólk hefði neikvæð viðhorf til var algengasta svarið bankarnir sem heild. Það var skráð niður sem svar. Flestir sem nefndu einstaka banka nefndu Landsbankann og Arion banka. Bónus Krónan 2011 7,3% 3,3% 2010 13,2% 4,2% 2009 13,2% 6,0% 2008 33,3% 3,3% BARÁTTA BÓNUSS OG KRÓNUNNAR VINSÆLUSTU FYRIRTÆKIN 2011 RÖÐ ÖSSUR 13.9% 1 16.0% 1 -2.1% Marel 8.8% 2 7.3% 4 1.5% Icelandair 7.4% 3 5.7% 5 1.6% Bónus 7.3% 4 13.2% 2 -6.0% Fjarðarkaup 6.7% 5 9.1% 3 -2.4% Krónan 3.3% 6 4.2% 6 -0.9% Actavis 2.4% 7 1.0% 25-32 1.4% CCP 2.1% 8 1.9% 12 0.2% Nettó 1.8% 9 3.0% 7 -1.2% Landspítalinn 1.7% 10-13 1.6% 16-19 0.2% Samherji 1.7% 10-13 1.6% 16-19 0.1% BYKO 1.7% 10-13 1.6% 16-19 0.1% TM 1.7% 10-13 1.0% 25-32 0.6% Síminn 1.4% 14 1.0% 25-32 0.4% Flugfél. Íslands 1.3% 15-17 0.7% 38-48 0.6% Mjólkursamsalan 1.3% 15-17 2.3% 9-10 -0.9% Toyota 1.3% 15-17 1.0% 25-32 0.2% Hagkaup 1.2% 18 2.3% 9-10 -1.0% Landsbankinn 1.1% 19-22 1.4% 20-21 -0.3% Íslandsbanki 1.1% 19-22 1.4% 20-21 -0.3% Vífilfell 1.1% 19-22 1.1% Alcan 1.1% 19-22 1.0% 25-32 0.0% Kaupfélag Skagf. 1.0% 23-24 1.0% Vodafone 1.0% 23-24 0.9% 33-37 0.2% Rúv 0.9% 25 1.2% 22-24 -0.3% Vís 0.8% 26-30 0.8% Auður Capital 0.8% 26-30 1.0% 25-32 -0.2% Ölgerðin 0.8% 26-30 1.7% 13-15 -0.9% IKEA 0.8% 26-30 0.8% N1 0.8% 26-30 1.2% 22-24 -0.5% Kjarnafæði 0.7% 31-34 0.7% Háskóli Íslands 0.7% 31-34 1.7% 13-15 -1.0% Nova 0.7% 31-34 0.7% Samskip 0.7% 31-34 0.7% Múrbúðin 0.6% 35-40 0.9% 33-37 -0.2% Arionbanki 0.6% 35-40 0.7% 38-48 -0.1% Húsasmiðjan 0.6% 35-40 0.9% 33-37 -0.3% Landsvirkjun 0.6% 35-40 0.7% 38-48 -0.1% 66°N 0.6% 35-40 0.7% 38-48 -0.1% Melabúðin 0.6% 35-40 1.7% 13-15 -1.2% Kjörís 0.5% 41-48 0.5% Reykjavíkurborg 0.5% 41-48 0.5% Skýrr 0.5% 41-48 0.5% Eimskip 0.5% 41-48 0.9% 33-37 -0.4% Iceland Express 0.5% 41-48 2.1% 11 -1.6% Tal 0.5% 41-48 0.5% Morgunblaðið 0.5% 41-48 0.5% Pósturinn 0.5% 41-48 0.5% 2010 2010 BREYTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.