Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 27
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 27 Þú ert sem sagt á móti því að ganga í Evrópusambandið? „Já.“ Og að EES dugi? „Já.“ Myndir þú gera Evrópusambandið að frá gangs- máli kæmi til viðræðna við Samfylk ingu um myndun nýrrar ríkisstjórnar? „Já, ég sé ekki að Samfylkingin sé í að­ stöðu til að setja neinum afarkosti um ESB­ viðræður. Málið er ekki á dagskrá hjá neinum öðrum flokki en þeim. Það gerir þetta allt svolítið snúið að meirihluti þingsins virðist engu að síður styðja við ræð urnar. Best væri auðvitað að kjósa til þings að nýju.“ En ef viðræðuferlið við ESB heldur áfram ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að sleppa því að koma að þessum viðræðum og hafa áhrif á þær? Hunsa þessar viðræður algjörlega? „Nei, ef ferlið heldur áfram hef ég þá frumskyldu að gera allt til að gæta hags­ muna íslensku þjóðarinnar.“ Hafið þið tekið þátt í þessum viðræðum á einhvern hátt? „Samningsmarkmiðin við Evrópu sam­ bandið voru mótuð af meirihluta Alþingis, án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Síðan hefur þingið ekkert haft með framgang við ræðn­ anna að gera. Það eina sem við höfum getað gert er að nýta okkur sam ráðs nefnd ina innan þingsins sem fylgist með viðræðunum og þar getum við kallað eftir upplýsingum um það hvað stjórnvöld ætla að segja á samn­ ingafundum og hvernig þessu vindur fram. Það hlutverk rækjum við af fullri einurð. Við sitjum ekki með hendur í skauti á með­ an viðræðurnar fara fram.“ Sú spurning brennur á mörgum sjálfstæðismönnum hvort þið kúvendið í ESB- málinu líkt og þið hafið gert í Icesave-málinu og farið yfir á ESB-línuna. „Ég geri athugasemd við þessa fullyrð­ ingu, það eru engin umskipti í Icesave; svo því sé haldið til haga enn og aftur. Það er útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn stígi ein hver skref til breytinga á stefnu sinni gagnvart Evrópusambandinu án þess að það verði samþykkt á flokksráðs­ eða lands fundi. Ég sé ekki að flokkurinn breyti um stefnu varðandi aðild að ESB í bráð.“ Ertu þá sama sinnis varðandi evruna, að ekki sé tímabært að kasta krónunni og stefna að því að taka upp evru sem gjaldmiðil? Ef við gefum okkur að skipta eigi um gjaldmiðil þá tel ég sterkara að gera það með samstarfi um nýja mynt en einhliða upptöku. Þetta finnst mér nokkuð augljóst. En væringar á evrusvæðinu undanfarin misseri gefa okkur tilefni til að fara alveg sérstaklega varlega í breytingar í gjald miðilsmálum. Á evrusvæðinu gildir sú meginregla um þessar mundir að lönd í uppsveiflu eru sátt, en lönd í þrengingum eiga mjög erfitt, sum eru hreinlega í neyð. Það er líka áberandi að ESB­lönd utan evrusvæðisins halda að sér höndum og andstaða við upptöku evru þar er vaxandi. Allt þetta eigum við að láta vera okkur til umhugsunar. Það er athyglisvert að kynna sér hvernig öðrum löndum hefur gengið að vinna úr efnahagsvanda sínum frá því að fjár­ málakreppan skall á. Írar og Eystra salts­ löndin hafa til dæmis verið að glíma við mikla erfiðleika líkt og við. Írar eru með evru og hafa ekki aðra leið en beinar launalækkanir og uppsagnir til að bæta samkeppnisstöðu sína að nýju. Það hefur kostað gríðarleg átök og nú er stjórnarandstöðunni spáð stórsigri í kom andi kosningum. Aðlögun um vinnu­ markaðinn hefur reynst afar torfarin og kreppan er að dragast á langinn. Lettar og Litháar fóru leið launalækkana og uppsagna, gripu til afar sársaukafullra aðgerða til að forðast gengislækkun. Atvinnuleysi fór úr 7% í 23% í Lettlandi. Öll Evrópa finnur til með þeim um leið og margir furða sig á því að ekki skuli allt hafa farið í bál og brand. Ég hef fylgst með þessu úr fjarlægð og sé að forráðamenn þar segja að fólki sé enn í fersku minni tíminn fyrir sjálfstæði ríkjanna og þau lífskjör sem þá giltu. Það hafi áhrif á þolgæði fólks. Á Íslandi féll gengið við hrun fjármála­ kerfisins. Það hafði mjög alvarlegar afleið­ ingar, ekki síst fyrir skuldastöðu heim­ ilanna. Ekki er hægt að gera lítið úr alvöru þess eða hinu mikla falli kaupmáttar. En samkeppnisstaða okkar styrktist og það var einmitt það sem við þurftum á að halda. Atvinnuleysi, þótt mikið sé, er ekki nálægt því sem þekkist víða annars staðar. Loks er nauðsynlegt að átta sig á því að allt bendir til að það muni kosta evruríkin frekara framsal á fjármálalegu fullveldi sínu að halda evrusamstarfinu áfram. Nú er rætt um að Brussel þurfi að hafa agavald vegna framkvæmdar fjárlaga aðildarríkjana og vaxandi umræða er um að samræma þætti í skattastefnunni. Allt finnst mér þetta fráhrindandi og gefa tilefni til að 5NÝIR OG SPENNANDI ÁFANGASTAÐIR+ Bókaðu ferð á www.icelandair.is Ferillinn Ólst­upp­í­Garðabæ­og­fór­í­Flataskóla­ og Garðaskóla. Vann á sumrin í ungl­ ingavinnu og bæjarvinnu í Garðabæ. Eftir­það­fór­hann­í­Menntaskólann­í­ Reykjavík. Þaðan lá leiðin í lögfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist 1995. Fór til Þýskalands og tók þar eina önn í háskóla. Kláraði mastersnám í lögfræði á einu ári í Bandaríkjunum. Kom heim og­hóf­störf­í­tjónadeild­Eimskips­sem­ lögfræðingur og var þar í tvö ár. Hóf þá störf í lögmennsku sem hann gegndi þegar hann settist á þing. Bjarni lék landsleiki í knattspyrnu í öllum yngri landsliðum Íslands en slasaðist í íþrótt­ inni og þurfti að hætta 24 ára gamall. Eiginkona­Bjarna­er­Margrét­Þóra­ Baldvinsdóttir. Þau eiga þrjú börn: Margréti, 19 ára, Benedikt, 13 ára, og Helgu Þóru, 6 ára. Áhugamálin eru knattspyrna, golf, útivist og veiði. „Ég fékk veiðidelluna eiginlega aftur í sumar þegar ég fór í tvo mjög skemmtilega veiðitúra. Hef bæði gaman af að veiða silung og lax og veiddi sem strákur mikið af silungi í Þingvallavatni. Þá förum við hjónin í nokkurra daga gönguferð á hverju sumri með gönguhópi, jafnöldrum okk ar og vinum.“ Morgun­ eða kvöldmaður? „Morgun­ maður. Vakna alltaf mjög léttur í lund.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.