Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 53

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 53
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 53 RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND Ná upp dampi UMRÆÐUEFNIÐ VAR sjálfstæði kvenna, jafnrétti og sömu laun fyrir sömu vinnu. Ráðstefnugestir voru frá Norðurlöndunum, Vestur­Evrópu, Suður­Ameríku og Afríku. „Það sló mig óneitanlega þegar konur frá Suður­Ameríku sögðu frá hörmungum sem þar ríktu vegna átaka stjórnar og stjórnar­ andstöðu og hvernig lífið var murkað úr fólki. Sumar höfðu flúið land og reynt að skapa sér stöðu annars staðar og flestar þeirra bjuggu í Svíþjóð. Það sem er eftirminnilegast fyrir mig var að við konurnar frá Evrópu vorum að ræða sömu laun fyrir sömu vinnu á meðan þess­ ar konur stóðu í þessum sporum. Það var eitthvað svo fjarlægt að þær ættu að vera að ræða þetta. Þetta var um það leyti sem Mugabe var kjörinn forseti Simbabve. Einni konunni frá Suður­Ameríku varð á að kalla landið Ródesíu og þá stóðu konurnar frá Sim bab ve upp og gengu út úr salnum í mótmæla skyni. Þær voru allar með túrban og í grænum og brúnum kjólum og á þeim var þrykkt mynd af Mugabe.“ Ragnheiður segir að sumir ráðstefnugesta hafi ekki fyrr séð rennandi vatn. „Ég man sérstaklega eftir einni sem sat stundum fyrir framan þvottavél og horfði á hana vinna vegna þess að hún hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Þarna mættust þrír ólíkir heimar.“ Þarna mættust þrír ólíkir heimar Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður segir að eftirminnilegasta ráð- stefna sem hún hafi sótt hafi verið kvennaráðstefnan sem haldin var í Stokkhólmi árið 1982. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður: „Það sló mig óneitanlega þegar konur frá Suður­Ameríku sögðu frá hörmungum sem þar ríktu vegna átaka stjórnar og stjórnar­ andstöðu og hvernig lífð var murkað úr fólki.“ EFTIRMINNILEG RÁÐSTEFNA „MIÐJA RÆÐUNNAR er efnisræðan og hún verður að vera þrungin af boðskapn­ um, hugsjóninni og efninu. Hana á að flytja sann færandi á mannamáli en ekki eins og ritgerð eða stíl. Hið talaða orð verður að vera lifandi og efnið þarf að hreyfa við fundar­ gestum. Fumlaus mælska er mikil væg.“ Guðni segir ræðumann þurfa að vera jafnöruggan á endi ræðunnar og upphafs­ orðum hennar. Þá eigi hann að draga fram örfá mikilvæg efnisatriði úr ræðunni og gott sé að ljúka máli sínu með stuttri setn­ ingu eða tilvitnun. „Það er mikilvægt að gera mun á erindi efnis ræðu og tækifæris­ eða skemmtiræðu. Að krydda erindi með glettni er einungis leyfilegt falli brandarinn inn í efnið og ræðumaður kunni að glettast við fundar­ menn af látleysi. Ekkert er jafn hallærislegt og brandarar sem ekki tilheyra efninu og koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum frá húmorslausum ræðumanni.“ Guðni nefnir nýjan stíl í ræðumennsku sem felst í að tala út frá glærum. Hann bendir á að slíkt sé vandasamt og fáir ræðumenn hafi náð tökum á „glæruræðumennskunni“. Hann segir að þar skipti mestu máli að ræðu maður noti glærur sem áherslu og leiðsögn á fundinum. Guðni segir að það sé of algengt að ræðumenn grúfi sig ofan í upplestur á efninu og það sé ekki í takt við myndir og áhersluatriði glærunnar. „Ræðumaður verður að kunna öndun ekki síður en söngvari. Röddin er hljóðfæri ræðu listarinnar en röddin rís og hnígur eftir efninu. Trúverðugleiki ræðumanns byggist á raddbeitingu, prúðmennsku og klæða­ burði sem hæfir tilefninu hverju sinni. Ræðumaður verður að vera óþvingaður og frjáls af efninu og augnaráð á að ná til fundarmanna. Augun eru spegill sálarinn­ ar og mikilvægt er að augnaráðið fangi salinn.“ Ræðan er listgrein Guðni Ágústsson segir að mikilvægt sé að upphaf ræðu sé grípandi og að fundarmenn og ráðstefnugestir eignist hlutdeild í ræðumanninum; reisi sig í sætum og hlakki strax til að hlýða á ræðuna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra: „Miðja ræð­ unnar er efnis ræðan og hún verður að vera þrungin af boðskapn­ um.“ HVERNIG Á AÐ HALDA GÓÐA RÆÐU Á RÁÐSTEFNU?

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.