Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 53
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 53 RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND Ná upp dampi UMRÆÐUEFNIÐ VAR sjálfstæði kvenna, jafnrétti og sömu laun fyrir sömu vinnu. Ráðstefnugestir voru frá Norðurlöndunum, Vestur­Evrópu, Suður­Ameríku og Afríku. „Það sló mig óneitanlega þegar konur frá Suður­Ameríku sögðu frá hörmungum sem þar ríktu vegna átaka stjórnar og stjórnar­ andstöðu og hvernig lífið var murkað úr fólki. Sumar höfðu flúið land og reynt að skapa sér stöðu annars staðar og flestar þeirra bjuggu í Svíþjóð. Það sem er eftirminnilegast fyrir mig var að við konurnar frá Evrópu vorum að ræða sömu laun fyrir sömu vinnu á meðan þess­ ar konur stóðu í þessum sporum. Það var eitthvað svo fjarlægt að þær ættu að vera að ræða þetta. Þetta var um það leyti sem Mugabe var kjörinn forseti Simbabve. Einni konunni frá Suður­Ameríku varð á að kalla landið Ródesíu og þá stóðu konurnar frá Sim bab ve upp og gengu út úr salnum í mótmæla skyni. Þær voru allar með túrban og í grænum og brúnum kjólum og á þeim var þrykkt mynd af Mugabe.“ Ragnheiður segir að sumir ráðstefnugesta hafi ekki fyrr séð rennandi vatn. „Ég man sérstaklega eftir einni sem sat stundum fyrir framan þvottavél og horfði á hana vinna vegna þess að hún hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Þarna mættust þrír ólíkir heimar.“ Þarna mættust þrír ólíkir heimar Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður segir að eftirminnilegasta ráð- stefna sem hún hafi sótt hafi verið kvennaráðstefnan sem haldin var í Stokkhólmi árið 1982. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður: „Það sló mig óneitanlega þegar konur frá Suður­Ameríku sögðu frá hörmungum sem þar ríktu vegna átaka stjórnar og stjórnar­ andstöðu og hvernig lífð var murkað úr fólki.“ EFTIRMINNILEG RÁÐSTEFNA „MIÐJA RÆÐUNNAR er efnisræðan og hún verður að vera þrungin af boðskapn­ um, hugsjóninni og efninu. Hana á að flytja sann færandi á mannamáli en ekki eins og ritgerð eða stíl. Hið talaða orð verður að vera lifandi og efnið þarf að hreyfa við fundar­ gestum. Fumlaus mælska er mikil væg.“ Guðni segir ræðumann þurfa að vera jafnöruggan á endi ræðunnar og upphafs­ orðum hennar. Þá eigi hann að draga fram örfá mikilvæg efnisatriði úr ræðunni og gott sé að ljúka máli sínu með stuttri setn­ ingu eða tilvitnun. „Það er mikilvægt að gera mun á erindi efnis ræðu og tækifæris­ eða skemmtiræðu. Að krydda erindi með glettni er einungis leyfilegt falli brandarinn inn í efnið og ræðumaður kunni að glettast við fundar­ menn af látleysi. Ekkert er jafn hallærislegt og brandarar sem ekki tilheyra efninu og koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum frá húmorslausum ræðumanni.“ Guðni nefnir nýjan stíl í ræðumennsku sem felst í að tala út frá glærum. Hann bendir á að slíkt sé vandasamt og fáir ræðumenn hafi náð tökum á „glæruræðumennskunni“. Hann segir að þar skipti mestu máli að ræðu maður noti glærur sem áherslu og leiðsögn á fundinum. Guðni segir að það sé of algengt að ræðumenn grúfi sig ofan í upplestur á efninu og það sé ekki í takt við myndir og áhersluatriði glærunnar. „Ræðumaður verður að kunna öndun ekki síður en söngvari. Röddin er hljóðfæri ræðu listarinnar en röddin rís og hnígur eftir efninu. Trúverðugleiki ræðumanns byggist á raddbeitingu, prúðmennsku og klæða­ burði sem hæfir tilefninu hverju sinni. Ræðumaður verður að vera óþvingaður og frjáls af efninu og augnaráð á að ná til fundarmanna. Augun eru spegill sálarinn­ ar og mikilvægt er að augnaráðið fangi salinn.“ Ræðan er listgrein Guðni Ágústsson segir að mikilvægt sé að upphaf ræðu sé grípandi og að fundarmenn og ráðstefnugestir eignist hlutdeild í ræðumanninum; reisi sig í sætum og hlakki strax til að hlýða á ræðuna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra: „Miðja ræð­ unnar er efnis ræðan og hún verður að vera þrungin af boðskapn­ um.“ HVERNIG Á AÐ HALDA GÓÐA RÆÐU Á RÁÐSTEFNU?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.