Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 16

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 16
16 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Eftirspurn hefur verið mikil „Árið byrjaði mjög vel á fasteignamarkaði, eftirspurn hefur verið mikil og salan góð. Janúarmánuður fór betur af stað en mörg undanfarin ár og viðskiptin eru að aukast. Mér finnst­mikill­áhugi­vera­hjá­almenningi­almennt,­fólk­treystir­ fasteignamarkaðnum kannski einna best fyrir fjármunum sínum núna og ég verð vör við það að fólk sem á peninga í bönkum er að leita hófanna á markaðnum.“ Ingibjörg­segist­telja­að­fasteignaverð­sé­komið­á­þann­ stað þar sem það kemur til með að vera næstu mánuðina og­jafnvel­misserin.­„Ég­tel­að­ekki­séu­líkur­á­sveiflum­niður­ á við í verði og að fasteignamarkaðurinn muni jafnt og þétt fóta sig áfram til betri vegar á næstu vikum og mánuðum.“ FASTEIGNAMARKAÐURINN Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala: Traustið byggt upp að nýju Nú í kjölfar bankahrunsins standa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á tímamótum. Traust er af skornum skammti í samfélaginu, þörf er á endurskoðun í ljósi gerbreyttra aðstæðna og í ofanálag eru margir vinnustaðir­í­sárum­eftir­erfiðan­niðurskurð­og­óvissu­um­framtíðina.­ Fyrsta skrefið í uppbyggingu trausts er að átta sig á því að traustið skiptir máli. Fyrirbærið traust er svipað og maturinn;­ef­nóg­er­af­honum­erum­við­ekki­að­velta­honum­fyrir­ okkur en ef við erum aftur á móti svöng skiptir hann öllu máli. Annað skrefið er að ákveða heilindin sem vinnu staðurinn á að standa fyrir. Það gætu verið atriði eins og að vera traustur, heiðarlegur,­gegnheill,­ábyrgur­og­öruggur.­Gildi­eru­öflug­ stýritæki sem hafa áhrif á rekst ur vinnustaða og því er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr að setjast niður og hugsa um hvaða gildi og heilindi fólk vill að einkenni sinn vinnustað. Þriðja skrefið er að útfæra gildin í öllum aðgerðum og verkferlum fyrirtækisins. Þau verða að koma fram í öllum vinnuferlum, samskiptum starfsmanna, þjónustu, ímynd og samskiptum við viðskiptavini. Þannig þýðir lítið að velja sér heiðarleika sem gildi og sýna svo sviksemi í viðskiptum. Þegar gildin og heilindin eru kristaltær og ófrávíkjanleg vita allir starfsmenn­út­á­hvað­rek­turinn­gengur­og­taka­afleiðingum­ þess ef vikið er út frá gildunum. Allar ákvarðanir verða auðveldari, vinnuferlar skilvirkari, starfsmenn ánægðari og viðskiptavinir öruggari. Fjórða skrefið er að sjá til þess að vinnubrögðin skili þeim árangri sem til er ætlast. Þannig eru fyrirbyggjandi aðgerðir til dæmis að útskýra fyrir viðskiptavinum áhættu, hafa gegnsæi í öllu vinnuferlinu og ef upp koma mistök að þau séu viðurkennd af einlægni og ábyrgð.“ HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar: Skýrleiki, svörun og umhyggja Að sögn Thomasar Möller gerði nýlega könnun á meðal um 25.000 starfsmanna sinna í ýmsum löndum. Spurt var hvað það væri sem skipti mestu máli í vinnunni ef starfsfólk ætlaði að ná hámarksárangri og ­afköstum. Þrennt stóð upp úr: Skýrleiki, svörun og umhyggja. „Í skýrleika felst að fólk nær betri árangri í vinnunni ef það fær skýr fyrirmæli um verksvið sitt, fær að vita nákvæmlega til hvers er ætlast af því í vinnunni, hvernig vinna og árangur eru mæld, hvaða væntingar eru gerðar til þess og almennt hvernig jafnvel staða fyrirtækisins er og hvaða forgangsverkefni eru á dagskránni. Í­svörun­felst­að­fólk­fái­upplýsingar­frá­yfirmanni­sínum­um­ hvernig það stendur sig í vinnunni. Það er ekki gott að vera í­starfi­þar­sem­fólk­fær­hvorki­hrós,­skammir­né­ábending­ar­ um hvað betur mætti fara. Það hvetur fólk áfram. Það sem fólk meinar með umhyggju er að því sé sýnd virðing­í­vinn­unni,­að­það­finni­fyrir­umhyggju­stjórnenda,­ fylgst sé til dæmis með því hvernig heilsan er, hvernig því líður í vinnunni og hvern ig samskiptin þar eru. Ég tel að það skorti mikið hjá íslenskum stjórn end um að sýna starfsfólkinu nægilega umhyggju. Það skiptir miklu máli að vinnan sé skemmtileg og ánægjuleg.“ STJÓRNUN Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis: Virkjum neikvæðni á jákvæðan hátt Þóranna Jónsdóttir segir að þegar breytingar standa fyrir dyrum sé mikilvægt að fá fólk í lið með sér. „Alla­jafna­er­það­þannig­að­flestir,­sem­breytingarnar­ ganga­yfir,­hafa­engar­sérstakar­skoðanir­á­því­fyrirfram.­ Það er ekkert ólíklegt að það sé ákveðinn hluti, um 5­10% starfsfólks, sem er almennt mjög jákvæður fyrir breytingum og að minnsta kosti jafnmargir sem eru almennt neikvæðir út í breytingarnar.“ Þóranna segir að ef breytingarnar eigi að ganga vel verði að leggja áherslu á að fá neikvæða fólkið, ekki síður en það jákvæða, í lið með sér fyrirfram og koma þannig í veg fyrir að áhrif hinna neikvæðu stýri þeim sem óákveðnir eru. „Ef­þeim­neikvæðu­er­ekki­sinnt­er­líklegt­að­þeir,­sem­eru­ óákveðnir, muni fylgja málum þeirra. Leiðin til að vinna með þetta er að fá þessa neikvæðu til að verða þátttakendur í ákvarð anatökunni um hvernig breytingarnar skulu gerðar. Þá öðlast þeir eignaraðild að verkefninu og munu að öllum líkindum­gerast­öflugir­talsmenn­breytinganna.“­ BREYTINGASTJÓRNUN Dr. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital: ÞAU HAFA ORÐIÐ 1234 533 6133

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.