Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 80

Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 80
80 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Helga Jónsdóttir gull­smiður hefur rekið verslun og verkstæði á Laugaveginum frá árinu 1993 og segir að sér hafi þótt það mikilvægt frá upphafi að halda sig við þessa helstu verslunargötu Reykjavíkur. „Við vorum fyrst á Laugavegi 40, fluttum okkur síðar í eigið húsnæði á Laugavegi 45 og árið 2005 festum við kaup á Lauga vegi 13 og opnuðum í núverandi húsnæði hinn 1. desem ber 2005.“ ­Helga lauk námi í gullsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1981. „Eftir að ég hafði eign ast börn og sinnt heimilis­ störf um í nokkur ár tók ég gull smíðina föstum tökum og stofn aði Gullkúnst Helgu ásamt eigin manni mínum, Hallgrími T. Sveinssyni. Fyrirtækið hefur stækkað hægt og rólega. Í byrj un var ég ein á verkstæðinu en nú er það breytt. Í dag erum við fjórir gullsmiðir og þar á meðal er yngsti sonur minn, sem er nýútskrifaður gull smiður. Í dag eru vörur frá okkur á fleiri stöðum; í Bláa lóninu, Epal í Leifs stöð, Kraumi og fleiri stöðum úti á landi. Þó svo að Íslendingar séu stór hluti við­ skipta vina er hlutur ferðamanna sífellt að aukast.“ ­Gullkúnst Helgu fékk í nóvem­ ber síðastliðnum Njarðarskjöld­ inn 2010, „shop of the year“. Njarðarskjöldurinn er hvatning­ arverðlaun Reykjavíkurborgar, Miðborgarinnar okkar, Global Blue, Iceland Refund, Félags atvinnurekenda og Kaupmanna­ samtakanna. Þar er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum árangri við sölu til erlendra ferðamanna milli ára. „Þetta var mikill heiður og við erum fyrsta skartgripa­ verslunin til þess að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun í fimmtán ára sögu verðlaunanna. Framund an er svo ferð til München í febr­ ú ar, á sýningu sem við förum á árlega. Síðastliðið haust fór ég til Stokkhólms og haustið þar áður til Berlínar með Félagi kvenna í atvinnurekstri. ­Þó svo að segja megi að aðal áhugamálið sé vinnan, sem er krefjandi og áhugaverð, er ekki svo að ferðir bæði inn anlands og utan séu ekki alltaf skemmti legar. Síðastliðið vor fórum við til Flórída ásamt vinahjónum og var spilað golf og farið í sigl ingu. Þó svo ég sé ekki með „golfdellu“ finnst mér gaman að fara til Spánar í nokkra daga að spila golf. Eins höfum við verið í Bakka koti í Mosfellsdal og er það yndislegur staður. Svo þegar tími gefst til er gaman að hafa barnabörnin hjá sér; þau eru fimm og það sjötta væntanlegt í febrúar.“ Nafn: Helga Jónsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 6. ágúst 1951 Foreldrar: Ingiríður Helga Leifsdóttir og Jón Ingimundarson Maki: Hallgrímur T. Sveinsson Börn: Hallgrímur, Elmar, Abra Dögg og Hrannar Freyr Menntun: Gullsmiður „Þó svo ég sé ekki með „golfdellu“ finnst mér gaman að fara til Spánar í nokkra daga að spila golf. Eins höfum við verið í Bakkakoti í Mosfellsdal og er það yndislegur staður.“ FÓLK Helga Jónsdóttir eigandi Gullkúnstar Helgu TEXTI: HILMAR KARLSSON

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.