Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND „ÞAÐ SKIPTIR MEGINMÁLI hvar tölv an, sem ræðumaðurinn getur gjóað augun um á, er staðsett. Hún þarf að vera staðsett þannig að horft sé á hana án þess að missa augn sam­ band við áheyrendur. Það á aldrei að snúa baki í áheyrendur. Það sama á við ef skrifað er á flettitöflu; það þarf að stilla henni þannig upp að allir sjái á hana og ræðumaður snúi ekki baki í áheyrendur. Það á að standa við hliðina á töflunni, snúa fram en vera samt að skrifa. Þegar glærur eru notaðar verður að passa upp á að láta ekki ljósið af skjávarpanum skína í augun. Þess vegna er nauðsynlegt að vera með „flettara“ sem stilla má þannig að viðkomandi getur slökkt á honum þegar honum hentar þannig að öll athyglin bein­ ist að honum auk þess sem hægt er að fletta glærunum með þessu tæki.“ Unnur segir mikilvægt að gæta þess að letrið á glærunum sé ekki það smátt að fólk eigi í erfiðleikum með að sjá það. Þá má ekki vera það mikið á glærunni að erfitt sé að greina að aðalatriði og aukaatriði. „Athygli áheyrenda getur farið í að lesa það sem stendur á glærunni í staðinn fyrir að hlusta á ræðumanninn. Þá á ekki að lesa af glærunum – þá getur fólk alveg eins fengið glærurnar sendar í tölvupósti. Ræðumaður á helst ekki að vera með punkta í höndunum og helst ekki standa í pontu heldur er betra að vera í meiri nálægð og í góðri tengingu við áheyrendur.“ Unnur segir að ef boðið er upp á spurn­ ingar sé gott að endurtaka þær. Þetta eigi sérstaklega við ef um stóran sal er að ræða þar sem ekki sé öruggt að allir hafi heyrt hvað um var spurt. „Það þarf annaðhvort að endurtaka spurninguna eða umorða hana en það síðarnefnda á sér staklega við ef spurningin er sett fram á nei kvæð­ an hátt. Ef spurt er til dæmis hvers vegna tiltekin vara sé dýr er gott að umorða spurn­ inguna og segja að spurt hafi verið um verð og svara svo spurningunni. Þá er búið að taka neikvæða punktinn úr henni.“ Ekki snúa baki í áheyrendur Unnur Magnúsdóttir segir að gott sé fyrir ræðumann að koma tímanlega til að kanna aðstæður og athuga hvort öll tæki virki. Unnur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi: GAGNLEG HJÁLPARTÆKI Í FUNDARSAL VIÐ FYRIRLESTRA „Það þarf að stilla henni þannig upp að allir sjái á hana og ræðu­ maður snúi ekki baki í áheyrendur.“ ÉG HAFÐI TILKYNNT framboð með afar litlum fyrirvara, ég lyfti ekki símtóli til að tala við einn eða neinn til að betla atkvæði og fyrirfram var þetta framboð tal ið vonlaust. Þegar ég hins vegar stóð í pontu til að flytja þessa ræðu fann ég að ég hafði talað mig inn í hug og hjarta þessara um 300 sósíal demókrata sem þarna voru samankomnir. Þetta var með öðrum orðum sigurræða og það var út á þessa ræðu sem ég var kosinn í það starf sem mér þykir vænst um af þeim mörgu störfum sem ég hef gegnt: Ég var formaður Alþýðuflokks­ ins í 12 ár út á þessa ræðu og kom Alþýðu­ flokknum aftur til valda í átta ár þar sem við létum mikið að okkur kveða.“ Sigurræða „Besta ræða sem ég hef flutt á ævinni var í aðdraganda formanns­ kosn inga á flokksþingi Alþýðuflokksins sem fór fram á Hótel Loftleiðum í nóvember 1984.“ Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra: EFTIRMINNILEGASTA EIGIN RÆÐA „Fann ég að ég hafði talað mig inn í hug og hjarta þessara um 300 sósíal demókrata.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.