Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 44
44 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 LEIKLIST EÐA VIÐSKIPTI Þegar kom að menntaskóla vandaðist mál­ ið með val á námi. Hún hoppaði reyndar yfir einn bekk í grunnskóla, fór úr 8. bekk í 10., og ákvað svo að fara í Verslunarskól­ ann fremur en að sækja nám í Keflavík. Þetta gerði hún vegna þess að orð fór af skólanum sem einum besta framhaldsskóla landsins og svo var hann frægur fyrir öfl­ ugt félagslíf. Námið gekk að vonum vel og félagslífið líka. Sigríður var í stjórn málfundafélagsins og í leikfélaginu. Í fimmta bekk lék hún an­ nað aðalhluverkið, Blanche DuBois, í Spor­ vagninum Girnd eftir Tennessee Williams. „Þetta var mjög metnaðarfull sýning og mikið á sig lagt,“ segir Sigríður, sem þó hélt ekki áfram í leiklistinni, eins og til dæmis Þórunn Erna Clausen, sem var í sama hópi. „ELEGANT“ Þórunn segist ekki í vafa um leikhæfileika Sigríðar. „Hún var mjög góð leikkona og hefði þess vegna getað haldið áfram í leik listinni,“ segir Þórunn. „Þetta er mjög dramatískt og krefjandi hlutverk. Hún lék mjög vel og er líka svo falleg og hefur þenn an „elegans“ sem þarf í þetta fræga hlutverk.“ Þórunn segir að Sigríður sé mikil ná­ kvæmnismanneskja, greind og dugleg. „Það er alveg sama hvað hún tekur sér fyrir hendur; hún gerir allt vel og nær langt í því sem hún gerir,“ segir Þórunn. Þórunn segir ennfremur að það hafi alls ekki komið sér á óvart að viðskipti urðu fyrir valinu, þótt Sigríður hefði náð langt á hvaða sviði sem er. Og Þórunn upplýsir að Sigríður hafi meira að segja tekið þátt í fegurðarsamkeppni og náð langt þar líka. Önnur bekkjarsystir og vinkona Sigríðar úr Verzló er Hanna María Pálmadóttir. „Í Verzló var hún mjög dugleg og hafði metnað fyrir því sem hún var að gera,“ segir Hanna María. „Hún lagði sig fram þá alveg eins og hún gerir í dag. Hún hefur alltaf verið hress, skemmti­ leg og svolítill prakkari í sér og um leið umhyggjusöm og hugsað vel um fólkið í kringum sig.“ Hanna María segir að hún hafi verið dug­ leg í námi og tekið virkan þátt í félagslífinu. „Hún var alltaf mjög ljúf og góð en lét eng an vaða yfir sig. Hún gat verið ákveðin ef þess þurfti og málefnaleg og var t.d. mjög góð í ræðukeppnum.“ Hanna María segir einnig að hún geti vel ímyndað sér að þessir eiginleikar nýtist henni sem stjórnanda. Sigríður hafi skýr mark mið, eindreginn vilja til að ná þeim og búi yfir þeim kosti að eiga auðvelt með að fá fólk með sér í lið. VALDI AKUREYRI Að loknu stúdentsprófi frá Versló þurfti Sigríður enn að velja. Hún hafði áhuga á viðskiptafræði og tók viðskipta nám Háskól ans á Akureyri fram yfir viðskipta ­ deild ina í Háskóla Íslands. Bekkj ar systirin Hanna María segir að ferðin norður sýni að Sigríður er mjög sjálfstæð – hún gerir það sem hún ætlar sér. „Námið fyrir norðan höfðaði betur til mín,“ segir Sigríður. „Þar var kennt í litlum hópum og nálgunin almennari.“ Á sumrin á námsárunum vann Sigríður meðal annars í Sparisjóði Keflavíkur þannig að hún býr að reynslu úr bankaheiminum líka. Á Akureyri kynntist Sigríður mannin um sínum, Rúnari Pálssyni, sem nú er lána­ stjóri hjá Íslandsbanka. Þau eiga tvo syni sem Sigríður segir að séu „afskaplega góðir drengir“. „Áhugamálið heima er matargerð,“ segir Sigríður. „Mér finnst gaman að búa til mat og lesa matreiðslubækur.“ RÉTT HLUTFÖLL Mestur tíma fer hins vegar í vinnuna og í félagsstörf tengd henni. Hún er í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sigríður segist ekki vera stjórnandinn sem allt viti. Hún vill treysta þeim sem vita best á hverju sviði. „Hér er valinn maður í hverju rúmi svo þetta er ekki vandamál,“ segir Sigríður. „Í rekstri fyrirtækis verður að gæta að réttum hlutföllum milli hagsmuna eigenda, starfsmanna og viðskiptavina,“ segir Sigríður. Hún segir líka að þegar rekstur­ inn sjálfur er í lagi sé hægt að loka sig frá vandamálum utan fyrirtækis og forðast að láta breytingar á eignarhaldi hafa áhrif á starfsandann. REYNIR Á FÓLK Hún segir jafnframt að hrunið og afleið­ ingar þess reyni á fólk ekki síður en fyrir­ tækið. „Það er á við strangt háskóla nám að reka fyrirtæki við þessar aðstæður,“ segir Sigríður. „Lífið hefur breyst við hrunið. Það reynir á fólk að búa við stöðugt neikvæðar fréttir. Við því þarf að bregðast,“ segir Sigríður. Síðustu ár hafi engu að síður verið skemmti legur tími og mikilvægt að starfs­ fólkið hafi að einhverju að stefna sameigin­ lega. „Við verðum að gefa okkur meiri tíma en áður til að vera saman,“ segir hún. Alls eru nú hjá Já um 80 stöðugildi en nokkur hópur er í hlutastörfum þannig að starfsfólk er alls um 130 og dreifist á starfs­ stöðvar víða um land. Í „höfuð stöðv unum“ í Reykjavík eru 40­45 starfsmenn að jafnaði. ÖR ÞRÓUN Já er talið fimmta verðmætasta vörumerkið á Íslandi og netsíða þess er ein af þeim fimm mest notuðu. Og gert er ráð fyrir auk­ inni umferð. Ný tækni með snjallsímum og lesbrettum leiðir til þess að fólk nýtir upp­ lýsingar á netinu enn meir en áður. Þarna er ör þróun. Já hefur þegar sett á markað eitt smáforr it fyrir snjallsíma; Já í símann, og einnig á að opna vefsvæði með allsherjarupplýsing­ um fyrir ferðamenn á leið um landið. Það verður stöðugt auðveldara að nálgast upp­ lýsingar á netinu án þess að hafa tölvu við höndina. „Við verðum að fylgjast vel með, því hlut irnir gerast hratt,“ segir Sigríður. Það útheimti ferðalög á ráðstefnur og sýningar þar sem nýjasta tækni er kynnt. SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR, FORSTJÓRI JÁ, Í NÆRMYND Guðrún Hákonardóttir, fyrsti vinnuveitandi: Hún var afskaplega góður unglingur, fyrirmyndar­ unglingur. Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 Kaupangur v/Mýrarveg Akureyri Sími 569 7620 www.netverslun.is Starfskraftur mánaðarins Fartölvur frá Lenovo eru afbragðsgóðar fyrir kröfuharða notendur í leik og starfi. ThinkPad fartölvur frá Lenovo byggja á einstöku hugviti, lágri bilanatíðni og gæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.